13.10.2010 | 20:25
Svona var þetta hér.
Silvio Berlusconi var í dálæti hjá mörgum Íslendingum á tímum veldis Davíðs og Halldórs. Nú hefur reyndum fréttamanni ítalska sjónvarpsins verið vikið tímabundið úr starfi fyrir að gagnrýna Berlusconi.
Athygli vekur að brottreksturinn er aðeins tímabundinn en ekki varanlegur eins og hér gerðist fyrir áratug þegar jafnvel var ekki látið nægja að reka viðkomandi mann heldur leggja stofnanir niður sem ekki mökkuðu rétt.
Berlusconi verður að herða sig ef hann á að ná þeim hæðum sem svona mál náður hér í aldarbyrjun.
Refsað fyrir að gagnrýna Berlusconi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Soðna ýsu fékk á Fróni,
hjá forsetanum Berlusconi,
brókarlaus í Bláu lóni,
með Bjarnasyni honum Jóni.
Þorsteinn Briem, 13.10.2010 kl. 21:07
Svona var þetta hér á landi. Varð sr. Örn Bárður Jónsson ekki að sjá af mikilvægu trúnaðarstarfi á Byskupsstofu sem hann var hrakinn úr vegna þess að hann ritaði smásögu í Lesbók Morgunblaðsins: Íslensk fjallasala.Davíð var sagður hafa móðgast einkum af því að með fylgdi grínmynd eftir Gísla Sigurðsson ritstjóra Lesbókarinnar. Þar mátti greinilega sjá forsætisráðherrann fyrrverandi ásamt bröskurunum sem grínsaga Arnar sagði frá. Hrammur heiftarinnar er oft furðu langur!
Haustið 2002 brá Davíð fyrir sig betri fætinum og hitti félaga sinn Berlúskóní og daldi í höllu hans um hálfsmánaðartíma. Skömmu áður hafði útboðsfrestur Landsvirkjunar liðið án þess að nokkuð fyrirtæki treysti sér fyrir siðasakir að bjóða í framkvæmdir við Kárahnjúkana. Skömmu eftir að Dabbi kom til baka kom þetta sérkennilega tilboð frá Imprégíló. Var þetta tilviljun?
Eða sem er öllu líklegra: höfðu Dabbi og Berlískóni samið sín á milli að Berlúskóní kannaði þetta hjá sinni valdaklíku?
Þeir stjórnmálamenn sem hefja sig hátt yfir venjulegt fólk hættir oft við að einangrast og þegar rykið fellur á valdagleðina vill fólk losa sig við þessa þokkapilta sem fyrst?
Hvenær röðin kemur að Berlúskóní er ekki gott að segja. Ætli hann sprikli ekki eitthvað enn.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2010 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.