8.11.2010 | 23:10
"Skjóta helvítin!"
Bandaríkjamenn, sú stórmerka þjóð, á sér litskrúðugan þjóðarkarakter. Einn angi hans er byssugleði í sérflokki.
Þeir afsaka sig með arfleifðinni sem "frontier" þjóð, sem þurft skotvopn til að brjóta undir sig víðáttumikið land og veiða sér til matar
Þessi afsökun er ekki gild vegna þess að aðrar þjóðir, sem eiga sér svipaðan bakgrunn sem "frontier"-þjóðir eins og Kandamenn og Ástralir hafa komist hjá því að setja svona mikið traust á byssur, - byssueign þeirra og morð aðeins brot af því sem er í Bandaríkjunum.
Byssuhugsunarhátturinn virðist hafa verið ríkur hjá Bush og varaforseta hans, allt frá uppákomum í veiðiferðum þeirra kumpána til þessarar nýjustu játningar, sem er raunar ótrúleg, að hann hafi blóðlangað til að ráðast á Íran og Sýrland.
Þessi dýrkun á beitingu vopnavalds minnir á upphrópun ógleymalegrar persónu, sem Laddi skapaði, byssuglaða norðlenska bóndann, sem hrópaði svo eftirminnilega á sinni hörðu norðlensku: "skjóta helvítin!"
Íhugaði að ráðast á Íran og Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Kína er nú ekkert minni dýrkun á beitingu vopnavalds. Þar er vopnaeign almennings jafnvel minni en í Bretlandi. Og ekki skirruðust Bretar við að taka þátt í þessum herleiðöngrum BNA þrátt fyrir sína ströngu vopnalöggjöf að hætti Hitlers. En Þýskalands nasismans var helsti brautryðjandi á sviði ofurstrangrar vopnalöggjafar í Evrópu.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:33
"Byssur í eigu Íslendinga nægja til að vopna alla íbúa Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist, að sögn lögreglu.
Íslendingar eiga um fimmtíu þúsund byssur en það samsvarar því að sex einstaklingar séu um hvert skotvopn.
Íslendingar eiga hartnær þrjátíu og eitt þúsund haglabyssur. Rifflar í eigu Íslendinga eru nálega 17 þúsund og skammbyssur eru um fjórtán hundruð talsins hér á landi."
Um fimmtíu þúsund byssur í landinu
Þorsteinn Briem, 9.11.2010 kl. 01:08
Finnar sem eru um fimm milljónir eiga tvær milljónir skotvopna
Þorsteinn Briem, 9.11.2010 kl. 01:27
Við eigum lítt af tveim tegundum vopna, sem hentug eru til manndrápa, og eru það sjálfvirkir rifflar & vélbyssur, og svo skambyssur. Reyndar falla bandaríkjamenn flestir fyrir slíkum.
Sem er kannski eins gott í þessu barbaríi.
Sjálfur er ég þó hógværlega þungvopnaður ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:01
Hvorki Sjálfvirkir rifflar né vélbyssur eru útbreiddar meðal almennings í Bandaríkjunum, enda geta fæstir fengið sér slík vopn þrátt fyrir skýr stjórnarskrárákvæði sem heimila slíkt.
Ef ég man rétt eru hinsvegar um 200 fallbyssur og vélbyssur í höndum almennings hér á Íslandi, líklega er allsvipað hlutfall af slíkum gripum í höndum bandarískrar alþýðu.
Bandarísk vopnalöggjöf er að mestu ekki ósvipuð þeirri sem gildir á Norðurlöndunum, þar sem heimilt er að eiga skambyssur, hálfsjálfvirka riffla, haglabyssur o.fl.
Þarna skerum við Íslendingar okkur úr, með vopnalöggjöf sem er undir miklum breskum áhrifum. En þar í landi er jafnvel rætt um að banna eldhúshnífa.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.