Nýta þarf öll sambönd.

Fundur Bjarna Benediktssonar með David Cameron er af hinu góða.  Við Íslendingar þurfum að nýta okkur öll þau sambönd og áhrif sem við getum haft erlendis í okkar málum.

Vonandi hefur Bjarni komið því til skila til Camerons hve ósanngjarnt það er að hve íslenskur skattborgari sé krafinn um 25 sinnum hærri upphæð en breskur skattborgari vegna máls sem siðferðilega er á ábyrgð stjórnvalda beggja þjóða, burtséð frá lagatæknilegum atriðum. 


mbl.is Íslendingar taki ekki á sig byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann kemur vel fyrir hann Bjarni, og vonandi eins vel gagnvart Bretum. Þetta er líka eina ásættanlega afstaðan í málinu, því að ofan á það sem fyrir er má þessi þjóð ekki við viðbótarbyrði sem væri þyngri á hvert nef heldur en Versalasamningarnir (nýgreiddir með smá hléi frá 1918).

Ætli hann tali sæmilega Ensku ?

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:27

2 identicon

Kannski hefur Cameron líka komið því til skila til Bjarna hve ósanngjarnt það er að íslenska ríkið tryggi innistæður fjármagnseiganda upp í topp ef þær eru í innlendum útibúum en bara lágmarkstryggingu ef þær eru í erlendum útibúum þó svo að um íslenska banka sé að ræða í báðum tilvikum.

Daníel (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2010:

Þrotabú Landsbankans
gæti átt yfir 300 milljarða króna í reiðufé um áramótin, verði endurheimtur eins góðar og útlit er fyrir.

Gangi spár um endurheimtur eftir gæti þrotabúið
greitt allar fyrirliggjandi forgangskröfur.

Þær kröfur eru 1.161 milljarður vegna Icesave og 158 milljarðar vegna innlána.

Ríflega 300 milljarða króna eignir þrotabús Landsbankans í reiðufé

Þorsteinn Briem, 7.10.2010 kl. 17:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er alveg sammála þér, Daníel, að Íslendingar mismunuðu fólki eftir þjóðerni varðandi innistæður í bönkunum.

Kannski hefði átt að setja þak á innlendar innstæður, sem tryggðar væru. 

En í tímahrakinu sem var, gat það valdið ófyrirséðum afleiðingum. 

En það er bæði óframkvæmanlegt og ótækt að Íslendingar einir standi straum af Icesave.

Ómar Ragnarsson, 7.10.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband