Siðlaus blekkingaleikur.

Í viðtalinu sem birtist við Ásmund Friðriksson á mbl.is í dag segir hann að skipulagsmál hafi hamlað framgangi álvers í Helguvík. En skrýtið. Hingað til hefur VG og "öfgamönnum" verið kennt um allar tafir.

Og hvernig skyldi standa á því að skipulagsmál koma nú allt í einu upp. Það skyldi þó ekki vera að það hafi verið byrjað á álverinu án þess að hafa leyst það mál að raflínur þarf að leggja í gegnum tólf sveitarfélög og afla orku í fleiri en einu. 

"Öfgamönnum" og VG var kennt um tafir á orkuöflun þegar hið sanna er að Orkustofnun hefur ekki getað samþykkt stækkun Reykjanesvirkjunar vegna þess að orkuöflunarsvæðið er ekki aðeins þegar fullnýtt heldur jafnvel ofnýtt með því sem hefur hingað til kallast rányrkja á íslensku. 

Nú segir Ásmundur að bjartsýnin hafi aukist vegna þess að Norðurál sé reiðubúið að "einbeita sér að fyrstu þremur áföngunum við byggingu álversins" sem eykur líkur á framgangi verkefnisins. 

Það að "einbeita sér að fyrstu þremur áföngum verkefnisins" segir ekkert um það að ætlunin sé að láta þar staðar numið. 

Í stað þess að krefjast orku fyrir alla fjóra áfangana, sem ekki er finnanleg, á að blekkja menn með því að "einbeita sér að þremur áföngum" sem hvort eð er hefði verið gert ef menn hefðu ætlað að láta þar við sitja. 

Ég hef setið á mjög upplýsandi fundi með fulltrúa Norðuráls þar sem það kom skýrt fram að álver á okkar tímum verða að framleiða minnst 340 þúsund tonn af áli á ári. 

Lengi var þrætt fyrir þetta í sambandi við álver á Bakka en síðan var því játað. 

Það er óheiðarlegt hvernig beitt hefur verið blekkingum í þessu máli frá upphafi, vaðið af stað með framkvæmdir og kaup á túrbínu  án þess að hafa orkuöflun og skipulagsmál klár í skjóli þess að allt til enda verði hægt að stilla mönnum upp við vegg fyrir framan gerðan hlut og

Þessum leik á að halda áfram með því að láta í veðri vaka að aðeins verði reistir þrír áfangar í stað fjögurra enda er orðalagið nógu loðið til þess að hægt verði að láta okkur bergja af þessum bikar í botn þegar þar að kemur.

Þá verða það Kerlingarfjöll eða Landmannalaugar sem verða tekin. 

 


mbl.is Aukin bjartsýni vegna álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Já, öfgamönnum í VG er kennt um margt, en hið sanna kemur alltaf í ljós á endanum.

Það átti að þínga þetta í gegn með lygum og valdníðslu, en sem betur fer hefur það ekki tekist enn.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Svo sannarlega.

Andrés Kristjánsson, 14.10.2010 kl. 13:54

3 identicon

Strákar mínir!

Missiði vinnuna ykkar og gasprið þið svo.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Hamarinn

Páll.

Eiga ekki allir að fara að lögum landsins, líka Árni Sigfússon oh hans meðreiðarsveinar?

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 14:13

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skelfing finn ég sárt til með landinu mínu. Mér finnst þetta land allt of fagurt, gott og stórbrotið til að eiga það skilið að vera nauðgað og svívirt af heimskum letingjum og mannleysum.

Hver hefði trúað því fyrir 60-70 árum þegar bláfátækir foreldrar lögðu lífið í sölurnar til að hjálpa börnum sínum til mennta að eftir örfáa áratugi væri langskólagengið fólk orðið byrði á samfélaginu?

Á þessu ívitnaða tímaskeiði var ungmennum innrætt að gera allt að því ofbeldisfullar kröfur til sjálfs sín. Í dag er það orðið pólitísk trúarstefna að gera kröfur til allra annara en sjálfs sín.

Fyrst og síðast er þess krafist í dag að allar auðlindir landsins verði fullnýttar og ekki seinna en þegar í stað. 

Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 14:16

6 identicon

Þú ert að verða sjúkur á sálinni af einskærri umhyggju fyrir okkur Suðurnesjamönnum. Getum við eitthvað hjálpað þér?

Siggi (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:22

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Páll Rúnar. "Missið vinnuna og gasprið svo!" Ekki man ég í svipinn hversu oft ég hef annað hvort misst vinnuna eða séð mér hag í að skipta um vinnu. Og svo er um fjölmarga af minni kynslóð. Það var lengi talið sjálfsagt á Íslandi að sækja vinnu í önnur byggðarlög ef menn urðu atvinnulausir í heimahéraði. Oft endaði þetta með því að menn komu sér sjálfir upp eigin atvinnu.

Í dag kaupa Hollendingar Hekluvikur frá Íslandi. Vikurinn er fluttur til Hollands með skipum og þar í landi er vikrinum blandað saman við hollenska mold. Að því búnu hefur orðið til verðmæt gróðurmold fyrir pottablóm. Þessi mold er að sjálfsögðu seld til Íslands. Íslendingar hafa þann metnað fyrir börn sín að útvega þeim vinnu í álverum en nenna ekki að blanda sína eigin gróðurmold fyrir pottablóm.

Hversu mörg svona atvinnutækifæri og framleiðslutækifæri hefur gleymst að skoða vegna þessarar samræmdu álverasturlunar? 

Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 14:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Siggi minn. Á Reykjanesskaga er svæði sem gæti keppt við eldfjallaþjóðgarð á Hawai, sem er úti í miðju Kyrrahafi, þarf að fljúga yfir meginland og fram og til baka yfir hálft stærsta úthaf jarðar og fara síðan á milli eyja.

Hugsanlegur eldfjallagarður á Reykjanesskaga er miklu nær Evrópu og megninu af Bandaríkjunum heldur en garðurinn á Hawai. 

Eldfjallagarðurinn yrði nánast í snertifjarlægð frá alþjóðaflugvelli. 

Þrjár milljónir ferðamanna koma í eldfjallaþjóðgarðinn á Hawai, sexfalt fleiri en til Íslands. 

Síðan er sagt að risaálver sé eina vonin í atvinnumálum Íslendinga þótt aðeins 2% vinnuafls landsins fengi vinnu í sex slíkum álverum sem þyrftu alla orku landsins og rústuðu megninu af náttúru þess. 

Ómar Ragnarsson, 14.10.2010 kl. 14:56

9 identicon

Saving Iceland kallar eftir aðgerðum gegn stóriðjustefnunni. Það er ljóst að þessi gamla rífa-kjaft-aðferð dugar ekki lengur. Nú þarf að ráðast í beinar aðgerðir. Ætli þeir að virkja meira á reykjanes gæti verið nauðsynlegt fyrir okkur að einfaldlega fara á svæðið og skemma vinnuvélarnar, fjarlægja túrbínurnar o.s.frv. eða gera allt til að koma í veg fyrir að svæðið verði skemmt. Þetta eru ekki skemdarverk, þetta eru björgunaraðgerðir. Það verður að bjarga svæðinu frá skemmdum með því að fjarlægja skemdarvarginn frá því

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 16:49

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég velti því fyrir mér Ómar hversu mikið af ferðamönnum þolir landið okkar..??

Ekki misskilja mig, ég tæki fleiri ferðamönnum fagnandi, en Ísland er ansi viðkvæmt og nú þegar eru margar af okkar perlum stórskemmdar eftir þá ferðamenn sem um þær fara.  Hugmyndir um eldfjallaþjóðgarð eru góðra gjalda verðar, en þolir Reykjanesið    3 milljónir ferðamanna á ári??

Þú hlýtur að sjá stóran mun á stöðum eins og Landmannalaugum og Hveravöllum svo einhverjir séu nefndir.

Orkuöflun fyrir stóriðju kostar ákveðnar fórnir, það eru flestir sammála um, en hvort að þær fórnir eru litlar eða stórar það greinir mönnum síðan á um.  En þegar svona framkvæmd fer í gang, þá á magn orku sem þarf og flutningur á henni að liggja nokkuð ljós fyrir, það er nokkuð skýrt í mínum huga..

Eiður Ragnarsson, 14.10.2010 kl. 16:59

11 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það hafa komið fram mikið af góðum hugmyndum sem flestar eru betri en hin fáu en dýru störf álverana. Sem dæmi þá mun íbúafjöldi jarðarinnar fara yfir 8 milljarða eftir 15 ár og því augljóst að landbúnaðurinn/ilræktin er vannýtt, hráefnisverð rýkur upp þessa stundina og það mun bara halda áfram.  Hugbúanaðargeirinn og aðrar sprotagreinar eiga sóknarfæri hér sbr CCP og Opera. Ferðamannageirinn er sú grein sem vaxið hefur mest hér eftir hrun og það er vel hægt að sjá hann vaxa enn frekar.  Sjávarútvegurinn er vannýttur öðrum en stóru útgerðunum, ef hugmyndir um frjálsar handfæraveiðar og eða umtalsverð aukning á útleigu kvóta til smábáta myndi vera skref í rétta átt. Það eru verðmæti og hugvit allt í kringum okkur við þurfum bara að sjá og nýta þau. 

Andrés Kristjánsson, 14.10.2010 kl. 17:36

12 identicon

Andrés: Þarf að nýta allar þessar frábæru hugmyndir? Ég held ekki. Hugmynd kapítalismans um logariþmískan vöxt, sívaxandi framleiðslu, meiri neyslu o.s.frv. er að mínum dómi dæmd til að feila. Hvað með einfaldlega að vera? Hvernig er sú hugmynd. Að virkja ekki, búa ekki til álver og þess í stað gera ekkert annað. Hvernig væri að við nýttum vélvæðinguna (það að einn maður getur afkastað margfallt meira en áður) til að vinna minna? Fyrir mér er það miklu sniðugri hugmynd en þetta "eitthvað annað". Lausn á atvinnuleysi gæti verið sú uppgötvun að það er ekki atvinnuleysið sem er slæmt heldur félagslega einangrunin og fátæktin sem henni fylgir. Hvað með að þetta "eitthvað annað" sé ekki að rjúfa félagslega einangrun og fátækt atvinnulausra. Eða dirfist mér að nefna hugmyndina um að þetta "eitthvað annað" gæti verið að hin vinnandi stétt vinni minna og fái jafn mikið borgað á kostnað yfirstéttarinnar. Því að hver hönd vinnur minna en fleiri hendur sjá um verkið. Það væri ekki mikið atvinnuleysi ef sá hugsunarháttur yrði ráðandi. Jafnvel þó það myndi minka hagkerfið margfallt.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:54

13 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Eigum við ekki fyrst að hefja rannsóknir á því hvernig bæjarstjórn á Reykjanesi gat farið svona illa með umboðið sitt?

Úrsúla Jünemann, 14.10.2010 kl. 19:00

14 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Þið sem eruð að hnýta í þessa færslu:

Ef við setjum til hliðar öll önnur atriði sem orka tvímælis við þetta gengdarlausa álversæði sem sumir eru illa haldnir af.

Hvað er það sem þið skiljið ekki við þá staðreynd, að það er ekki til orka á Reykjanesi til að keyra álver í Helguvík. Það er að öllum líkindum nú þegar verið að ofnýta svæðið sem Reykjanesvirkjun notar.

Hvað á að gera þegar Álverið er fullbyggt Reykjanesið fullvirkjað og ekki næg orka?

Virkja Tungnársvæðið? sökkva þjórsárverum? virkja á Torfajökulsvæðinu?  Einhverjar fleiri góðar hugmyndir? En þegar þetta er allt fullvirkjað? hvað þá? 

þessar álvershugmyndir eru geðveiki, sem keyrðar eru áfram af græðgi og af fullkomnu skeytingarleysi fyrir öllu öðru. Atriði eins og komandi kynslóðir, íslensk náttúra og yfir höfuð velferð á Íslandi virðast aukaatriði í þessu samhengi. Ef af þessu verður er Íslenskt samfélag í stórhættu.

Hvenær fer af stað umræða um skynsamlega nýtingu á orkulindum okkar í t.d. samgöngur til að minnka þörf okkar fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig væri að nýta allan varman sem fer til spillis í jarðvarmavirkjunum.

Græðgin er svo gengdarlaus að ekkert virðist heilagt, það má ekki einu sinni rökræða hlutina. Bara vaða áfram þangað til við æðum fram af bjargbrúninni. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 14.10.2010 kl. 21:15

15 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Standi Jóhanna við orð sín, frjálsar handfæraveiðar,

leysir það allan vanda Suðurnesjamanna.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2010 kl. 22:24

16 Smámynd: Dexter Morgan

Þegar "jakkafötinn" þarna fyrir sunnan mættu með skóflur og tóku fyristu skóflustunguna af þessu Helguvíkurævintýri, átti eitthvað ríkisvald að koma inn í málið og stöðva það. Fyrir þetssu lágu margir forsemdubrestir m.a., eins og bent hefur verið á, enginn orka. Þetta er eins og að kaupa sér rándýrar felgur undir sportbíl, og heimta svo bílinn, bara af því að maður er búinn að fjárfesta í felgunum. Bjánalegt og illa að þesssu staðið. Svona er þetta með margt af þessu Suðurnesja-"braski" eins og t.d. gaganverið. Byggjum gagnaver, en hvejir eiga að vera viðskiptavinir, hvar á að fá orkuna. Bull og vitleysa allt saman.

