7.10.2010 | 14:37
Maður að meiri.
Ásbjörn Óttarsson er maður að meiri þegar hann nú biðst afsökunar á því að hafa í fljótræði verið full hvassyrtur í garð listamanna og sýnt þeim lítinn skilning.
Ég bloggaði um þetta tafarlaust á eyjunni þar sem ég benti á að með orðum sínum væri Ásbjörn, fyrstur þingmanna svo vitað væri, að leggja til að þurrkaður sé út útgjaldaliður, sem verið hefur við líði í heila öld, jafnvel í kreppunni miklu þegar þjóðin var mun verr stödd en nú.
Hann hefði þess vegna geta spurt: "Af hverju fékk Laxness sér ekki bara vinnu eins og venjulegt fólk?"
Ásbjörn hefur vafalaust verið fræddur á "fínum og uppfræðandi" fundi um þá veltu og útflutnginstekjur sem skapast af íslenlistsköpun, bæði beint og óbeint.
Síðasta dæmið er uppfærsla Vesturports í London en nefna má þær tekjur sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa skapað, bæði við eigin kvikmyndatökur og einnig með því að lokka erlenda kvikmyndagerðamenn til landsins.
Ætlaði ekki að vega að starfsheiðri manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir verða aldrei meiri, í hugum sumra, sama hvað þeir segja, verða alltaf eins, eða kannski minni.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.10.2010 kl. 15:07
Ég sé bara enga ástæðu til ða borga einhverj fólki laun fyrir að gera misgóða list.Ef þú getur ekki lifað á listinni þá skaltu bara fara að gera eitthvað annað og gerðu listana af aukadjobbi eða hobbyi.Það er fáránlegt að skattgreiðendur séu að borga þetta bull.Svo Ásbjörn sagði bara sannleikan og á ekki að biðjast afsökunar á því
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:18
Það er mjög yfirborðslegt að tala um "að borga einhverju fólki fyrir að gera misgóða hluti."
Listamannalaun eru þvert á móti aðeins veitt þeim sem að undangenginni eins vandaðri skoðun og unnt er að viðhafa þykja þeirra verðir.
Ómar Ragnarsson, 7.10.2010 kl. 19:06
Þegar núverndi menntamálaraðherra tók við, var þeim fjölgað verulega sem fá listamannalaun og nú á að hækka þau þegar veruleg skerðing er há mjög mörgum og nú á að seigja upp 500 manns á heilbrigðisstofnunum. Þessi forgangsröðun er verlega ...slæm og tekur ekkert tilit til veruleikans. Nær væri að fækka þeim sem fá listamannalaun og taka þau af þeim sem ekkert hafa með þau að gera, eins og þingmanninum sem kallar þjóðina fábjána.
Á timum Laxnes voru listamannalaunþegar innan við tug, en nú eru þeir um eða yfir 100.
Ekki vil ég vera sá fábjáni sem styður svona forgangsröðun
kveðja
Dagur Bragason
Dagur Bragason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.