Krafan um endanlausan vöxt.

Krafan um endanlausan hagvöxt og verðbólgu hefur verið einn af burðarásum hagstjórnar í heiminum.

Hún hefur verið svo grunnmúruð, jafnt í þróuðum ríkjum sem í þróunarlöndum, að það hefur verið talið sérstaklega eftirsóknarvert, sem Kínverjar og Indverjar hafa verið að gera, sem sé að ná minnst 7% hagvexti á ári. 

Annars geti þessi lönd ekki veitt íbúum sínum þau lífsgæði, sem sárlega vantar. 

En gallinn við þessa kröfu er sá að hún er það sem kallað er "expónental", þ. e. hún stenst engan veginn til lengdar og það er einfalt reikningsdæmi að sjá af hverju.

7% vöxtur á ári þýðir tvöfaldan vöxt á 10 árum,  fjórfaldan á 20 árum, áttfaldan vöxt á 30 árum, 16-faldan vöxt á 40 árum, 32- faldan vöxt á 50 árum, 64-faldan vöxt á 60 árum og 128-faldan vöxt á 70 árum. 

Svo að dæmi sé tekið um orkubúskap veraldar, þá hefur orkunotkun mannkynsins verið af þessum toga síðustu 60 ár.

Afleiðingin er trítilóð ásókn í takmarkaðar orkulindir sem getur ekki endað nema á einn veg, - með hruni. 

Þegar er komið að þeim punkti að sífellt verður erfiðara og erfiðara að finna olíulindir og æ erfiðara og dýrara er að ná olíunni úr þeim. 

Með jöfnu millibili koma bjartsýnisfréttir um fund nýrra olíulinda, oftast á norðlægum slóðum. 

Þessar fréttir virðast helst þjóna þeim tilgangi að skapa bjartsýni og traust og skyggja á þá höfuðstaðreynd sem helst má ekki koma fram.

Þegar skyggnst er undir yfirborðið og viðurkenndar tölur um þetta skoðaðar, sést nefnilega að langstærsti hluti þeirrar olíu, sem vinnanleg er á jörðinni, er í Arabalöndunum, og að þær olíulindir eru takmarkaðar og endast varla nema örfáa áratugi í viðbót. 

2007 var skrifað Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu þar sem því var spáð í fullri alvöru að Ísland gæti orðið "Bahrain norðursins". 

Engar tölur voru nefndar en þær voru fólu reyndar í sér að þótt öll fáanleg orka á Íslandi væri nýtt til að senda hana um sæstreng til Evrópu myndi hún verða langt innan við eitt prósent af orkuþörf álfunnar ! 

Kynslóðum framtíðarinnar á eftir að verða starsýnt á línuritið yfir orkunotkun mannkyns. 

Línan liggur ofurlágt, rétt yfir botninum, árþúsundum og öldum saman en rís síðan upp og fellur aftur niður eins og risastór spjótsoddur í stystu öld mannkynssögunnar, olíuöldinni, sem varaði aðeins í 150 ár. 

En það er nánast eins og augnablik miðað við lengd annarra alda eins og steinaldar og bronsaldar. 


mbl.is Verðbólga í Bandaríkjunum of lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna:

http://www.youtube.com/watch?v=F-QA2rkpBSY

Er fyrirlestur sem ætti að vera skyldufag, en okkar spekúlantar virðast algerlega hafa farið á mis við þetta. Ég get komið með skot á þá seinna, en hvet alla til að skoða þennan fyrirlestur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD


Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 10:52

4 identicon

Takk Ómar fyrir þennan pistill. Ég var búinn að afskrifa þig sem grænan kapítalista. En þá kemur þú allt í einu með megin rök þess að grænn kapítalismi virkar ekki. Þessi eilífa leit af „einhverju öðru“ er það sama og að grípa í tómt. Loftslagsbreyingar, kreppa, náttúruníð, fátækt, mismunun, stríð og margt fleira eru allt einkenni af sama heilkenninu, kapítalisma. Það gengur ekki að finna nýjar og „grænni“ leiðir til að svala neyslunni. Það þarf að slá á neysluna til að bjarga náttúrunni. Og krafan um stöðugan hagvöxt er, eins og þú bendir snilldarlega á, eitt af því augljósasta sem þarf að afbyggja.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:30

5 identicon

En ekki taka mig á orðinu. Hérna er grein sem birtist í 3. tbl. Svarts svans og er um grænan kapítalisma, gagnrýni á hann og andspyrnuna gegn honum

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:40

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

CCP á Grandagarði í Reykjavík selur áskrift að tölvuleiknum (Netleiknum)  EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og erlendir áskrifendur eru nú tæplega 300 þúsund talsins.

Tekjur CCP af EVE Online eru samkvæmt því um 600 milljónir króna á mánuði, eða um sjö milljarðar króna á ári, miðað við núverandi gengi, og jukust að sjálfsögðu í krónum talið með gengishruni krónunnar nú í haust. Gengi krónunnar mun hins vegar hækka frá því sem nú er en áskrifendunum fjölgar jafnt og þétt.

Um sjö milljarða króna gjaldeyristekjur á ári af þessum eina tölvuleik nægja til að greiða laun um tvö þúsund manna með 300 þúsund króna tekjur á mánuði, til dæmis í álveri.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu hins vegar um 500 manns í lok síðastliðins árs, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, fái þar nú 308.994 króna mánaðarlaun.

En Norðurál þarf að sjálfsögðu að flytja inn gríðarmikið hráefni til framleiðslu sinnar.

Steini Briem, 19.10.2008 kl. 23:22

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 14:25

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Allir á handfæri, frjálsar handfæra veiðar, leysa atvinnuvanda Íslendinga!!

Aðalsteinn Agnarsson, 18.10.2010 kl. 16:36

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

308.994 kr. mánaðar kaup hjá Norðuráli ?

Þetta gæti fólk haft auðveldlega á 1/2 degi, fengju Íslendingar frjálsar handfæra

veiðar!!

Aðalsteinn Agnarsson, 18.10.2010 kl. 16:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru nú til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið, Alþingi, Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Borgarbókasafnið, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Þar að auki er í Kvosinni fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám, verslunum og bönkum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina í Reykjavík eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Hvergi í heiminum eru því að öllum líkindum skapaðar jafn miklar tekjur á hvern vinnandi mann og í 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 16:59

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 17:43

11 Smámynd: Kommentarinn

Flott grein Ómar það er samt sama hversu oft þetta er sagt þá lemja menn bara hausnum við stein. Það verða miklar breytingar á næstunni þegar það fer líklega að hægja á olíuframleiðslu. Menn ættu að googla "peak oil" Þá verður neikvæður vöxtur á heimsvísu óumflýjanlegur sama hvað við reisum margar stíflur hér á landi. Kerfið mun breytast fljótlega sama hvað menn gera.

Kommentarinn, 19.10.2010 kl. 00:12

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er reyndar til mjög mikið af orku!

  • Mér skilst að ef hægt væri að þekja innan við 10% af því sem samsvarar yfirborði jarðar með sólarorku sellum, þá fengis öll sú orka sem krafist er.
  • Þetta væri mikð yfirborð - náttúrulega þ.s. allt þurrlendið er rétt rúml. 20% yfirborðs.
  • En miðað við núverandi orkunotkun, værum við að tala um milli 2-3%.

------------------

Ég held ekki að við þurfum að yfirgefa hagvöxt.

  • Hann er reyndar forsenda þess, að hægt sé að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir.
  • Þessi fullyrðing hljómar ef til vill öfugt í eryum einhvers - en, fráhvarf frá hagvexti myndi leiða til útbreiddrar hungusneyðar eftir nokkur ár - þ.s. víða er enn mikil mannfjölgun.
  • Slíkt myndi leiða til mjög hættulegs ástand í heiminum - en ekkert væri skaðlegra fyrir náttúruna en stórfelld styrrjaldar átök.

Þ.e. seinni punkturinn - að ástandið er einfaldlega komið of langt, til þess að yfirgefa hagvöxt sé valkostur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 02:24

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rúnar Berg Baugsson, 18.10.2010 kl. 13:30

---------------------

Vandi þeirra hugmynda er sá - að afturhvarf myndi framkalla Maltusar vandamálið.

En Jarðarbúar eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að brauðfæða þá án "industrial scale agriculture" ásamt allri þeirri tækni sem því tilheyrir þ.e. "modern industrialised society".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband