11.10.2010 | 15:31
"Ber er hver að baki..."
Íslendingar eiga mikið að þakka í gegnum sögu sína því fólki, sem við höfum getað kallað "Íslandsvini".
Í gegnum aldirnar hefur munið mikið um atbeina þeirra út á við.
Daninn Rasmus Kristján Rask reyndist okkur drjúgur liðsmaður á 19. öld og fleiri Hauka í horni höfðum við átt.
Eva Joly fellur inn í þennan flokk Íslandsvina sem tala máli okkar svo að eftir er tekið. Það er dýrmætt í baráttunni, sem nú er háð.
Joly: Tilvera Íslands í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir vilja misskilja Joly, að hún telji Íslendinga ekki bera neina ábyrgð á því sem gerðist. Halda að Joly sé í liði með fjórmenningunum. Vilja halda því fram að Joly haldi að ekki eigi að rannsaka gjörðir neinna Íslendinga í eða fyrir hrunið.
Jonsi (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 15:49
BJARGVÆTTURIN:
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 11.10.2010 kl. 15:57
5.9.2010:
Þrotabú Landsbankans gæti átt yfir 300 milljarða króna í reiðufé um áramótin, verði endurheimtur eins góðar og útlit er fyrir.
Gangi spár um endurheimtur eftir gæti þrotabúið greitt allar fyrirliggjandi forgangskröfur.
Þær kröfur eru 1.161 milljarður vegna Icesave og 158 milljarðar vegna innlána.
Ríflega 300 milljarða króna eignir þrotabús Landsbankans í reiðufé
Þorsteinn Briem, 11.10.2010 kl. 16:00
Steini, vonandi stinga vinir Landsbankans afganginn ekki í eigin vasa.
Úrsúla Jünemann, 11.10.2010 kl. 16:24
Frau Jünemann,
Machen Sie keine Sorgen über Auszahlungen!
Þorsteinn Briem, 11.10.2010 kl. 16:49
http://en.wikipedia.org/wiki/Sick_man_of_Europe (þótt ekki þyki endilega mjög fræðimannslegt að vísa í wikkuna)
Þar að auki vil ég láta í ljósi djúpt þakklæti til Steina Briem fyrir að leyfa okkur óverðugum að verða aðnjótandi andagiftar sinnar og snilldar sem óvíða á sér jafnoka.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 19:46
Þorvaldur Sigurðsson.
"Andagift" þessi og "snilld" kemur frá forseta Íslands.
Þú getur hringt í hann og þakkað honum kærlega fyrir.
Þorsteinn Briem, 11.10.2010 kl. 20:37
Gott að Stein Briem sé aftur mættur, oft með góðar upplýsingar.
Þar sem ég þykist vita að hann sé perfectionist, smá leiðrétting:
Fräulein Jünemann.
Machen Sie sich keine Sorgen wegen den Auszahlungen, eða
Machen Sie sich keine Sorgen über die Auszahlungen.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 20:49
Takk fyrir þetta, Haukur minn.
Undirritaður bjó eitt sinn með þýskri læknastelpu og svona fallega þýsku talaði hún einungis á sunnudögum þegar hún gaf mér frí frá alls kyns tilraunum í þágu læknisfræðinnar.
Sjá má eftirfarandi á Netinu:
"Kasino arbeitet schon im Laufe von 9 Jahren, deshalb machen Sie keine Sorgen über Auszahlungen, Sie erhalten Ihre Gewinne problemlos."
Þorsteinn Briem, 11.10.2010 kl. 21:31
Þetta mætti vera:
Liebe Ursula.Keine Sorgen, Es will alles gut klappen.
Abrechnung muss sein!!!
(er reyndar skelfilegur í þýskri stafsetningu, en hef haft eitthvað með Þjóðverja að gera þannig að ég get stundum spjallað smá á Þýsku.)
Jón Logi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 09:42
Þorsteinn Briem, 12.10.2010 kl. 10:23
Ætli Ólafur hefði vitað hvað hann var að tala um hefði hann fengið sér PhD í hagfræði í stað stjórnmálafræði?
Jonsi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.