Brellunni haldið áfram.

Ríkisstjórnarfundur í Reykjanesbæ í fyrramálið leiðir hugann að að frétt í fréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem sagt var frá kapphlaupi þriggja aðila við Norðurál um orku.

Fyrirtækin þrjú telja sig þurfa samtals 216 megavött en síðan lauk fréttinni með því að sagt var að næg orka væri fyrir þessar þrjár verksmiðjur plús álver í Helguvík miðað við þann samning sem stefna má að að gera við Norðurál. 

Þetta er byggt á því að reistur verði aðeins fjórðungur álversins í Helguvík, en það mun þurfa meira en hátt í 200 megavött til þessa fjórðungs. 

Gallinn er bara sá að fyrir liggur opinber yfirlýsing talsmanns Norðuráls um að framleiðsla álversins þurfi að verð 360 þúsund tonn á ári, en til þess þarf minnst 650 megavatta orku.

Ef það er lagt saman við 216 megavöttin, sem kísilverksmiðjurnar þurfa fáum við út 866 megavött, sem er langt fram yfir það sem fáanlegt er á suðvesturhorninu. 

Hvernig væri nú að hætta þessum tvískinnungi, óheilindum og leyndarbrellu og setja ástand þesa máls fram eins og það raunverulega er, sem sé það, að ef álver í Helguvík fær að fara af stað, mun það ryðja öllu öðru til hliðar. 

Nema það sé staðföst ætlun að virkja Kerlingarfjöll og Torfajökulssvæðið og skilja ekkert eftir í lokin af þeim náttúrugersemum, sem eru mesta verðmæti Íslands. 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað finnst þér um orð Bjarna Ben að það sé 400 MW orka tiltæk í neðri hluta þjórsár?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt opinberum gögnum er afl þriggja virkjana í Neðri-Þjórsa 265 megavött.

Hafi Bjarni Ben sagt að 400 megavött væri hægt að fá út úr þessum virkjunum eru þetta 135 megavatta ýkjur hjá honum og svo sem í takt við aðrar talnakúnstir stóriðjusinna. 

En þessar ýkjur eru eru ekki stórar miðað við þær tröllslegu rangfærslur aðrar sem í gangi eru þar sem sagt er að aðeins þurfi um 150 megavött fyrir álverið þegar hið sanna lokatarkmark er minnst 600 megavött. 

Ómar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 21:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.02.2008: "Orkusamningur Verne við Landsvirkjun gerir ráð fyrir skuldbindingu félagsins til að kaupa raforku í stighækkandi magni upp að 25 MW árið 2012. Það er um fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne rétt til að panta allt að 25 MW í viðbót sem Landsvirkjun afgreiðir innan tiltekinna tímamarka.

Viðskiptavinir Verne sjá sér hag í að hafa aðgang að endurnýjanlegri orku á stöðugu verðlagi til langs tíma. Orkuskortur er nú á þéttbýlissvæðum beggja vegna Atlantshafsins og orkuverð bæði hátt og sveiflukennt. Þá er sú orka yfirleitt framleidd með kolefniseldsneyti, meðan mörg stórfyrirtæki hafa sett sér markmið um koltvísýringsjöfnun í starfsemi sinni."

Um 20 milljarða króna gagnaver rís á Keflavíkurflugvelli

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 22:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.4.2008: "Þann 2. apríl sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu í Hollandi milli Greenstone ehf. og LV [Landsvirkjunar] um sölu á raforku til netþjónabúa.

Helstu ákvæði viljayfirlýsingarinnar milli Greenstone og LV eru að fyrirtækin hyggjast ganga frá samningi um sölu á 50 MW af rafmagni sem ætlunin er að fari til tveggja búa sem taka um 25 MW hvort.

Greenstone hefur enn fremur til skoðunar að reisa tvö eða fleiri hátæknivædd netþjónabú til viðbótar hér á landi á næstu 3-5 árum og má áætla að heildarfjárfesting vegna þeirra geti numið allt að 50 milljörðum kr."

Viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga og sveitarfélagið Ölfus um netþjónabú í Þorlákshöfn


25.8.2009
: "Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global. [...]

Greenstone ehf. er í eigu íslenskra, bandarískra og hollenskra aðila.
Sveinn [Óskar Sigurðsson, talsmaður Greenstone hérlendis] segir að fyrirtækið hafi byggt yfir 700 byggingar í Bandaríkjunum sem tengist gagnaversiðnaðinum með einum eða öðrum hætti."

Um 120 störf í gagnaveri Greenstone á Blönduósi


Um 20 störf í netþjónabúi Greenstone í Fjallabyggð

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 22:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2009: "Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða kr. í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir kr.

Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."

Fréttaskýring Morgunblaðsins: Tekjur af sæstrengnum Danice

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 22:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.10.2009: "Samkvæmt drögum að tillögu að matsáætlun fyrir álver á Bakka við Húsavík (Mannvit 2009b) er gert ráð fyrir 346 þús. tonna framleiðslugetu.

Álverið þarf því ámóta mikið rafafl og álver í Helguvík eða um 630 MWe."

"En hvort sem virkjað verður í Gjástykki eða ekki mun álver á Bakka taka til sín allt virkjanlegt rafafl háhitasvæðanna á Norðurlandi suður í Námafjall og það dugar varla til."

"Þegar möguleg orkuöflun fyrir álver í Helguvík er skoðuð ofan í kjölinn kemur í ljós að Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka geta að líkindum útvegað álverinu [í Helguvík] um 360 MWe rafafl.

Álver með 250 þús. tonna afkastagetu eins og upphaflega var áætlað þarf 435 MWe en nú er ætlunin að byggja 360 þús. tonna álver."

"Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum.

Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan í landinu."

Grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings með töflum og korti:

Hinar miklu orkulindir Íslands- Getum við virkjað endalaust?

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 22:21

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stór hættuleg þróun að byggja risaálver og hugsa lítið annað!

Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 22:31

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.11.2010 kl. 22:52

15 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ýkjur virðast einkenna lýðskrum sjálfstæðismanna. Jón Gunnarsson sagði í þætti á útvarpi Sögu að verkfræðistofa í Hafnarfirði hafi ummið að hönnun þessa álvers og fengið greiddar 200 milljónir á mánuði í á annað ár. Orðrétt talaði hann um milljarða kostnað sem hefði verið lagt í. Svona röksemdir kaupa margir en ljóst er að útlagður kostnaður vegna framkvæmda í Helguvík er ekki meiri en svo að þeir geta núna bakkað útúr verkefninu. sbr vangaveltur forstjórans um að keyra súrálið frá Grundartanga. Auðvitað dettur engum í hug að það gerist nokkurn tíma eða verði leyft.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2010 kl. 23:35

16 identicon

"Miðað við forsendur höfundar hreinsar bygging 360 þús. tonna álvers í Helguvík upp alla fyrirliggjandi og væntanlega virkjunarkosti á Suðvesturlandi og að auki alla mögulega orku frá virkjunum í neðri hluta Þjórsár."

(héðan: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2327)

Þarna höfum við það. Er þá spurt hvort við viljum setja öll eggin í sömu körfu og selja okkur undir einokun kaupanda.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband