"...ekkert sem getur bilað...getur bilað....getur bilað..."

Í fréttum af sjálfstýrðum bílum er því haldið fram að ekkert í þessum sjálfstýringum framtíðarinnar geti bilað. Það minnir mig á söguna af öðru tækniundri, sem tekið var í notkun, þ. e. algerlega sjálfstýrð flugvél, án flugmanna.

Rödd sjálfvirks búnaðar, sem kom í stað flugstjórans, bauð farþega velkomna, sagði frá því hver fyrirhugaður flugtími og flugleið yrðu og endaði með því að segja: "Í þessum nýja sjálfstýribúnaði er ekkert sem getur bilað.....getur.....bilað.....getur bilað.....getur bilað.....getur bilað.....getur bilað........."


mbl.is Enginn verður við stýrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Arnold Schwarzenegger og sjálfstýrði bíllinn:

http://www.youtube.com/watch?v=IjRXyWFLkEY

Theódór Norðkvist, 18.10.2010 kl. 02:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óbilandi Ómars trú,
á ótrúlegri TF-FRÚ,
upp'á Mogga átomat,
ekki flýgur það rassgat.

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 04:05

3 Smámynd: Einar Steinsson

Það er eins og mig minni að árið 1912 hafi siglt frá Bretlandi skip sem gat ekki sokkið...

Einar Steinsson, 18.10.2010 kl. 08:20

4 identicon

Varla mun koma til þess að flugvél verði sent í loftið, þétt setinn af fólki, án þess að einn eða tveir menn fylgist með því sem autopilot er að bauka. En höfum í huga að flest flugslys verða vegna mistaka flugmanna, þótt þeir séu tveir með fjögur augu. Það eru til ótrúlegar sögur um controlled flight into terrain (CFIT). Controlled flight into terrain (CFIT) describes an accident in which an airworthy aircraft, under pilot control, is unintentionally flown into the ground, a mountain, water, or an obstacle.[1] The term was coined by engineers at Boeing in the late 1970s.[2] The pilots are generally unaware of the danger until it is too late.According to Boeing, CFIT "is a leading cause of airplane accidents involving the loss of life. There have been over 9,000 deaths due to this since the beginning of the commercial jet age."[1]

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband