31.10.2010 | 11:04
Ekki öll eggin í sömu körfunni.
Höfuðröksemdin fyrir Blönduvirkjun var sú, að hún væri utan eldvirks svæðis og að það gæti verið varasamt að hafa öll eggin í sömu körfunni, þ. e. að allar helstu stórvirkjanir Íslands væru á hinu eldvirka Tungnaár-Þjórsársvæði.
Nú er það svo að áhöld eru um hvort Hofsjökull, sem Blanda kemur úr, teljist eldvirkt svæði en á sínum tíma tóku menn því sem svo að engin hætta væri á eldsumbrotum þar, sem gætu skilað hamfaraflóði í Blöndulón.
Þótt ég gæfi ekki opinberlega upp afstöðu mína til Blöndvirkjunar á sínum tíma vegna þess að ég var starfandi fréttamaður, var ég hlynntur virkjuninni á framangreindum forsendum en hefði þó viljað, að farið hefði verið eftir tillögum Páls Péturssonar og fleiri þess efnis að hafa lónið mun minna.
Það er hins vegar neyðarlegt, að varðandi virkjanir á Norðausturlandi og Suðvesturlandi vilja menn nú endilega hafa "öll eggin í sömu körfunni" og jafnvel fleiri egg en eru til.
Með tilkomu álvers á Bakka verður einu erlendu stórfyrirtæki afhent öll nýtanleg orka á svæðinu frá Skagafirði og allt austur til Austfjarða og fyrirsjáanlegt að engir aðrir kaupendur muni komast að næstu hálfa öldina að minnsta kosti.
Í ofanálag ætla menn í fúlustu alvöru að afhenda þessu stórfyrirtæki virkjanirnar líka og gefa því í raun þar með frítt spil um orkuverð ofan á það að vera allsráðandi í atvinnumálum á hálfu landinu.
Svipað er uppi á teningnum á Suðvesturhorninu að álfurstunum verði afhent öll fáanleg orka og öll orkueggin okkar sett í álkörfuna.
Meðan þessi áform eru uppi auk þess álitshnekkis sem Græðgisbólan og Græðgishrunið hefur valdið okkur er eðlilegt að aðrir hugsanlegir orkukaupendur hiki við að eiga við okkur viðskipti.
Stór skjálfti við Blöndulón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú talar um að verið sé að "afhenda" orkuna til erlendra stórfyrirtækja, eins og verið sé að gefa hana. Það er reyndar áróður sem andstæðingar virkjanaframkvæmda hafa reynt að koma á framfæri undanfarin ár, en er tóm vitleysa eins og allar afkomutölur Landsvirkjunnar bera með sér.
Ég man vel eftir því Ómar, þegar þú misnotaðir aðstöðu þína sem "ríkisfréttamaður" í umfjöllun þinni um Blöndulón á sínum tíma. Þér fannst mikil eftirsjá í túndrunni sem fór undir lónið og sýndir myndir af þessu "skemmdarverki" á náttúrunni.
Það má vel vera að einhverjum örfáum hafi þótt eftirsjá í þessu landi en það er ólíðandi að örlítill öfga- minnihlutahópur í landinu hafi mann á launum hjá ríkinu við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í öflugasta og dýrasta miðli sem völ er á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 12:24
Það er svo að lesi maður pisil um náttúruvernd spyr maður sig þegar nálgast niðurlag: Hvar er Gunnar?
Og sjaldnast lætur hann á sér standa. Það er að sönnu heilagur réttur hans að hafa öfgaskoðanir en hins vegar heilagur réttur annarra að hafa aðrar og þá jafnvel andstæðar hans. Það virðist honum þó falla illa og vill að allir ríkisstarfsmenn, amk, hafi „réttar“ skoðanir og annað sé ólíðandi. Hvað má þá álykta af þessu um umburðarlyndi og lýðræðisást Gunnars?
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 14:12
Að sjálfsögðu eiga allir rétt á sínum skoðunum, hef ég haldið öðru fram? Það hafa líka allir rétt á að gagnrýna skoðanir annarra, án þess að vera sakaðir um að vera illa við andstæðar skoðanir, eða að vilja þagga niður í þeim.
Ég vil hins vegar ekki ... og mér er illa við að skattpeningar mínir fari í að greiða mönnum laun fyrir að bera út pólitískar skoðanir sínar og þá skiptir reyndar engu máli hvort skoðanirnar eru öfgakenndar eða ekki. Fréttamenn, og sérstaklega þeir sem vinna hjá hinu opinbera, eiga að segja fréttir", en ekki matreiða þær eftir eigin smekk.
Svona bulli í þorvaldi er hins vegar ætlað að þagga niður í mér. En það verður aldrei, þið þurfið að drepa mig til að ykkur takist það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 14:34
Frjálsar handfæraveiðar, leysa fátækrar og atvinnu vanda Íslendinga!
Aðalsteinn Agnarsson, 31.10.2010 kl. 14:40
Engin þjóð hefur logið meira að sjálfri sér og öllum heiminum en Íslendingar.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:21
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:23
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:24
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:25
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:27
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi."
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:28
3.10.2009:
"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.
Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.
"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.
Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.
Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:29
"Á þriðja ársfjórðungi 2010 fæddust 1.300 börn en 490 einstaklingar létust. Og á sama tíma fluttust frá landinu 510 einstaklingar umfram aðflutta.
Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust brott frá landinu."
