17.10.2010 | 12:06
Góðar áherslur en svikin kosningaloforð.
Áherslur Sólveigar Dagmarar Þórisdóttur um aukið lýðræði, mannréttindi, þjóðaratkvæðagreiðslur, betri aðskilnaði þrískiptingar ríkisvaldsikns og óháða lýðræðislaga fjölmiðla eiga mikinn hljómgrunn.
Gallinn er bara sá, að ríkjandi valdastétt sér alltaf til þess að ekkert af þessu fáist fram.
Íslandshreyfingin hélt þessu öllu á lofti fyrir kosningarnar 2007 en enginn vildi hlusta.
Fyrir kosningarnar 2007 voru á lofti loforð um persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þau hafa í raun verið svikin, því að þegar á hólminn er komið vill meirihluti þingmanna alls ekki afsala sér forréttindum, sem meðal annars eru fólgin í því að meirihluti á þingi þarf ekki að hafa áhyggjur af þingsæti sínu, vegna þess að þeir eru í svonefndum "öruggum sætum".
Ég óttast að nokkurn veginn sama verði hvað komandi stjórnlagaþing muni samþykkja, vegna þess að samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður sitjandi Alþingi að samþykkja tillögurnar og að eins muni fara um þær eins og farið hefur um persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur.
Að undanskildum hálfum milljarði til þingsins er það alveg útlátalaust fyrir Alþingi að sefa lýðinn með því að lofa honum að blása á stjórnlagaþingi.
Eftir sem áður getur Alþingi eytt málinu að vild þegar þar að kemur.
Vill aukið lýðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðinn þarf að vera duglegri, að standa fyrir utan Alþingi, og mynna á,
kosninga loforð, td. frjálsar handfæra veiðar, sem mundu leysa allan
atvinnu vanda Íslendinga!!!
Aðalsteinn Agnarsson, 17.10.2010 kl. 12:31
Sammála þér Ómar, rót vandans er Alþingi hagsmunahópa.
Okkur vantar 63 einstaklinga sem eru þverskurður þjóðarinnar inn á Alþingi og svo faglegan stuðning við þá í lagagerðinni, þannig verður til Alþingi Íslendinga en ekki kostaðra fulltrúar hagsmunasamtaka.
Það er sorglegt hvað fjölmiðlar gera lítið að því að endursýna þætti frá kosningabaráttunni til að fólk geti rifjað upp hvað var sagt og séð svo hvað er gert.
Það hjálpar kannski fólki út úr þessu hefðarkjöri og fær því kjark til að breyta til næst.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.10.2010 kl. 13:29
Því betur sem stjórnlagaþing kynnir sínar niðurstöður því erfiðara verður fyrir Alþingi að breyta þeim. Stjórnlagaþing hefur líka heimild til að setja niðurstöðu sína í þjóðaratkvæði ÁÐUR en Alþingi tekur hana til meðferðar. Eftir það væri nú töluvert erfiðara fyrir Alþingi að gera miklar breytingar.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.10.2010 kl. 13:35
Eva Joly: Ísland á að ganga í Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 15:17
"Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði deildar meiningar vera innan Vinstri grænna vegna málsins því persónukjör samrýmist ekki áherslu um jafnrétti kynjanna og jafna stöðu þeirra á framboðslistum.
Sjálfur sagðist hann fylgjandi þessu máli."
Persónukjör samrýmist ekki jafnréttisbaráttu
Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 16:34
Fólkið í landinu er lýðræðið fólk sem sinnir ekki lýðræðinu skaðar lýðræðið
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:37
Það er opin leið í dag - að Alþingi ákveði að þegar þingmenn verða ráðherrar - þá segi þeir af sér þingmennsku.
Það þarf engum lögum að breyta til að gera þetta. Þetta er heimilt en það þarf vilja um breyttar áherslur
Það er ekkert "hálfs dags verk" - að vera ráðherra. Væri þetta gert - kæmi strax fram skýrari línur milli löggjafar og framkvæmdavalds - og það er einmitt það sem vantar.
Ég hafði áhuga á þessu stjórnalagaþingi - er er gjörsamlega búinn að missa áhugann - þetta virðast allt - enn ein sýndarmennskan.... þó viljinn sem fyrir hendi .. þá er eins og ekkert geti breyst... Sjálfstæði Alþingis er allt of lítið - það mætti laga með því að ráðherrar yrðu að segja af sér þingmennsku
Kristinn Pétursson, 18.10.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.