Áratuga reynsla í Lapplandi.

Áratuga reynsla er af því að nota íshótel í Lapplandi, bæði Svíþjóðarmegin og Finnlandsmegin, sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Við Helga fórum þangað fyrir sex árum og tókum myndir og viðtöl, sem ég sýndi í Sjónvarpsfréttum.

Fyrir um áratug var prófað að gera svipað á Langjökli á yfirborði jökulsins en augljóslega er miklu traustara og jafnvel skemmtilegra að búa til völundarhús neðanjarðaríshótels í jökli hér á landi eins og nú er loksins farið að athuga varðandi Langjökul.

Búast má við ýmsum mótbárum gegn hugmyndum um neðanjarðaríshöll og hótel í Langjökli, svo sem þá að ísgöngin aflagist smám saman og þurfi viðhald. 

Ef svipaðar mótbárur hefðu verið viðhafðar í Lapplandi hefði aldrei verið gert neitt íshótel þar, því að þau bráðna til grunna á hverju voru og verður að endurbyggja þau árlega. 

Hér á landi eru til gríðarlegir íshelldar í skriðjöklum, sem finnast einn og einn en aflagast síðan smám saman. Reynslan sýnir þó að hver þeirra getur haldið sér í nokkur ár, jafnvel meira en áratug, en síðan myndast nýir. 

Fleiri ferðamenn koma til Lapplands á veturna en allt árið til Íslands. 

Allar mótbárur varðandi það að lengra sé að fara til Íslands frá vestanverðri Evrópu en til samkeppnislanda eru fráleitar, því að það er styttra að fara hingað heldur en til Lapplands. 

Landslag allt og sérstaða er slík hér á landi að landið okkar tekur Lapplandi langt fram. 

Til Lapplands eru ferðamenn laðaðir með því að selja þeim fernt:  Kulda, myrkur, þögn og ósnortna náttúru.

Kuldann og myrkrið hafa Íslendingar hins vegar talið til ókosta og þögnin er nú víða rofin með hvæsandi borholum.

Náttúran í Lapplandi byggist að mestu á snævi þakinni flatneskju með skógum og frosnum vötnum.

Helstu skíðasvæðin eru utan í ávölum ásum.

Þættu þau ekki sérlega merkileg hér.  

Eftir síðasta stríð trúðu evrópsk börn því að jólasveinninn væri á Íslandi og skrifuðu þúsundir bréfa sem okkur var mikill ami af. 

Svo fór að Finnar "stálu" jólasveininum af okkur og fá nú tugþúsundir ferðamanna til Rovaniemi til þess að skoða stórbrotin heimkynni hans, sem þar hafa verið reist. 

Finnar eiga einn jólasvein, hreindýr og frosin vötn og skóga og alþjóðaflugvöll í Rovaniemi.

Við eigum þrettán jólasveina, Grýlu, Leppalúða, tröllinn, álfakóng og álfadrottningu, hreyndýr, frosin vötn og skóga og stór fjöll á austurhálendinu, auk alþjóðaflugvallar á Egilsstöðum. 

En álver var það eina sem gat "bjargað" Austurlandi. 

Finnar fóru út í þessa hluti í mikilli kreppu fyrir fimmtán árum eftir að þeir höfðu hætt við að reisa síðustu st'órvirkjun landsins fyrir stóriðju. 

Í dag dytti engum slíkt í hug þar. En við keyrum á stóriðjuna sem aldrei fyrr. 


mbl.is Vilja gera ísgöng í Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Þögnin er einstakt ríkidæmi sem Íslendingar eiga langt í land með að skynja og skilja.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 16.10.2010 kl. 16:53

2 identicon

Það er semsagt allt í lagi að eyðileggja jökla landsins?

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Áætla má að Langjökull hafi rýrnað um 7% á árabilinu 1997-2006."

"Samkvæmt reikningunum verða aðeins 15% af rúmmáli Langjökuls eftir árið 2090."

