Fólk fær það sem það kaus.

70% þjóðarinnar vill nýtt eða ný framboð í næstu alþingiskosningum samkvæmt síðustu skoðanakönnun. Knappur meirihluti vill kosningar strax. 

Besti flokkurinn var nýtt framboð við borgarstórnarkosningar og fékk 36% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Eina leiðin til þess að aðrir flokkar en Besti flokkurinn gætu myndað meirihluta var að Sjálfstæðismenn og Samfylkingarfólk myndaði meirihluta. 

En þetta voru sömu flokkar og mynduðu "Hrunstjórnina" á landsvísu sem Búsáhaldabyltingin hafði púað niður þ  annig að þetta ekki inni í myndinni.

Jón Gnarr kom hreint fram og kvaðst bjóða sig fram vegna þess að hann vildi fá gott, þægilegt og skemmtilegt djobb, leyfa hæfileikaríkum vinum sínum að fást við áhugaverð verkefni í borgarkerfinu og hafa spillingu frekar uppi á borðum heldur en að vera að pukra með hana. 

Hann kvaðst vilja verða skemmtilegur borgarstjóri sem létti kjósendum lundina. Ekki veitti af eftir Hrunið. 

Stórsigur Besta flokksins var túlkaður sem eindreginn vilji kjósenda varðandi nýtt framboð eða nákvæmlega það sama og nú kemur fram í skoðanakönnunum varðandi næstu kosningar til Alþingis. 

Kosningaúrslitin voru túlkuð sem vantraust kjósenda á gamla fjórflokkinn. 

Afleiðingin af þessu gat aðeins orðið ein: Að Besti flokkurinn í krafti yfirburða stöðu í borgarstjórn yrði leiddur til valda þótt 64% borgarbúa hefðu ekki kosið hann.

Þríflokkurinn (Framsókn úti) treysti sér ekki til að sniðganga Besta flokkinn.

Sjálfstæðismenn, sem töpuðu tveimur mönnum þrátt fyrir nokkuð vinsælan borgarstjóra, fundu fyrir því að miðað við þátt flokksins í Hruninu og ítrekaðan darraðardans á fyrri hluta kjörtímabilsins var það í skjön við kosningaúrslitin að hann yrði í meirihlutasamstarfi við Besta flokkinn.

Raunar virtist slíkt aldrei koma til af hálfu Besta flokksins hvort eð er og það kom því í hllut fulltrúa Samfylkingarinnar að mynda meirihluta með Besta flokknum.

Fyrir Besta flokkinn gaf þetta honum mun sterkara valdahlutfall í merihlutanum heldur en samvinna við Sjálfstæðismenn hefði gefið honum. 

Jón Gnarr hefur viðurkennt hreinskilnislega að erfitt sé fyrir alls óvanan mann að setja sig inn í alla mögulega hluti í borgarkerfinu og sitja leiðinlega fundi, svo sem sviðsstjórafundi og aðra slíka.

Allir áttu að geta séð fyrir að þannig yrði það.

Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur og kjósendur geta ekki eftir á farið að túlka niðurstöður síðustu borgarstjórnarkosninga öðru vísi en gert var þegar úrslit skoðanakannana og úrslit kosninganna birtust á sínum tíma. 

Nú vilja 70% fólksins nýtt framboð á landsvísu og fari svo að sagan úr Reykjavík endurtaki sig í alþingiskosningum fær fólk einfaldlega það sem það kýs, hverju svo sem Ragnar Reykás kann að halda fram. 

 


mbl.is Ný staða eða aukin verkefni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Niðurlæging embættis borgarstjóra er orðið algjört.

gnarr er búinn að lýsa því yfir að hann sé sjúkur maður sem ráði ekki við eitt eða neitt - kosningastjóri hans sem átti að vera veggurinn á milli hans og embættismanna borgarinnar farinn - Regína er nýr veggur - borgarstjóri se getur ekki átt samskipti við sviðsstjóra borgarinnar er ekki hæfur - borgarstjóri sem skipar í hvert toppembættið á eftir öðru án auglýsinga er ekki hæfur - borgarstjóri sem sér sig sem trúð og hagar sér í samræmi við það er ekki hæfur borgarstjóri.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.10.2010 kl. 07:24

2 Smámynd: Billi bilaði

Þú segir að flokkur sé kominn til valda sem 65% hafi ekki kosið. Má ekki segja það um alla flokka sem komist hafa til valda á Íslandi, nema XD? (Það er því dáldið súrt bragð af þessari línu hjá þér.)

Ólafur Ingi er síðan alls óhæfur athugasemdaritari miðað við hans innlegg.

Billi bilaði, 14.10.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er náttúrulega bilun!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.10.2010 kl. 10:44

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér sýnist nú mestallur bloggpistill minn fjalla um það að eðlilegt og óhjákvæmilegt hefði verið að Besti flokkurinn myndaði meirihluta í borginni.

Hitt er þó líka staðreynd að 63% borgarbúa kusu hann ekki. 

Ómar Ragnarsson, 14.10.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband