Næstmikilvægasti kvennafrídagurinn?

Kvennafrídagurinn 25. október 1975 var að sönnu mikilvægasti dagur jafnfréttisbaráttunnar hér á landi og þótt víðar væri leitað.

Mikilvægi dagsins í dag er lítið minna, vegna þess gríðarlega fjölda sem tók í þátt í honum í það slæmu veðri, að margir voru ekki bjartsýnir á mikla þátttöku. 

Ef áberandi fámennt hefði verið í dag hefði það að vísu verið skiljanlegt en ekki beint uppörvandi. 

Ótrúlega mikil þátttaka í dag er hins vegar stórsigur fyrir jafnréttisbaráttuna og mikið gleðiefni.


mbl.is Ótrúleg samstaða kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

1975 hélt ég að jafnrétti væri náð. En ég var bara krakka kjáni.  Fyrir bara 15 árum voru sett lög um Tæknifrjógvun það sem einn aldur var fyrir konur 42 og annar fyrir Karla 50. Svo þegar ég fór í mál þá var í raun eingu breitt. Það má mismuna konum og körlum á Íslandi og það má brjóta mannréttinda sáttmála.  Við skulum ekki halda upp á neina sigra sem ekki hafa verið unnir. Það eru bara tvö ár síðan hæðstiréttur feldi þennan dóm og án útsýringa á dómnum. 

Sem kona vil ég vera metin eftir getu ekki kennitölu og kyni. Konur fá ekki að fara í glasa þó að þær hafi sannað getu sína og verið ófrískar viku fyrr, ef þær eru 43 ára. Og enginn þarf að gefa neina skýringu fyrir mismuninum.  Ég fer ekki með fleipur lítið bara á málsgögninn. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 26.10.2010 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband