29.10.2010 | 09:50
"Djók"? "Geimórar"?
Ég er orðinn það gamall að ég man eftir því hvernig fólk tók því þegar 1954 var fluttur í ríkisútvarpinu pistill um það að svo kynni að fara í framtíðinni að sendir yrðu menn til tunglsins.
Þessu var jafnvel tekið sem einskonar brandara eða hugarórum hálfklikkaðra vísindamanna eða í besta falli áhugaverðum vangaveltum um vísindaskáldsagna.
Ég man að í tengslum við þetta varð til nýyrðið geimórar.
Ef einhver hefði spáð því hér heima 1954 að eftir aðeins 13 ár myndu tunglfarar koma til Íslands og fara upp í Öskju til að æfa sig fyrir tunglferð, sem farin yrði tveimur árum síðar, hefði sá hinn sama verið talinn í meira lagi klikkaður.
Ef einhverjum hefðu þar á ofan dottið það í hug að þessi tunglfaraferð yrði notuð í framtíðinni til að lokka ferðamenn inn í Öskju hefðu það sjálfsagt verið kallaðir geimórar, svipað því sem menn sögðu í upphafi um þá hugmynd að gera út báta til hvalaskoðunarferða.
Þótt tímaritið Time hafi fyrir áratug verið með margra blaðsíðna umfjöllun og forsíðumynd um þann möguleika að senda menn til mars og stofna þar nýlendu hafa flestir kinkað kolli vorkunnsamlega til mín þegar ég hef verið að greina frá því gildi, sem ósnortnar gosstöðvarnar á Gjástykkis-Leirhnjúkssvæðinu geta haft í framtíðinni vegna þess að alþjóðleg samtök áhugafólks um marsferðir hafa valið Gjástykki sem hentug svæði fyrir marsfara framtíðarinnar til að búa sig undir ferðir þangað.
Helsti viðmælandi Time, Bob Zubrin, kom hingað til lands gagngert til þess að kanna þetta og þremur árum síðar kom sérstök sendinefnd samtakanna hingað líka til þess að ljúka verkinu.
Djók? Geimórar? Það voru líka tunglferðirnar 1954.
Kanna möguleika á nýlendu á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bráðum aftur halda heim,
Húsvíkingar út í geim,
graðga í sig mæru á Mars,
Molbúar á Hole og Arse.
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 11:35
Erfiðleika stigið við lendingu á Mars er umtalsvert meira.
- Af þessum ástæðum legg ég til að sett sé upp fjölþjóðleg Tunglstöð, einfaldlega til að þróa aðferðir til varanlegrar viðveru í geymnum.
- Má vera að Kínv., Indv., Evrópa, Rússl., Bandar. og jafnvel Brasilía myndu öll hafa áhuga. En hagstætt er að senda farið upp frá geimskotstöð sem Evrópumenn reka í Brasiliu í samstarfi við Brassa.
- En, hagstæðast er að senda för upp sem næst miðbaug, til að nýta sér snúning Jarðar.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 29.10.2010 kl. 17:14
Það er svo mikið loft í Þingeyingum að Marsferðir eru ekkert vandamál fyrir þá.
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 17:29
Shame on you, Steini Briem.
Kveðja frá Húsavík, HK
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 18:10
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 19:16
Móðurafi sonar míns er Pétur ljósmyndari á Húsavík en hann er þar aðkomumaður.
Þorsteinn Briem, 29.10.2010 kl. 19:21
Gott að heyra þetta Steini Briem. Guðný, kona Péturs, er bekkjasystir mín úr barnaskóla. Kv. HK
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 00:01
Gaman að vita það, Haukur minn.
Þorsteinn Briem, 30.10.2010 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.