"Þess má vænta að jöklar hopi ört alla 21. öld og líklega rýrnar Langjökull örast stóru jöklanna."

Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - Skýrsla vísindanefndar árið 2008

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 18:43

4 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er nú alveg merkilegt hvað þú söngfuglin og flugmaðurin hefur mikið vit á þessu Ómar.

 Ekki það að ég hafi svo mikið meira vit á efninu Ómar, en það virðist nokkuð augljóst að mikill munur er á að byggja göng inn í ísbreiður sem er óstöðugar og á hreifingu eins og jöklarnir okkar eða snjóhús í 20 stiga frosti Lapplands.

Myndir þú taka ábyrgð á tapi mannslífa ef göngin hryndu?

Er ekki stóriðja skynsamlegri kostur?  

Hvað heldur þú að meðallaun hótelvinnumanns/konu séu miðað við verkfræðinga í iðnaði?

Er það umhverfisvænt að þeytast upp um fjöll og firnindi með ferðamenn?

Hvað verður um kyrrðina þá?

Jón Ásgeir Bjarnason, 16.10.2010 kl. 18:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12. 6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336.000 krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Gera má ráð fyrir að það taki starfsmanninn 18-36 mánuði að fá tilskilda þjálfun og réttindi sem liggja að baki fyrrgreindum launum."

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið. Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna
(FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna


Flugfreyjufélag Íslands


Flugvirkjafélag Íslands


Flugumferðarstjórar í BSRB


Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.

Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu. Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.

Um 200
þeirra sem starfa á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum tóku þátt í launakönnun VR í ársbyrjun 2009. Einnig um 200 þeirra sem starfa í flugsamgöngum og um 400 þeirra sem vinna við flutningaþjónustu og samgöngur á sjó og landi, sem ætti að vera marktækt úrtak, enda ólíklegteingöngu þeir sem hæst höfðu launin hafi svarað könnuninni.

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:12

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki koma erlendir ferðamenn til Íslands allt árið.

Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 20:22

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Að bora í jökullinn gerir ekkert til, um að gera og trekkja að ferðamenn!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2010 kl. 22:25

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg er ótrúlegt að sjá menn halda því fram að íshótel inni í Langjökli upp á kannski 0,01 ferkílómetra muni eyðileggja 10000 ferkílómetra af jöklum á Íslandi.

Þetta íshótel verður einn milljónasti af flatarmáli jöklanna og þar að auki allt inni í jöklinum nema kannski tvö eða þrjú op. 

Ómar Ragnarsson, 16.10.2010 kl. 23:39

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Ásgeir Bjarnason virðist trúa því að 450 verkfræðingar vinni í álverinu á Reyðafirði.

Menn, sem ekki hafa komið í þjóðgarða erlendis láta hér gamminn geysa í svartagallsrausi sínu um óviðráðanlegan hávaða og spjöll á svæðum hér á landi, sem myndu verða með miklu minni umferð en samsvarandi svæði erlendis. 

Í Yellowstone þjóðgarðinn koma 2 milljónir ferðamanna á ári og samt er hægt að bjóða fólki þar að ganga eftir göngustígakerfi í nægilegri kyrrð.  

En samkvæmt því sem hér er haldið fram ættu Bandaríkjamenn auðvitað að virkja hina gríðarlegu jarðvarma- og vatnsorku Yellowstone fyrir stóriðju. 

Af hverju dettur engum það í hug þar vestra, - menn sem hafa 132ja ára reynslu af því að reka þjóðgarð?  

Nei, hér dettur mönnum ekki í hug að nýta sér reynslu annarra þjóða heldur kasta fram fáránlegum fullyrðingum af fullkominni vanþekkingu og fordómum. 

Ómar Ragnarsson, 16.10.2010 kl. 23:50

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega því verðum við að berjast á móti þessari rányrkju á landinu til handa væntanlegum stóriðjum!

Sigurður Haraldsson, 17.10.2010 kl. 00:39

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009:

"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.

Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.

Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.


Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband