13.10.2010 | 20:12
Gaman að vinna með svona fólki.
Gróskan er mikil í tónlistarlífi landsmanna þrátt fyrir Hrunið og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.
Ég hef átt því láni að fagna að veita smá aðstoð undanfarna daga, annars vegar Mezzoforte, sem er að fara í mikið hljómleikaferðlag víða um lönd, og hins vegar ungu fólki sem þurfti litla Fiat 500 bílinn minn til þess að nota í upptöku á tónlistarmyndbandi fyrir Iceland Airwaves.
Íslenskur menningariðnaður, sem svo má kalla íslenska listsköpun, sem blómstrar um þessar mundir, skapar miklar gjaldeyristekjur og er orðinn einn af bestu atvinnuvegum þjóðarinnar.
Skal engan undra, því að það er unun að kynnast þessu mikla hæfileikafólki, sem sprettur fram eins og lindin tær.
Iceland Airwaves hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Á árinu 2009 var seld þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Þorsteinn Briem, 13.10.2010 kl. 20:51
Öll þau ósköp af hljómsveitum sem ekki komast spönn frá rassi sökum fjárskorts fá gríðarlega góða kynningu á Iceland Airwaves. Hljómsveitin mín, Varsjárbandalagið, er einmitt að fara að spila þar á föstudaginn og ég er að komast að því hvers konar gullmoli þetta tækifæri er. Nú þegar hafa erlendir fjölmiðlar haft samband við okkur að fyrra bragði og eru þeir forvitnir um tónlist okkar... Enda kannski ekki alveg í vinsældapoppinu. En hugsið ykkur alla þá tónlistarmenn sem eru með tóma vasa en eiga fullt erindi út fyrir landssteinana. Ef þeim yrði veitt sú aðstoð sem til þarf þá held ég að tónlist yrði ein af stærstu útflutningsgreinunum, án vafa. En Airwaves er fyrsta skrefið, og fyrir það ber að þakka.
Hallur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.