1.10.2010 | 22:50
Frábærir útrásarvíkingar.
Því miður hefur orðið útrásarvíkingur fengið á sig slæman blæ. Það er synd því að því fer fór fjarri og fer enn fjarri að það sé allt saman tómt bull og vitleysa sem djarfir og framsæknir ungir íslenskir hæfileikamenn taka sér fyrir hendur með frábærum árangri.
Ég átti því láni að fagna að vinna undir stjórn þeirra Vesturportsmanna í leikhúsinu árið 2007 og kynnast hinum ljúfa hæfileikamanni Gísla Erni Garðarssyni og samstarfsmanni hans, Víkingi Kristjánssyni.
Uppsetningin á Hamskiptunum eftir Kafka og frammistaða Gísla Arnar í því leikriti var algerlega einstæð.
Gott gengi íslensks leikhúsfólks svo sem frábærar móttökur sem Faust fær í London, að ekki sé talað um hina miklu viðurkenningu, sem Vesturport fær með leiklistarverðlaununum, er dæmi um þau tækifæri sem felast í nýtingu íslensks mannauðs á ýmsum sviðum og er forsenda fyrir góðu gengi íslensku þjóðarinnar.
Ekki dregur úr gleði minni að vita af velgengni míns góða vinar og skólabróður Þorsteins Gunnarssonar í Faust, en Þorsteinn stökk fram sem alskapaður leikari aðeins 16 ára gamall og saman áttu við saman einhverjar ánægjulegustu stundir lífs míns í sýningum Herranætur 1958, 59 og 60.
Fengu frábærar móttökur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.