Landsmönnum fjölgar ekki
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:30
CCP á Grandagarði í Reykjavík selur áskrift að tölvuleiknum (Netleiknum) EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og erlendir áskrifendur eru nú tæplega 300 þúsund talsins.
Tekjur CCP af EVE Online eru samkvæmt því um 600 milljónir króna á mánuði, eða um sjö milljarðar króna á ári, miðað við núverandi gengi, og jukust að sjálfsögðu í krónum talið með gengishruni krónunnar nú í haust. Gengi krónunnar mun hins vegar hækka frá því sem nú er en áskrifendunum fjölgar jafnt og þétt.
Um sjö milljarða króna gjaldeyristekjur á ári af þessum eina tölvuleik nægja til að greiða laun um tvö þúsund manna með 300 þúsund króna tekjur á mánuði, til dæmis í álveri.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu hins vegar um 500 manns í lok síðastliðins árs, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, fái þar nú 308.994 króna mánaðarlaun.
En Norðurál þarf að sjálfsögðu að flytja inn gríðarmikið hráefni til framleiðslu sinnar.
Steini Briem, 19.10.2008 kl. 23:22
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:32
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
...segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins.
Þetta er ótrúlega vitlaus fullyrðing, sérstaklega þegar hún kemur frá manni sem á að vera betur upplýstur en þetta.
Stóriðjuandstæðingar hafa notað þennan frasa "dýr störf", án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að segja.
Það er svona álíka vitlaust að tala um "dýr störf" í neikvæðri merkingu þess orðs, eins og að gagnrýna einhvern fyrir að ávaxta of mikla peninga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 15:38
"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 15:45
Það að velja fréttir til birtingar er birting skoðana. Skiptir þá ekki máli hvort fréttamaður styður valdhafa, eða ríkjandi ástand, eða er gagnrýninn á þá. Það að kalla stuðning ríkjandi skoðana eðlilegan og hlutlausan en gagnrýnar fréttir „ólíðandi“ birtingu ber vitni um verulegan misskilning á eðli fjölmiðlunar og fréttamennsku. Sá sem birtir eingöngu það sem valdhöfum er þóknanlegt er „kranablaðamaður“ og þykir ekki til eftirbreytni hugsandi mönnum. Hinir, sem eru gagnrýnir og veita stjórnvöldum aðhald eru vitaskuld krossfestir enda „ólíðandi“ að fleiri en eitt sjónarmið komi fram í ríkisfjölmiðli. Væru slík sjónarmið ríkjandi er líklegt að Gullfoss hefði verið virkjaður og öruggt að Laxárdal og Mývatnssveit hefði verið sökkt.
Og það að háttvirtur viðmælandi minn kalli stuðning annarra skoðana en hans „bull“ segir vitaskuld miklu meira um hann en mig. Og honum til huggunar vona ég að engum detti í hug að drepa hann, enda hefur hann fullan rétt til sinna skoðana. Svo vona ég auðvitað að engum detti í hug að þagga þær niður enda vandséð hvorum málstaðnum þær eru meira til framdráttar. Hitt verður hann vitaskuld að þola að þær séu gagnrýndar. Vafalaust er Gunnar Gunnarsson hinn mætasti maður þótt honum renni stundum í skap. Þess vegna fyrirgef ég honum fúslega, og ótilkvaddur, að hann skyldi hafa nafnið mitt með litlum staf.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 16:43
Svona til að byrja með.... Steini Briem, þú setur stöðugt inn athugasemdir í belg og biðu sem fjalla fæstar um efni pistilsins. Svo þarf maður að fletta í gegnum þetta kraðak hjá þér til að finna athugasemdir sem skipta einhverju máli hér.
Þorvaldur, þetta er bull og þvaður í þér.... algjör rökleysa. Þú virðist ekki hafa hugmynd um hvað hlutlaus fréttamennska er.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 17:27
Það þarf nú að setja kvóta á hann Steina
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2010 kl. 17:30
Hlutverk fréttastofu Ríkisútvarpsins er að flytja fréttir, ekkert annað.
Einkafjölmiðlar mega matreiða fréttirnar eins og þeir vilja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 17:31
Svo lengi sem einhver KVARTAR OG SKÆLIR UNDAN mínum athugasemdum mun ég birta þær hér á Moggablogginu!!!!
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 17:47
Ég leyfi mér að fullyrða að ekki er til heiðarlegri Íslendingur en Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 17:52
Æi! Ég veit talsvert um fréttamennsku. Og af því veit ég að hlutlaus fréttamennska er ekki til. Hvergi. Og hefur aldrei verið til. Og mun aldrei vera til. Hvorki á ríkisfjölmiðli né einkafjölmiðli. Sannleikurinn er svo yfirgripsmikill að frá honum verður aldrei sagt öllum. Þess vegna verður fréttamaðurinn stöðugt að velja hvaða broti hann skýrir frá. Þeir eru til sem halda að sé það sem valið er ríkjandi öflum að smekk sé það „hlutlaus“ fréttamennska en sé sá hluti sannleikans valinn sem kemur valdhöfum illa sé það „hlutdrægni“. Svo eru þeir sömuleiðis til sem halda að styðji fréttin þá lífsskoðun sem þeir aðhyllast sé hún vel gerð og „hlutlæg“ en fari hún í bága við þeirra skoðanir sé hún andstyggilegur „áróður“. Nú má vitaskuld deila um hlutverk ríkisfjölmiðils. Eigi hann að styðja skoðanir valdhafa er ég hræddur um að bifreiðarstjórum á Reyðarfirði gæti blöskrað, amk. á meðan vinstri grænir ráða ríkjum í umhverfisráðuneytinu. Eigi ríkisfjölmiðill hins vegar að gæta þess að sem flest sjónarmið komist á framfæri verða þeir sem eru andstæðrar skoðunar að sætta sig við að ekki fellur allt að þeirra smekk. Og ég fullyrði það hér og nú að ekki voru aðeins „örfáir“ sem vóru þeirrar skoðunar á Norðurlandi miðju að gróðurlendi á Eyvindar og Auðkúluheiði væri dýrmætt og eftirsjón að því. Ég var nefnilega þar í miðri þeirri hringiðu á þeim tíma.
Svo verður Gunnar að eiga það við sjálfan sig hvort það er dónaskapur að kalla málflutning manns andstæðrar skoðunar „bull, þvaður og rökleysu“.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:13
"Æi! Ég veit talsvert um fréttamennsku."
Þetta er afar athyglisverð fullyrðing í ljósi þess að skrif þín hér, benda til hins gagnstæða.
Það að "flytja frétt" vefst ekki fyrir heiðarlegu fólki. Svo eru aðrir sem halda að það sé að "flytja frétt", ef þeir flétta persónulegar skoðanir sínar saman við fréttflutninginn.
Það er t.d. augljóst að þannig er því háttað í Speglinum á RUV en sjálfsagt er Þorvaldur Sigurðsson ósammála því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 18:47
Allar fréttir byggjast á skoðunum viðkomandi fréttamanns, fréttastjóra og ritstjóra.
Frá hverju sagt er, hverju er sleppt og á hversu áberandi stað í miðlinum fréttin birtist.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 18:53
"Eigi ríkisfjölmiðill hins vegar að gæta þess að sem flest sjónarmið komist á framfæri verða þeir sem eru andstæðrar skoðunar að sætta sig við að ekki fellur allt að þeirra smekk."
Fjölmiðlar, rikis eða ekki, eiga að koma sem flestum sjónarmiðum á framfæri, en féttamaðurinn á fjölmiðlinum á ekki nota fréttina og aðstöðu sína sem óróðurstæki fyrir sín eigin sjónarmið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 18:54
Og hverju olli allur þessi meinti áróður Ómars Ragnarssonar þegar hann var sjónvarpsfréttamaður?!
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 18:59
Tja, Gunnar, - síðast er ég gáði var tap á orkusölu landsmanna. Ég man að þú hentir í mig athugasemd um það hvort ég hefði það eftir "umhverfisverndarsinnum", en svaraðir ekki aftur þegar ég gaf upp heimildina, sem voru ársskýrslur Landsvirkjunar og RARIK.
Því miður held ég að orkusalan út hafi verið á þeim nótum að við værum ódýrasta mellan í götunni (afsakið orðbragðið) og tilgangurinn algerlega helgað meðalið. Sem sagt að selja orku sama hvað það kostaði....land eða lýð.
Fer ekki onavðí....
Jón Logi (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 19:12
Þetta er rangt hjá þér, Jón. Skoðaðu heimildir þínar betur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 19:22
31.10.2010 (í dag):
"Við skulum átta okkur á því að núna fær Landsvirkjun helmingi lægra verð fyrir orkuna heldur en hún fengi á alþjóðamarkaði."
Orkubloggið - Sæstrengur og þrír milljarðar evra
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 19:44
Viltu vinsamlegast, Gunnar, segja okkur, hvenær ég notaði orðið "skemmdarverk" um myndun Blöndulóns á sínum tíma. Með því að setja orðið inn í gæsalappir gefur þú til kynnað að ég hafi notað það orð.
Samkvæmt þinni lýsingu var það "misnotkun á aðstöðu minni" að ég skyldi dirfast að sýna landið sem færi undir lónið. Hefði sem sagt þá þegar átt að reka mig og yfirmenn mína fyrir þennan glæp eins og krafist var síðar þegar ég framdi þann glæp að sýna Eyjabakka.
Þá fór fram ítarleg rannsókn á ásökununum um "misnotkun mína á aðstöðu minni" þar sem notaðar voru skeiðklukkur til mælinga á því við hverja ég hafði talað og hvað ég hafði sýnt eða greint frá.
Nú er greinilegt að Gunnar vill ólmur stefna að því að það sama verði gert um umfjöllun mína um Blönduvirkjun.
Ómar Ragnarsson, 31.10.2010 kl. 19:52
Það vita það allir hér á Austurlandi, (eða ca 95%) Ómar, að þú misnotaðir aðstöðu þína herfilega þegar þú varst "fréttamaður" á ruv.
Ekki reyna að neita því Ómar. Og þetta með "ítarleg rannsókn"
Jú, það var ekki hægt að reka þig fyrir óróðursstarfsemi þína þegar í ljós kom að þú passaðir þig á því að hafa viðmælendur þína jafn marga, með og á móti. Þú ert séður en vissir upp á þig skömmina. Vissir þú að þú yrðir rannsakaður?
En það breytir engu um það hvernig þú "matreiddir" fréttir þínar; hvernig þú notaðir tónlist og myndbrellur til að koma áróðrinum til skila, allt í boði skattgreiðanda.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 20:04
"Það vita það allir hér á Austurlandi."
"Ólyginn sagði mér en hafðu mig samt ekki fyrir því."
Gróa á Leiti
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 20:23
Gunnar segir að ég hafi vitað upp á mig skömmina og giskar á að ég hafi vitað fyrirfram um rannsóknina. Það þýðir þá væntanlega það ég hafi vitað fyrirfram um kröfu almenns fundar í Valaskjálf um að ég yrði rekinn.
Þú kvartar yfir því að ég skuli nota orðið að "afhenda", meðal annars um þá hugmynd, sem nú er uppi, að Alcoa fái að reisa og eiga virkjanirnar og selja sjálfu sér orkuna.
Veistu um betra orð en "afhenda"?
Ómar Ragnarsson, 31.10.2010 kl. 20:23
Já, "selja".
En segðu mér, Ómar, ef hundruðum manna blöskraði svo framferði þitt á ruv, að það vildi láta reka þig úr vinnunni, höfðu þeir þá allir með tölu rangt fyrir sér? Var þetta allt á misskilningi byggt?
Getur verið að hundruðir manna hafi upplifað fréttaflutning á einhvern allt annan hátt en þú ætlaðir þér?
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 21:04
Það hefur reyndar farið fram hjá mér að Alcoa vilji eiga einhverjar virkjanir á Íslandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 21:06
"Þér fannst mikil eftirsjá í túndrunni sem fór undir lónið og sýndir myndir af þessu "skemmdarverki" á náttúrunni."Gunnar
Með orðinu tundra þá sannast að maðurinn hefur aldrei gengið niður að vötnunum áður en þar var virkjað. Svo ég held að hann hafi skotið sig í fótinn sem sérfræingur.
Það skal ég viðurkenna að minkurinn var búin að hálf eiðileggja fuglarlíf á svæðinu. En fiskur var mikill og mykið urðu bændur hissa þegar ekki veiddist jafn mikið aftur.
Sem lítil hnáta óð ég og synti þar meðan foreldrar mínir drógu net og lágum oft margar nætur í tjaldi. Móðir mín ólst upp á Þröm sem var lengst af efsti bærinn í Blöndudal. Og hún talaði um snarpan jarðskjálfta sem fór ylla með bæin og lét heilu vötninn hverfa, sem svo byrtust ekki aftur fyrr en í næsta skjálfta. "eins og tappi tekin úr trogi"
Annars finnst mér orðið tímabært að við netverjar förum að kjósa um mesta argaþrasara netsins. Eða hvað fyrst ykkur? Og óska ég eftir tillögum um verðlaun.
Ljúfa og góða helgi. M
Matthildur Jóhannsdóttir, 31.10.2010 kl. 21:07
Matthildur veit greinilega ekkert hvað túndra þýðir. Umhverfis blöndulón er ekkert nema heimskautatúndra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 22:21
... sem og landið okkar nánast allt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 22:23
Og heilinn í Gunnari Th. er eyðimörk.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 22:36
Ég vil taka undir skrif nr. 4 hér að ofan að það myndi fljótt leysa mikinn efnahagsvanda ef handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Ef núverandi ríkisstjórn treystir sér ekki til þess, þá væri æskilegt að ríkisstjórnin stígi til hliðar og gæfi öðrum tækifæri til þess að reyna að leysa vandamálin, - sem blasa við fyrir allra augum, - að mínu mati.
Tryggvi Helgason, 31.10.2010 kl. 23:14
Sjálfstæðisflokkurinn innkallar nú ekki kvótann.
Þorsteinn Briem, 31.10.2010 kl. 23:28
Það kom fram í fréttum fyrir nokkrum dögum að íslenskir áhugamenn um þetta álver og virkjanirnar vildu reyna þessa leið vegna þess að enginn vildi lána Íslendingum lengur.
Getur Gunnar svarað mér af hverju eytt var árum saman stórfé í dýra uppgræðslu með stórri flugvél á Auðkúluheiði til þess að bæta bændum upp missi beitilands?
Sömu spurningu má leggja fyrir hann um það, af hverjum bændum á Jökuldal voru greiddar skaðabætur fyrir missi beitilands á Hálsinum, sem sökkt var undir Hálslón.
Og ég verð að segja að það er afar einkennilegt að nú fyrst, aldarfjórðungi eftir að ég flutti fréttir af Blönduvirkjun skuli koma fram alvarlegar ásakanir á hendur mér fyrir stórfellda misnotkun á aðstöðu minni til að berjast gegn þessari virkjun.
Af hverju finnst ekki einn einasti stafur og ekki var mælt eitt einasta orð í þá veru á meðan á þessum "óhróðurs"fréttaflutningi mínum stóð?
Ég bíð spenntur eftir því að Gunnar komi fram með svipaðar ásakanir á hendur mér fyrir fréttaflutning minn af Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sögulduvirkjun og Kvíslaveitu 40 árum eftir að hann átti sér stað.
Ómar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:14
Samkvæmt skrifum Gunnars nægir að hópur 700 fundarmanna samþykki ályktun og skal hún teljast hinn eini sannleikur, því að útilokað sé að svo margt fólk geti haft rangt fyrir sér!
Hins vegar telur Gunnar það fullvíst að hópur 15000 fundarmanna á Austurvelli 26. september 2006 hafi haft rangt fyrir sér!Ómar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:21
Don't worry Omar keep up your good work, you are much appreciated. Dont worry about the imbasil that is trying to give you a hard time.
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 05:40
Gunnar, túndra er sífreri og það er engin sífreri á íslandi. ÞÚ veist ekki hvað túndra er.
Í Síberíu er túndra, þar er frost í jörðu allt árið um kring.
Góðar stundir
Karl (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 07:58
Biðs afsökunar á rangfærlu, en samkvæmt þeirri landafræði sem ég lærði í barnaskóla var talað um Túndru sem gróðurfar í sífrera eða bara Sífrera sem hið íslenska nafn á Túndru.
Í dag virðist vera talað um heimskautagróður þar sem trjálaust og vindasamt er í heild sem Túndru.
Þannig var það ekki í mínu ungdæmi.
Skilgreiningamiskilningur, og biðst ég afsökunar á því. Ég held samt áfram að tala um túndru sem sífrera.
Góðar stundir.
Karl (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 08:30
Gunnar: Ef erlendir aðilar fá að kaupa eða nota orku á Íslandi á kjörum sem innlendum aðilum stendur ekki til boða, þá er það mismunun.
Þá er hægt að segja að verið sé að afhenda orkuna.
Hefur þú kynnt þér kaup Magma Energy á HS Orku og hvað það fékk mikinn afslátt umfram það sem innlendum aðilum stóð til boða?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 08:50
Túndra var nú bara kölluð freðmýri þega ég var skólagutti og skilgreindist af því að frost færi þar aldrei úr jörð. Sáralítill hluti landsins er túndra. Og hafið þið það.
Og, svo vil ég fá strauminn á sama verði og (hehe) Reyðarál, annað er mismunun. Og miklu meira af því að ég er búinn að kaupa miklu lengur.
Legg svo atkvæði mitt með þeim þúsundum sem standa með Ómari kallinum.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 09:49
Karl, já það er talað um 3 tegundir túndru og Ísland er í heimskautatúndrunni að stórum hluta.
Ómar, Það hefur verið stefna Landsvirkjunnar lengi að veita talsverðu fé í uppgræðslu í kringum virkjanir og einnig annarsstaðar. Landsvirkjun er lang stærsti aðilinn sem sinnir þessu mikilvæga verkefni, fyrir utan Landgræðsluna sjálfa.
Þú kallar það gjald sem LV greiddi bændum í Jökuldal "skaðabætur". Að sjálfsögðu greiddi LV lögaðilum fyrir land sitt, þannig er það alltaf. Bændurnir, sem þekkja þetta svæði allra manna best, sáu ekki eftir því landi sem fór undir lón, nema svona rétt á meðan var verið að semja við þá um verð. Ég held ég megi segja að nánast allir bændur í Jökuldal hafi verið mjög ánægðir með þessar framkvæmdir, en það skiptir "Latte-lepjandi" 101-liðið engu máli.
Ég sagði aldrei að "hins stórfelda misnotkun" hjá þér hefði verið vegna Blönduvirkjunnar, en nefndi hana af því ég man eftir innslögum þínum í fréttatímum um það mál. Lítill eða enginn ágreiningur var í þjóðfélaginu um Blöndulón, þó þú hafir vissulega reynt.
Þessi samlíking; 700 manns gegn 15.000 er arfavitlaus hjá þér.
Stefán, þetta snýst ekki um erlenda/innlenda kaupendur, heldur snýst þetta einfaldlega um að selja orku. Ef innlendur aðili er tilbúinn að kaupa rafmagn í nægjanlegu magni, jafnt allan sólarhringinn, allan ársins hring, þá fær hann orkuna á sömu kjörum og stóriðjan.
Varðandi Magma -málið, þá held ég að það mál sé klúður og þá fyrst og fremst vegna þess hve nýtingartíminn er langur.... alltof langur. Svo sýnist mér ýmislegt benda til þess að nýtingaráætlanir þeirra á jarðvarmanum sé "glannalegar".
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 10:10
Gunnar:
Það eru til fleiri landsmenn en "Latte-lepjandi" 101-liðið. Ansi skondið orðatiltæki, og nokkuð skýrt, það hlakkar í mér illur púki til þess að bæta þessu í orðabókina.
Hins vegar er þetta hálmstrá hins rökþrota.
Það er matið mitt, og ég held að engur sé eins langt frá því að geta talist "Latte-lepjandi" 101-liðsmaður :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 11:13
Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.
Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.
Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.
Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.
Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru nú til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið, Alþingi, Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Borgarbókasafnið, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.
Þar að auki er í Kvosinni fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám, verslunum og bönkum.
Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.
Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.
Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.
Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.
Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.
Við gömlu höfnina og á Grandagarði eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.
Hvergi í heiminum eru því að öllum líkindum skapaðar jafn miklar tekjur á hvern vinnandi mann og í 101 Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 11:33
Í ársbyrjun 2005 var gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar yrði um 740 milljónir króna á ári og miðað við verðbólgu undanfarin fjögur ár er ÁRLEGUR rekstrarkostnaður virkjunarinnar nú UM EINN MILLJARÐUR KRÓNA.
Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði mikið á tímabili vegna aukinnar eftirspurnar, þar til verðið hrundi í haust vegna minnkaðrar eftirspurnar í heiminum.
Í ársbyrjun 2003 höfðu álmarkaðirnir verið í lægð næstliðin ár. Vextir á alþjóðlegum lánamörkuðum voru þá lágir og lánshæfismat Landsvirkjunar hefur versnað mikið frá þeim tíma.
Í október síðastliðnum var rætt um að íslenska ríkið fengi sex milljarða lán í Bandaríkjadölum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum en skuldir Landsvirkjunar voru um mitt síðastliðið ár rúmir 3,7 milljarðar dollara, eða rúmlega 60% af fyrirhuguðu láni gjaldeyrissjóðsins til ríkisins, sem þótti nú ekki lág upphæð. OG GREIÐA ÞARF HIMINHÁA VEXTI ÁRLEGA AF ÞESSUM LÁNUM LANDSVIRKJUNAR.
Skuldir Landsvirkjunar eru á núvirði um 480 milljarðar króna en í ársbyrjun 2006 var gert ráð fyrir að skuldir Landsvirkjunar hækkuðu í um 155 milljarða króna í árslok 2008 og þá myndu þær ná hámarki.
Í ársbyrjun 2005 hafði arðsemi Landsvirkjunar verið mjög lítil næstliðin ár og arðsemi eigin fjár var einungis 2,8% að meðaltali á árunum 1998-2003, þrátt fyrir að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt. En verðbólgan á þessu tímabili var 3,9% og því var arðsemin undir verðbólgu á þessu tímabili.
Og verðhrunið á áli er gríðarlega erfitt fyrir Landsvirkjun, þar sem orkuverðið frá álverum er í samræmi við heimsmarkaðsverð á áli.
Gengishrun krónunnar undanfarið kemur hins vegar hinum erlendu eigendum álfyrirtækjanna hér til góða, því gengishrunið hefur lækkað launakostnað þessara erlendu fyrirtækja hér.
Launa- og launatengdur kostnaður allra 400 verkamanna Norðuráls (Century Aluminum) á Grundartanga er ekki nema um 173 milljónir króna á mánuði, þar sem mánaðarlaun verkamanns þar nú í haust voru um 308 þúsund krónur eftir sjö ára starf hjá fyrirtækinu, sem er einungis tíu ára gamalt.
Aðrir starfsmenn Norðuráls eru um 100 talsins og ef við reiknum með að meðallaun þeirra séu um 500 þúsund krónur á mánuði eru laun og launatengd gjöld allra starfsmanna Norðuráls um 240 milljónir króna á mánuði.
CCP á Grandagarði selur hins vegar tölvuleikinn (Netleikinn) EVE Online til um 300 þúsund erlendra áskrifenda fyrir um 600 milljónir króna á mánuði í erlendum gjaldeyri, sem nægir til að greiða laun og launatengd gjöld ALLRA verkamanna Í ÖLLUM álverunum á Grundartanga, við Reyðarfjörð (Alcoa) og í Hafnarfirði (Alcan, Rio Tinto).
Steini Briem, 21.1.2009 kl. 20:07
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 11:41
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar í fyrra og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006 en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.
Og skuldir Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, voru um 455 milljarðar króna á núverandi gengi um mitt síðastliðið ár.
Steini Briem, 21.1.2009 kl. 16:56
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 11:48
Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá bls, 6
Reykjanesskagi - Wikipedia
Jarðhitakort - Íslenskar orkurannsóknir
Reykjavík og Hafnarfjörður voru stærstu bæjarfélögin á Reykjanesskaganum vegna þess að þar voru og eru stórar og góðar hafnir. Á Akureyri er einnig góð höfn en höfnin í Vestmannaeyjum gæti lokast vegna hraunrennslis. Innsiglingin í Grindavíkurhöfn hefur oft verið erfið og mun meira skjól er fyrir norðan Reykjanesið, í Faxaflóa.
"Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi." Í Reykjavík var hins vegar fimm sinnum meiri botnfiskafla landað en á Akureyri og fjórum sinnum meiri en í Hafnarfirði árið 2008.
Landnám Ingólfs Arnarsonar náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Hveragerði er því innan Landnáms Ingólfs og mörg hundruð gróðurhús eru á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.
Alþingi Íslendinga var stofnað árið 930 á Þingvöllum, innan Landnáms Ingólfs og Almannagjá er á mótum Ameríku- og Evrópuflekans.
Kortavefsjá - Þingvellir
Á Suðurlandi og Vesturlandi, bjó þá, og býr enn, meirihluti Íslendinga vegna betri landkosta og meira sjávarfangs en í öðrum landshlutum, þaðan sem menn fóru á vertíð í Landnámi Ingólfs.
Vertíð - Wikipedia
Meðalhiti á Íslandi eftir mánuðum 1961-1990 - Kort
Meðalúrkoma á Íslandi eftir mánuðum 1971-2000 - Kort
Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar gátu hins vegar ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Hann kastaði þeim því í sjóinn í Faxaflóa, hafi hann á annað borð kastað þeim í sjóinn.
Ingólfur Arnarson
Hvaðan er nafnið Arnarhóll komið? - Vísindavefurinn
Hitafar hérlendis frá landnámi (bls. 23) og hafstraumar hér við land (bls. 26)
Silungsveiði er í Þingvallavatni, sem er á mótum Evrópu- og Ameríkuflekans, eins og allt Reykjanesið, og laxveiði í Soginu.
Jarðhiti, og þar af leiðandi eldvirkni, er nú einn af stærstu kostum þess að búa á Íslandi, þrátt fyrir truflun á flugsamgöngum og skemmdir á mannvirkjum.
Hér má nefna til að mynda upphitun húsa í Reykjavík í 80 ár, heitt vatn til þvotta og baða, sundlaugarnar í Reykjavík og raforku frá Nesjavöllum, sem eru skammt frá Þingvallavatni. Nesjavallavirkjun framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku og uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.