Dexter Morgan, 15.10.2010 kl. 00:37

17 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Kæri Ómar.

Það verður skarð fyrir skildi þegar þín nýtur ekki lengur við. En ég spái því, að á einhverjum áberandi stað, verði reistur minnsivarði um þig svo það muni aldrei gleymast hvað þú hefur gert fyrir landið okkar.

Jón Sigurðsson barðist fyrir sjálfstæði okkar og allsherjar hrun í samskiptum þjóða varð til þess að tækifæri kom til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Blessað stríðið, eins og einhver sagði.

Afkomendur þeirrar kyslóðar sem J.S. var af, hafa farið illa með veraldlegan auð þjóðarinnar, og skóflað honum undir eigin stóla. Andlegur auður og fegurð landsins okkar er á sömu leið.

En þú ásamt öðrum þungavigtarlóðum eins og Björk og fleiri sem of langt yrði upp að telja mun takast að halda í við hina vogarskálina, sem er full af þungu og stórhættulegu efni.

Góð kveðja.

Guðjón Emil Arngrímsson, 15.10.2010 kl. 00:57

18 identicon

„Standi Jóhanna við orð sín, frjálsar handfæraveiðar,

leysir það allan vanda Suðurnesjamanna.“

Þú ert auðvitað að grínast.  En samt er þetta fremur furðuleg kímnigáfa.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 01:15

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Yellowstone er 9000 ferkílómetrar eða 9% af Íslandi og þangað koma tvær milljónir ferðamanna á ári án þess að vandræðum valdi. Sjálfur hef ég farið þangað tvær ferðir og séð hvernig þeir taka á því máli.

Helstu andmæli áltrúarmanna eru þau að ómögulega megi koma hingað fleiri ferðamenn, því að þá eyðileggi þeir landið. 

Þeir hafa að engu það sem ég held fram eftir að hafa skoðað 26 þjóðgarða og friðuð svæði í fimm löndum.  

Við slíkum þessum "rökum" áltrúarmanna, sem hunsa reynslu og staðreyndir eru því miður engin svör sem þeir taka gild. 

Ómar Ragnarsson, 15.10.2010 kl. 06:56

20 identicon

Ómar nefndi töluna um Þjóðgarðinn á Hawai sem er 1,308.9 km

Það er  1.3 % af Íslandi, en tekur við 6x fleiri túristum, sem aftur á móti eru hérlendis 5x fleiri en þeir voru fyrir ca 25 árum. Ég hallast að því að Ísland geti tekið við MARGFALT fleiri ferðamönnum, því að það er mjög mikið af svæðum til sem lítt er litið á, og svo er ferðamannatíminn mjög stuttur.

Og svo eru það handfærin....líka hægt að róa með túrista :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 07:01

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það hafa komið fram mikið af góðum hugmyndum sem flestar eru betri en hin fáu en dýru störf álverana.", segir Andrés #11

Í fyrsta lagi; hvar eru þessar góðu hugmyndir núna? Dóu þær?

Í öðru lagi; það er algeng hugsanavilla að tala um "dýr störf". Störf eru annað hvort arðsöm eða óarðsöm. Ef það er mjög dýrt að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd, þá er það í raun jákvætt fyrir samfélagið, sérstaklega við aðstæður sem nú. Og ef það þarf fáa starfsmenn til að gera viðskiptahugmynd arðbæra, þá er það líka jákvætt þegar til lengri tíma er litið, því þá skapast umhverfi og aðstæður fyrir góðar hugmyndir sem flestar eru betri en hin fáu en dýru störf álverana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 10:34

22 identicon

Þá er álið óarðsamt, þar sem tap er á orkusölu. Og þá skynsamlegra að moka ösku til og frá, hrúgu í hrúgu. Og til að gera viðskiptahugmyndina nógu dýra, svo að það sé enn jákvæðara fyrir samfélagið, þá má hafa skóflurnar nógu margar. Segjum 1.000 á mann þó að skv. framangreindu séu 2.000 betri. Svo má fá afleidd störf eins og handpökkun í dósir, og hægt er að keyra yfir eitthvað af skóflunum svo að til verði smíðavinna og viðgerðir. Dósirnar geta jafnvel verið úr áli.

Útflutningsafurðin gæti verið aska í 500 g pakkningum sem notast sem garðáburður.

Mig grunar samt að þetta yrðu dýr störf, en auðvitað er það alger hugsanaglæpur að nefna það orð....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 08:02

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er hagnaður af allri orkusölu í landinu, Jón Logi, menn greinir hinsvegar á um það hvort hann sé nægjanlega mikill.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 11:27

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hitt er svo annað mál að yfirbygging, t.d. OR er alltof mikil og þar spila pólitískar ákvarðanair stóra rullu. Svo fengu menn í bakið að endurfjármögnun lána varð skyndilega dýrari og af þessu er að hljótast vandræði.

Pólitík og viðskipti eiga ekki samleið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 12:07

25 identicon

Mér finnst það kjaftæði að það meigi ekki tala um dýr/ódýr (finnst betra að nota andhverfuna haghvæm/óhaghvæm og geri það hér eftir) störf heldur verði maður að tala um arðbær/óarðbær.

Rök: Haghvæmt/óhaghvæmt og arðbært/óarðbætt eru tveir ásar sem mæla hvort magnbundinn mun á fyrirbæri sem er er hægt að skilgreina bæði með magnbundnum og eðlislegum mun. Vinna (hvort sem það er líkamsrækt, fjallagrasatýnsla eða álversframkvæmd) getur þannig verið óhaghvæm og óarðbær, óhaghvæm og arðbær, haghvæm og óarðbær og haghvæm og arðbær. Arðsemi er nefninlega fjármálatengt hugtak sem kemur fram í bókhaldi og einskorðast við peninga (eða ígildi þeirra) í mannlegum viðskiptum. Haghvæmni er á hinn bóginn hátternistengt og getur átt við allt frá haghvæmni grasbíta við það að innhala næringu (fer meiri orka í það að ná sér í matinn heldur en maður fær úr matnum). Auk þess er arðsemi relatíf, það er til dæmis arðbært fyrir forstjórann að hafa fólk á lágum launum en ekki fyrir starfsmenn; eins mans dauði er annars brauð. En haghvæmni er fast hugtak sem er hægt að mæla með vísindalegum hætti og á þannig meiri rétt á sér í almennri umræðu.

Óhaghvæmt en arðbært starf í álveri gæti verið (litið með augum hluthafa Alcoa) á þann hátt að heildarframlag eins mans í að framleiða vöru sem engin þörf er fyrir hefði getað farið í að framleiða vöru sem gæfi meiri þörf er fyrir (t.d. mat), tilkostnaðurinn við að gera starfið hans kleyft (mælt með framleiðslu) var það mikill að það á ekki eftir að borga framleiðsluna upp. En á sama tíma er vinnuframlag þessa manns að gefa hlutfallslega miklu meira af sér í vasa hluthafa en þess samfélags sem hann tilheyrir.

Gunnar Th: Röksemdarfærsla  Andrésar #11 er þannig réttmæt. Þó svo að ég gagnrýni hana á öðrum forsendum í #12

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 18:07

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rúnar, þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst allt um peninga. Við getum sett ramma og leikreglur um viðskiptahætti (hvað má og má ekki, o.s.f.v.) en engin vill gefa afslátt af einu né neinu þegar hlutirnir snúast um eigin hagsmuni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 23:12

