10.10.2010 | 13:58
Veður til að skapa.
Ég geri lítið af því að blogga núna. Var í kvikyndatökum fyrir austan í gær, að skemmta í Borgarfirði í gærkvöldi og fram á nótt, aftur að skemmta í hádeginu í dag og er á leið austur til að taka myndir í skilyrðum sem eru algerlega einstæð á þessum árstíma.
Ég kalla það "veður til að skapa" þegar svona stendur á og hvílíkt sköpunarveður í dag !
Október er búinn að vera miklu hlýrri en september er venjulega en hugsanlega kólnar eitthvað um næstu helgi. Það mun þá passa ágætlega því að skemmtunin "Söngur, grín og gleði" verður á dagskrá í Salnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 17. október.
Tæplega 17 stiga hiti á Eyrarbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.