Nesjavellir
Sogsstöðvarnar - Ljósafossvirkjun, Írafossvirkjun og Steingrímsvirkjun
Rafmagn á Íslandi í 100 ár - 1904-2004
Í Landnámu og Sturlungu var getið um notkun heitra lauga til baða. Konur í Reykjavík gengu Laugaveginn að Þvottalaugunum í Laugardal og Reykjavík heitir eftir gufunni sem steig upp af laugunum. Hitaveita Reykjavíkur nýtti fyrst heitt vatn úr borholum við laugarnar og heitt vatn var notað í ullarverksmiðju í Mosfellssveit.
Hitaveita á Íslandi í 100 ár
Erlendir ferðamenn fara langflestir í Bláa lónið, að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi, sem einnig eru skammt frá Reykjavík.
Skemmtiferðaskip á ytri höfninni í Reykjavík
Og hér er Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna.
Vegna jarðhitans er því lítil mengun í Reykjavík, fyrir utan þá sem kemur frá bifreiðum. En þar sem bærinn var byggður á nesi, Seltjarnarnesi, sem er mun stærra en bæjarfélagið Seltjarnarnes, sjá vindar um að blása mestri menguninni úr bæjarfélaginu á haf út.
Rafbílar, sem munu að mestu leyti nota raforku frá virkjunum í Landnámi Ingólfs taka hins vegar fljótlega við af hefðbundnum bensínbílum en 70 krónur kostar að aka rafbíl á milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Og ekki þarf að reisa sérstakar virkjanir vegna rafbílanna, því þeir verða að mestu leyti hlaðnir á nóttunni þegar raforkunotkun heimilanna er minnst að öðru leyti.
Vegna eldvirkninnar á Reykjanesskaganum og fiskimiðanna við skagann eru Íslendingar ríkir.
Steini Briem, 25.4.2010 kl. 16:28
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 11:57
Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?
Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 12:03
Best menntaða og tekjuhæsta fólkið á landinu býr í 107 og 101 Reykjavík, þar sem mestu gjaldeyristekjurnar eru skapaðar á landinu.
Þar af leiðandi fá nemendur í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur bestu grunnskólaeinkunnirnar og Menntaskólinn í Reykjavík heldur áfram að vinna Gettu betur-keppnina næstu áratugina.
Akureyri breyttist úr verksmiðjubæ í háskólabæ og tekjur háskólafólks eru mun hærri en verksmiðjufólks.
Pólverjar í fiskvinnslunni halda uppi landsbyggðinni að öðru leyti og þeir fljúga frá Akureyri og Egilsstöðum með Iceland Express til að komast í frí til Póllands.
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 12:05
Er nú helvítis fíflið byrjað aftur
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 12:14
það er ekki einu sinni svo að þessi langrulla sé rétt. Hellingur af villum sem Steini þylur upp úr wikipedia.
Þingvellir er ekki á mörkum Ameríku og Evrópuflekans, svo eitt dæmi sé tekið.
Útflutningsverðmæti per haus er mun hærra á Auturlandi en í Reykljavík, ekki það að það skipti nokkru máli í sjálfu sér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 12:19
Q.E.D.
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 12:20
Ómar, þó sjaldnast séum við sammála í umhverfismálum, þá höfum við átt ágæt skoðanaskiptu á stundum.
Svona "árás" á athugasemdarkerfi þitt eins og Steini Briem gerir, verður til þess að hingað færðu bara já-bræður og systur. Er það það sem þú vilt Ómar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 12:24
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 12:26
"Almannagjá is 7.7 km long. Its greatest width is 64 m, and its maximum throw is 30-40 m. It marks the eastern boundary of the North American plate.
Its equivalent across the graben, marking the western boundary of the Eurasian plate is Hrafnagjá. It is 11 km long, 68 m wide and has a maximum throw of 30 m."
Geology of Thingvellir
"Almannagjá er á gjá á Þingvöllum sem markar plötuskil Evrópuflekans og Ameríkuflekans að vestanverðu.
Almannagjá er eitt þekktasta kennileiti Þingvalla og steypist Öxará niður í hana sem Öxarárfoss."
Almannagjá - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 12:42
Menntun Íslendinga er 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 12:44
1.11.2010 (í dag):
Stóraukin umferð um Ísland á Netinu
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 14:31
Og hvað selja Austfirðingar mikið af áli?
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 14:34
Áttu ekki betri spurningu en þetta?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 14:55
Jú jú, mikil ósköp. En þessi er greinilega of erfið, og mun betri en svarið.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:53
Barnalegt
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 16:22
Þorsteinn Briem, 1.11.2010 kl. 17:36
Tja, barnalegt er svarið. Enda erfitt að kítta upp í svarið...sem greinilega skortir :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 19:02
Ég veit, Jón Logi, að þú ert að sækjast eftir svarinu " enginn"
Ok, hér hefurðu svarið "Enginn"...... ánægðir?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 22:24
Blendnar tilfinningar.
Ánægður með heiðalegt svar.
Óánægður með að það skuli vera rétt.
Ég hefði vilja hafa þetta öðruvísi. En gott er að opnir hugar pæli í málum og velti við þúfum. En vita máttu að ég væri glaður ef Austfirðingar væru sjálfir að selja einhverja deiglu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 21:47
Það er stöðugt verið að skoða möguleika á að fullvinna/sérvinna ál hér á landi. Reyndar kemur fullunnin vara frá Alcoa í formi háspennuvíra.
Þetta með íslenska eignaraðild í svona verkefnum er einnig verið að skoða og mér skilst að ýmislegt sé í deiglunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 13:54
Skyldum við þá ekki vona að svo tækist. Ekki veitir af, því að frá upphafi álbræðslu hérlendis áratugum inni í fortíðinni er andsk. engin afleidd vinnsla á því.
Skyldum við þá ekki vona að ekki verði búið að ráðstafa mestallri og ódýrustu orkunni bara í bræðslu ca 2ja fyrirtækja.
Og skyldum við þá ekki vona að íslensk fyrirtæki, - heiti þau gróðurhús, gagnaver, kúabú, rennismiðja, trésmiðja, gistihús, - o.s.frv. - fái að njóta sama verðs?
Afar góð áhættudreifing og greiðendur um áratugi....
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 15:05
Skakkt reiknað dæmi hjá þér Logi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 16:40
Hvernig væri að Gunnar myndi leiðrétta eitthvað og vísa þá kannski í heimildir í staðinn fyrir að segja alltaf bara: Nei það er ekki svona! Ég hef rétt fyrir mér ekki aðrir!
Kommentarinn, 3.11.2010 kl. 18:31
Gunnar, með svona sjoppulegu innleggi er ég hissa að þú skafir þig í gegnum ruslpóstvörnina. Hvar er dæmið skakkt reiknað?
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:51
Jón Logi, það er hálf asnalegt að þurfa leiðrétta bull og þvælu, þessar upplýsingar eru allar aðgengilegar á netinu.
Þið verðið að skilja, í hverju hagkvæmnin er fólgin við að selja orkuna til eins kaupanda. Á meðan þið þekkið ekki þá grunnforsendu, þá eigið þið að byrja á að kynna ykkur hana, ekki grípa áróðursbull frá virkjanaandstæðingum.
Þessi setning hjá þér: "Og skyldum við þá ekki vona að íslensk fyrirtæki, - heiti þau gróðurhús, gagnaver, kúabú, rennismiðja, trésmiðja, gistihús, - o.s.frv. - fái að njóta sama verðs? " er svo vitlaus en segir eiginlega allt sem segja þarf um þig. Það er eins og maður sé að tala við menntaskólakrakka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 22:11
Einu sinni var ég menntaskólakrakki. Ertu kannski líka með stúdentspróf?
Allavega fer ég á stúdentshæfninni nógu mikið í áltaugarnar á þér til að kalla fram viðbrögð hins rökþrota manns, og meir að segja flottustu (vitlausustu) setningu þína til þessa, s.s. : "Þið verðið að skilja, í hverju hagkvæmnin er fólgin við að selja orkuna til eins kaupanda."
Nú vildi ég að þú útskýrðir þetta nánar, þar sem þetta brýtur u.þ.b. öll meginlögmál hagfræðinnar.
Aðgengi að EINUM kaupanda er versta samningsstaða sem hugsast getur. Það útilokar önnur kjör en sá EINI býður uppá. Þetta er nákvæmlega það sem Ketill orkubloggari benti á.
Um leið og fleiri eru um hituna skapast staða til að ná betri kjörum í sölu.
Þetta heitir grunnforsenda til hagstæðari samninga. Annars geturðu bara flett þessu upp sjálfur, - því að rökum mætir þú með stóryrðum, og heimildir koma illa fram, aðrar heimildir eru stimplaðar sem "áróður"
Hafðu þetta, og gaman væri að sjá hvort þú áttar þig á einu atriði sem þú kannski nýtir sem mótrök, - komi slík fram yfirleitt.
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 09:24
Kynntu þér orkuverð að frádregnum afhendingarkostnaði. Smá smuga að þú sjáir ljós við það.
En svo áttí ég nú ekki við það að ÖLL ORKA færi til eins kaupanda, en er bera að benda á hvað einn stór og öruggur orkukaupandi er hagstæður viðskiptavinur orkufyrirtækjanna. T.d. er Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði að kaupa meira rafmagn en öll íslenska þjóðin, að frádregnu því rafmagni sem hin stóriðjufyrirtækin kaupa.
Ef þú skoðar verðskrá LV, þá sérðu að gróðurhúsabændur eru að fá mjög hagstætt verð á sinni orku í samanburði við stóriðjuna. (Mundu að draga dreifingarkostnaðinn frá)
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 10:45
En svo er annað mál, að alltaf má gagnrýna verðið sem slíkt.
En sumir þeirra sem ávalt standa á hliðarlínunni og aldrei fá neinu ráðið, segja gjarna að gera megi betur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2010 kl. 10:49
Jæjajá, - sem sagt að kaupandinn sé bara nógu stór. Eða KaupenDURNIR?
Er þá kaupandinn á Reyðarfirði að borga eins mikið og Íslenska þjóðin? Að frádregnum dreifingarkostnaði kasta ég því beini að svo sé ekki, og að ekki sé neitt réttlátt í því.
Afhendingarkostnaðinn þekki ég alveg bara vel, - hann er hjá mér jafn mikill ogorkan, - sem er svo aftur á móti mun hærri en hjá alcoa.
Í hreinskilni sagt finnst mér það skandall að bjóða korpörötum wattið á minna en pöpulnum á skerinu. Sérstaklega fyrir þær sakið að pöpullinn þarf hvort eð er að borga dreifinguna.
Það er þó oggulítið áhyggjuefni hvað 101 & co hefur fengið "W" á minna verði heldur en t.d. 861. Er þó til skýring á því sem fram kom í sjónvarpinu ca 1990
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.