27 identicon

Uhh, Gunnar Th. Nei. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst ekkert um peninga. Ég var að átta mig á því hvernig þú stundar rökræður. Þú kastar fram yrðingum sem eru síendurteknar og hljóta sannleiksgildi í því hve oft þær eru sagðar, þó svo að þær séu ekki endilega sannar. Yrðingar eins og „enginn gefur afslátt af neinu“ og „eftir A skapast grundvöllur fyrir B“ eru eins og yrðingin „allt er gott í hófi“ ekki hægt að fullyrða að séu sannar fyrr en sýnt hefur verið fram á það. Og margar þeirra eru þess eðlis að það er ekki einu sinni hægt að sýna fram á að þær séu ekki sannar. Þetta eru yrðingar sem ég kalla fleiprur. Ég hef því enga ástæðu til að trúa þér, og ég hef kosið að gera það ekki. Ég trúi ekki að það snúist allt um peninga og ég trúi þér ekki þegar þú segir að engin vilji gefa afslátt af neinu þegar hlutirnir snúast um eigin hagsmuni. Þegar hlutirnir eru farnir að snúast um hugsjónir þá er fólk tilbúið að gefa hellings slaka á eigin hagsmunum. Ég legg sem dæmi senuna í dreifingu á sjóræningjaútgáfum á netinu. Fólk er tilbúið að leggja stóran hluta af umferðinni í gegnum tölvuna sínu undir eitthvað sem aðrir græða á en ekki þú. Bara vegna til þess að halda senunni gangandi. Einnig eru margir álverssinnar sem eru tilbúinir að gefa stóran afslátt af sínum auðlindum á þess að það þjóni beint þeirra hagsmunum, en þeir vilja halda hugsjóninni sinni gangandi.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 11:30

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað ertu tilbúinn að gefa mikinn afslátt af launum þeirra lægst launuðu?.... og í hversu langan tíma?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 12:20

29 identicon

Tilgangurinn með svarinu hérna að ofan var að berskjalda alhæfingarnar þínar. Yrðingar sem eru gefin sannleiksgildi án þess að þær hafi það. Þessi spurning þín sýnir þannig að þú náðir engu af því sem ég var að segja. Það skiptir ekki máli hverju ég svara. Því þessi spurning er um eitt einstaka dæmi úr flóru sem er sett saman úr mjörgum misjöfnum. Þó svo að ég væri tilbúinn til að gefa 100% afslátt af launum hinna lægst launuðu í 20 ár. Þá myndi það ekki skipta máli því í fyrsta lægi er það ekki mitt að gefa. Og í öðru lagi þá eru mýmörg önnur dæmi sem þyrfti líka að finna og svara. Ég tók dæmi til að grafa undan röksemdafærslunni þinni og sína að hún var röng. Þú ert að taka dæmi til að afvegleiða umræðuna, og þess vegna ætla ég ekki að svara því.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:12

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hangir allt saman og ber að sama brunni.... peningar.

Þetta rennur upp fyrir þér þegar þú verður eldri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 16:15

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fagra hugsjónin þín, þar sem óskilgreind andleg lífsgæði og lífssýn, er ekki mæld í peningum, sú hugsjón kostar peninga.

Í kommúnistaávarpinu eru fyrirheit um samfélag án peninga. "Hver og einn leggur fram vinnu eins og hann heur getu til, og ber úr býtum það sem hann þarf"

Voðalega fallegt.. en jafnframt afskaplega barnalegt. Þetta er ekki hugsað til enda.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 16:19

32 identicon

Haha, persónuleg rök. Aldurinn minn skiptir engu máli varðandi rökin mín. Og þær stjórnmálaskoðanir sem þú gefur mér ekki heldur. Ég er enginn kommúnisti og ég er meira að segja á móti stöðluðum lausnum og kommúnismi er þar engin undantekning. Ég er að benda á að hagkerfið er miklu meira en bara peningar, þó svo að peningar séu hluti af því. Það sem er arðbært fyrir hluthafa þarf ekki að vera haghvæmt fyrir samfélagið. Þetta er engin hugsjón heldur staðreynd sem er innifalin í tungumálið og því nauðsynlega sönn. Ég minnist aldrei á nein óskilgreind andleg lífsgæði né lífsýn og sú staðreynd að það kosti peninga er málinu óviðkomandi.

Ég var að ráðast að þeirri gagnrýni sem þú stundaðir #21 að röksemdarfærslu Andrésar #11 þar sem þú sagðir að hann mætti ekki tala um dýr störf heldur yrði hann að tala um arðbær störf. Ég sagði að þessi rök þín væru ógild og því standa rök Andrésar að störf geta verið dýr.

Hættu svo að reyna að afvegleiða umræðuna. Ég þekki þessa tækni og hún virkar ekki gegn mér. Ef þú getur fundið galla á röksemdarfærslu minni sem fær þín rök til að standa, komdu þá með það. Þangað til skaltu annaðhvort halda áfram að leita eða sætta þig við að þú hafðir rangt fyrir þér.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 17:27

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki að leiða umræðuna eitt né neitt. Það ert þú sem ert að flækja hana með gáfumannlegu tali.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband