13.10.2010 | 11:08
Deilt um málatilbúnaðinn.
Samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins fer orka alþingismanna aðallega í það að deila um, hvort svonefnt samráð sé samráð og hvort aðgerðir til vanda heimilanna geti kallast verkáætlun eða ekki.
Stjórnarandstaðan átelur að engin verkáætlun sé fyrir hendi en kvartar á öðrum tímum yfir því að ríkisstjórnin hafi ekkert samráð heldur stilli stjórnarandstöðunni upp fyrir gerðum hlut og fari sínu fram.
Í gær sást í fréttum hvað 18% niðurf í eigu ríkisins og þar með okkar allra, og þurfi ríkið að leggja honum til stórar fjárhæðir, þarf að skera enn meira niður en nú er kvartað sáran undan að eigi að gera. elling myndi þýða fyrir íbúðalánasjóð og bankana og sker vandi íbúðalánasjóðs í augun, því að hann er jú
Stjórnarandstaðan segist ætla að "rústa fjárlagafrumvarpinu" en við fáum ekkert að vita um hvað hún sjálf ætli að reisa á þeim rústum.
Fréttir hafa verið sagðar af því erlendir fjárfestar haldi að sér höndum vegna óleystrar Icesave-deilu og þessar nýjustu fréttir um ólgu og vandræðagang hvetja þá ekki til að endurskoða það.
Á sama tíma er líka sagt frá því í fréttum að ríkisstjórnin sé átalin fyrir að "berjast með kjafti og klóm gegn því að erlenda fjárfesta inn í landið."
Það er erfitt að sjá að ofangreint ástand og mótsagnirnar í því séu uppörvandi fyrir erlenda fjárfesta.
Engin verkáætlun kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður er hægt að fá á tilfinninguna að sjálfstæðisflokkurinn þoli ekki tilhugsunina um að eitthvað geti gengið vel undir stjórn annara - og þess vegna er sett sig upp á móti öllu sem mögulega gæti komið okkur vel. Og þeim er alveg sama þó málatilbúnaðurinn sé svo arfavitlaus og mótsagnarkenndur að hvaða bjáni sem er gæti verið stoltur af. Tilgangurinn helgar nefnilega meðalið.
Hulda (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 12:09
Er alveg víst að stjórnarandstaðan þurfi að rústa fjárlagafrumvarpi, mér sýnist af fréttum að þar þurfi ríkisstjórn enga aðstoð, þar virðist ekki standa steinn yfir steini. Þarf ekki annað en að benda á að Ísfirðingar þurfa að treysta á flug ef þeir veikjast, en Akurnesingar fá að halda sínu sjúkrahúsi, nánast án niðurskurðar.
Steingrímur skýlir sér á bak við Icesave þegar skýra þarf fælni erlendra fjárfesta frá að koma með fjármagn til Íslands, hann gleymir því gjarnan að þeir sem ætluðu að ráðast í fjárfestingar hér, sneru við um leið og hann fór að hræra í sköttum og álögum ríkissjóðs á einstaklinga og fyrirtæki. Það setur enginn háar fjárhæðir í svona óvissu eins og Ísland er því miður í dag.
Nýjasta dæmið er fæling gagnavers frá suðurnesjum, en þar gat ríkisstjórnin ekki lagað skattalegt umhverfi að því sem gengur og gerist í þeim löndum sem keppa á móti okkur um hylli fyrirtækja. Það eru veittar undanþágur frá virðisaukaskatti í ýmsum atvinnugreinum, þannig að það vakna hjá manni grunsemdir um að það sé liður í baráttu ríkisstjórnarinnar við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ, frekar en að ekki séu fordæmi fyrir tilhliðrun á VASK.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.10.2010 kl. 16:27
„Í gær sást í fréttum hvað 18% niðurf í eigu ríkisins og þar með okkar allra, og þurfi ríkið að leggja honum til stórar fjárhæðir, þarf að skera enn meira niður en nú er kvartað sáran undan að eigi að gera. elling myndi þýða fyrir íbúðalánasjóð og bankana og sker vandi íbúðalánasjóðs í augun, því að hann er jú“
Með leyfi; hvað þýðir þetta?
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 18:08
Ég hef áður bent á að sérstaða Vestfirðinga í samanburði við aðra landshluta er alger, hvað samgöngur snertir.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.