Góður húmor hjá Erlingi Gíslasyni.

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, segir máltækið, og faðir Benedikts Erlingssonar, leikara, Erlingur Gíslason leikari, var hnyttinn í tilsvari þegar hann var spurður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld hvort honum fyndist ekki óþægilegt að Bandaríkjamenn hleruðu síma hans.

Erlingur sagðist vorkenna þeim, sem hugsanlega þyrftu að hlusta á margt af því sem hann segði í símann. 

En að öllu gamni sleppt hljóta að vera takmörk fyrir því hve langt megi ganga í öryggisvörslu fyrir sendiráð jafnvel þótt viðurkennt sé að slíkt sé nauðsynlegt. 

Þegar ég fékk um það upplýsingar hjá kunnáttumanni 2005 að líklegt væri að sími minn og fleiri væru hleraðir kippti ég mér svosem ekki mikið upp við það persónulega, heldur fannst mér íhugunarefni hverjir aðrir virtust vera í því "símahlerunartorgi" sem virtist vera í notkun. 

Þetta stóð aðeins yfir á þessum tíma í nokkrar vikur en síðan gerðist annað tveggja: Þessu var hætt - eða að aðferðin var endurbætt. 


mbl.is Eftirlit við Laufásveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ástæðan gæti verið sú að þú hafir bara verið svona þrautleiðinlegur!

Árni Gunnarsson, 9.11.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!

Ómar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband