Sama bullið áfram?

Ísland sem minnst spillta land heims einmitt á þeim tíma sem hún var einna mest hér var auðvitað í besta falli brandari en í raun einhver dapurlegasti fáránleiki svona kannana.

Þegar kafað var betur ofan í forsendur þessarar einkunnar sást, að forsendur hennar voru algerlega galnar gagnvart okkur. Þetta kom meðal annars vel fram í mynd Gunnars Sigurðssonar þegar hann heimsótti þessa stofnun, sem stendur að baki einkunnagjöfinni.

Í okkar fámenna samfélagi kunningsskapar, ættar- vensla- og vinatengsla hefur alla tíð þrifist sérkennileg gerð spillingar sem hefur speglast í endalausri barátttu um auð ög völd, allt frá deilum þeirra Hafliða og Þorgils til dagsins í dag. 

Öll saga okkar er lituð af þessu böli, sem Halldór Laxness lýsti svo eftirminnilega og vel í frægum sjónvarpsþætti sem að sjálfsögðu var þurrkaður út. 

Eitt eftirminnilegasta atriði myndar Gunnars Sigurðssonar var heimsókn hans í höfuðstöðvar Transparency International þar sem hann mætti einstökum hroka og yfirlæti þeirra sem þar ráða ríkjum. 

Vafi hlýtur að leika á því að vinnubrögð eða forsendur fyrir nýjasta listanum hafi lagast mikið miðað við þessi viðbrögð. Líklegast að um sama bullið sé að ræða og fyrr. 


mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Mér finnst nú bara mjög góð einkunn hjá okkar ástkæra landi að vera í 11. sæti yfir minnst spilltu lönd heims og það eftir allt saman, þó svo að eflaust megi endalaust deila um forsendurnar, en það hlýtur að ganga jafnt yfir alla og koma því svipað út.

Auðvitað var spilling á Íslandi, sérstaklega í aðdraganda hrunsins og í viðskiptalífinu og bankageiranum sérstaklega og smitaði inní pólitíkina líka. Þó í minna mæli væri, því þar var meira um ákveðna meðvirkni að ræða með bankafurstunum og viðskiptajöfrunum og meintri "velgengni" þeirra.

En þessi spilling er líka grasserandi víðar í heiminum og bankageirinn um allan heim yfirfullur af spillingu og misnotkun fjármuna og valda í skjóli bankaleyndar og skorts á lögum og reglum um þessi fyrirtæki. 

Ég bý nú á Spáni, en hef lengst af búið á Íslandi en ég fullyrði að spillingin hér er grasserandi upp úr og niður úr í öllu þjóðfélaginu, bæði innan viðskiptalífsins, bankageirans. embættisaðalsins og pólitíkurinnar og ættartengsla og vina og kunningjagreiða en einnig er grasserandi spilling innan sjálfrar lögreglunnar.

Íslenskir stjórnmálamenn og flestir atvinnurekendur líta út eins og kórdrengir miðað við þessa Spænsku " spillingarmafíósa" og þetta er rótgróinn spilling sem búinn er að vera hér lengi og lagast ekkert því að allir sam sama sig þessu.

Enda er Spánn mjög neðarlega á þessum lista.

Athyglisvert er að af 27 löndum ESB eru aðeins 4 Esb ríki talin búa við minni spillingu en Ísland, það eru Norðurlöndin 3 sem eru í ESB, þ.e. Danmörk, Svíþjóð og Finnland og svo er Holland þar líka. Þannig að af 27 ESB ríkjum eru 23 ESB ríki fyrir neðan okkur.

Ég tel því allt tal um að spilling minnki við ESB aðild vera algjört rugl.

Reyndar er ýmislegt sem bendir til þess að hún myndi aðeins aukast því að þá verða matarholurnar fleiri, allskonar styrkjakerfi sem er grimmt misnotað og svo er stjórnkerfið flóknara og valdið falið og fjarlægt.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur Ingvarsson,

"Auðvitað var spilling á Íslandi, sérstaklega í aðdraganda hrunsins og í viðskiptalífinu og bankageiranum sérstaklega og smitaði inní pólitíkina líka."

Sem sagt engin spilling í íslenskri pólitík fyrir einkavæðingu bankanna og engin spilling í bönkunum fyrir einkavæðinguna!

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 12:14

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Spilling er okkar löstur og ég hef ekki farið varhluta af því að reyna að vinna gegn henni!

Sigurður Haraldsson, 26.10.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Spáni fann loks spilltan mann,
en Spanjólana elskar hann,
á spænskum pæjum rassinn rann,
raunasögur margar kann.

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 13:52

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég er sammála þér Ómar um að þessi mæling sé síður marktæk fyrir Ísland, m.a. út af fámenninu.  Það sem er aðallega skoðað í þessari spillingarvísitölu eru mútur og spilling innan stjórnmála og fyrirtækja.

Ekki þarf að koma neinum á óvart að þessi vísitala mælir Rússland með einkunnina 2 komma eitthvað í einu af neðstu sætunum.  Ein rússnesk stjórnmálakona lýsti þessu sem "It's a situation of national shame."  Mér finnst þetta vera vísbending að mælistikan sé nú ekki algjört bull, þó hún virðist vera það í okkar tilfelli.

Þegar hægt verður að skilgreina einkavinabittlinga og klíkuskap,sínu rétta nafni "mútur" þá gæti þessi vísitala farið að spegla meira raunveruleikann í okkar tilfelli.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.10.2010 kl. 16:14

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Margir Íslendingar eru ótrúlega útspekúleraðir í að dæma sig og þaðjóðfélag sitt mjög hart sérstaklega inná við.

Þetta er oft háttur smærri samfélaga sem hafa einhvern snert af minni máttarkennd gagnvart öllu því sem fjarlægt er og stærra en þeir.

Ég man alltaf vel eftir því þegar  ég bjó um nokkurra ára skeið í tæplega millistóru sjávarþorpi útá landi og það átti auðvitað undir högg að sækja eins og mörg önnur á mörgum sviðum en hafði annars á að skipa mörgu mjög framsæknu og duglegu fólki og líka góðum og þróttmiklum fyrirtækjum smáum og stórum og menningarlífi og náttúrperlum. Margir utanaðkomandi heilluðuust að þessu þorpi og því sem það hafði uppá að bjóða.

Ég átti að heita á þessum tíma einn af framámönnum þessa samfélags. En fljótlega varð ég var við að margir inngrónir og lítt sigldir heimamenn höfðu það oft helst fyrir stafni að bölsóttast yfir öllu þessu samfélagi sínu, fyrirtækjum þess og framámönnum og einstaklingum sem það byggðu.

Það kom mér svo virkilega á óvart stundum þegar ég heyrði þessa sömu bölmóða fara í annað byggðarlag og tala þá um hvað allt væri rosalega flott og gott hjá þeim og tæki öllu fram og meira að segja ég varð oftast talinn til helstu snillinga þessa sama volaða samfélags, eins og þeir oftast töluðu heima fyrir.

Svona eru íslendingar oft líka þegar þeir dæma sjálafan sig innanlands.

En að vera nú af virktri og viðurkenndri Alþjóðastofnun talin vera í ellefta sæti þar sem minnsta spilling er í þjóðfélagi er ekkert annað en stór viðurkenning á því að við erum ekki svo slæm almennt þrátt fyrir allt það skelfilega sem á undan er gengið.

Skoðiði Ítalíu Berlusconis, eins af stofnríkjum ESB.

Landið er kolrautt á kortinu og skipar sér á bekk með verstu alræðis- og spillingar ríkjum heims. 

Allt er gerspillt og vaðandi í mútum og flokks- og frændhygli og lögreglan og meira að segja dómsvaldið er gerspillt. 

Gunnlaugur I., 26.10.2010 kl. 17:17

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Á hinn bóginn halda sumir því jafnvel fram að landlæg þjóðarremba sem lýsir sér í því að Íslendingar eru pikkfastir í eigin nafladýrkun, sé vottur af minnimáttarkennd.

Og enn aðrir halda því fram að það hafi verið  "meirimáttar" kennd sem hertók nokkra Íslendinga svo harkalega, að þeim tókst að taka þjóðina með sér niður í dramb fallinu.

Meiri sjálfsgagnrýni og hóflegri sjálfsdýrkun er blanda sem þessari útgrónu og sigldu íslensku konu hugnast betur, þó svo að finna megi lönd sem eru "miklu verri"!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.10.2010 kl. 17:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Soðna ýsu fékk á Fróni,
hjá forsetanum Berlusconi,
brókarlaus í Bláu lóni,
með Bjarnasyni honum Jóni.

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 18:23

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.2009:

"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."

Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 26.10.2010 kl. 18:27

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir með þé r hér Ómar.  Svona kannanir eru ansi afstæðar og háðar því hvað menn kalla hvað og og meta sem hitt, svona í einhverju heimatilbúnu ályktanahrapi. Það eru ekki bara forsendurnar sem ráða þar heldur líka þær sem ekki eru teknar inn í dæmið, sem og sá skilningur sem lagður er í hugtökin í forsendunum.

Hamingju, ánægju og bjartsýnisstuðull er líka mældur hér á  svipað hæpnum grunni. Það ber svo að hafa í huga að oft eru svona kannanir hluti af ákveðnum spuna og huldum markmiðum hagsmunaaðila og því eru forsenurnar handvaldar af þeim sem kannanirnar kaupa og stundum látið hjá líða að nefna þær.

Það er afar augljóst í því sem þú nefnir, þegar við vorum mæld spillingarlaus á meðan við vorum að drukkna í henni.  Það voru Orwellísk öfugmæli eða Doublespeak af verstu sort og ekki sýnt að það sé ekki nú.  

Tek ofan fyrir yfirvegun og skynsemi í athugasemdum Jennýar. Fátítt glögg manneskja þar á ferð.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 02:02

11 identicon

Ég man eftir því þegar þetta var birt. 2006 eða seinna? Var ég þá að byrja að þefa af hinni séríslensku spillingu, sem birtist í því að ekki fer fé milli manna, en misnotkun á valdi og allskonar hrossakaup eru í flóknu og samofnu þröngtafli. Ættir, flokkar, kunningsskapur, tengsli (skólafélagar o.fl), og margt fleira býr til þvílíkan vef, að engin leið er til að mæla áhrifin.

Ég hló mig máttlausan yfir greininni, og var spurður af Evrópskum heimilismanni hvað væri svona fyndið við þetta, Íslendingar skyldu nú vera þarna stoltir.

Og svarið sem mér datt í hug var "Af því að spillingin hérna er svo pottþétt, að hún mælist ekki einu sinni"

Þetta er svo allt að koma í ljós......

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband