Allt saman löglegt?

Ég geymi í minnisbók minni bút úr viðtali við Hannes Smárason í Krónikunni í ársbyrjun 2007.

Þar lýsir hann því hvernig honum tókst á á undraskömmum tíma að búa til 44 milljarða króna árlegan gróða í kringum í fyrirtæki, sem hann vann upp úr Icelandair, en það flugfélag hafði tapað árlega svo lengi sem elstu menn muna. 

Hannes lýsir í viðtalinu hvernig hann og félagar hans kaupa hæfilega mikið skuldsett fyrirtæki, taka lán að þörfum til þess að gera félögin skuldlaus og selja þau síðan með gríðarlegum hagnaði. 

Síðar hefur komið fram, nú síðast í frétt í Sjónvarpinu, hvernig Hannes og félagar hans hafa selt og keypt í raun sama félagið aftur og aftur í dásamlegri viðskiptafléttu og í hvert sinn sem skipt hefur verið um kennitölu, hefur svonefnd viðskiptavild aukist um tugi milljarða í hvert sinn, án þess að séð verði að slík hafi verið raunin. 

Nefnt var í fréttinni að þannig hefði fyrirtæki, sem virt var á 35 milljarða var orðið 250 milljarða virði eftir örfá misseri. 

Hannes segist í viðtalinu í Króníku aldrei munu þurfa að borga neinn skatt af þessu ef hann skiptir nógu oft um kenniltölu. 

Nú spyr ég. Var allt ofangreint löglegt á sínum tíma og er svona lagað áfram löglegt? 

Ég hygg að flestir myndu segja, ef svarið væri jákvætt, það sama og Vilmunur Gylfason sagði á sínum tíma: Löglegt en siðlaust. 

Ef þetta er áfram löglegt, ætti ekki að breyta lögum sem slíkt leyfa. 

Síðasta setningin í viðtalinu við Hannes þar sem hann lýsti því sem aðalhöfundar Græðgisbólunnar stunduð, var svona "Það hefði engum dottið í hug að gera það sem við erum að gera, nema fólki, sem veit engan veginn hvað það er að fara út í. "

Þessi lýsing gildir 100% um núverandi orku- og virkjanastefnu okkar Íslendinga.  

Allt í lagi með það? 


mbl.is Segja skjölin ekkert sanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband