Október samt vel yfir meðallagi.

Næstu viku er spáð meðalhita í Reykjavík upp á 5-6 stig, sem er aðeins hlýrra en í meðalári, þótt norðlægar áttir verði ríkjandi, því að meðalhiti í október í Reykjavík er 4,5 stig.

Fyrirsjáanlegt er að október verði mun hlýrri en í meðalári þótt svalt verði það sem eftir er mánaðarins.

Ég er nýkominn úr flugi yfir mestallt hálendið og hvergi sést snjór, ekki einu sinni í Öskju, sem er í 1100 til 1500 metra hæð.  Aðeins er hvítt á tindi Herðubreiðar en alautt í Kverkfjöllum, sem teygja sig upp í 1920 metra hæð. 

Ætla að skjóta inn ljósmyndum úr þessu ferðalagi þegar búið er að leysa tæknilegt vandamál, sem kemur í veg fyrir það í augnablikinu. 


mbl.is Veðrabrigði í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara forvitni sko. Ef þú vilt ekki svara þessu, forget it.

Er TH-FRU með IFR útbúnaði?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:29

2 identicon

Snjóar ekki alltaf á suðurlandi í kringum 20 október?

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Alveg ertu frábær, Ómar. Og mikið vildi ég gefa að komast í flugvélina þína. ;-)

Ólafur Þórðarson, 17.10.2010 kl. 03:08

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

TF-FRÚ hefur ekki afísingarbúnað nema á loftinntaki fyrir mæla, sem raunar gera mér kleyft, af því ég hef atvinnuflugmannsréttindi, að fljúga blindflug í neyðartilfelli.

En til þess að hægt sé að fljúga henni að staðaldri í blindflugsskilyrðum þarf það auknar kröfur til búnaðar hennar að það er allt of dýrt. 

Eins og ég hef rakið hefur reglugerð, sem hér var sett, án þess að við Íslendingar værum skyldugir til þess, gert einkaflugið fáránlega dýrt eins og Arngrímur Jóhannsson lýsti vel í Morgunblaðsviðtali fyrir viku. 

Síðasta ársskoðun á FRÚ-nni kostaði þess vegna rúmlega tvær milljónir króna og nú blasir við næsta ársskoðun eftir áramót. 

Kröfur, sem nú eru gerðar til svifflugu á lofti með einn mann utan í Vífilsfellinu eru hinar sömu og gerðar eru til Boeing 747 með 500 farþega á flugi yfir London. 

Fáránleiki þessara krafna sést til dæmis á því að enda þótt lakkið á FRÚ-nni sé afar lélegt og ljótt stenst hún þessar kröfur meðan engin tæring eða skemmd er í yfirborðinu.

Það stafar af því að engar kröfur eru gerðar til málningarinnar á Boeing 747 á flugi með 500 farþega yfir London, af því að hún er ekki máluð nema rétt til að merkja hana eigandanum !

Í sögu flugsins hefur engin flugvél flogið lengur né skemur á málningunni.

Í fyrra  var hálendið að mestu leyti orðið hvítt í byrjun október, Stefán, og oftast hefur það orðið alhvítt um það leyti þangað til allra síðustu árin.

Ómar Ragnarsson, 17.10.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband