Flestir vilja hann og flestir vilja hann ekki.

Það er alveg dásamlegt að samkvæmt skoðanakönnun skuli flestir ekki vilja Sjálfstæðisflokkinn í stjórn á sama tíma sem flokkurinn á langmest fylgi í nýjustu skoðanakönnunum.

Ég nota orðið dásamlegt því að í þessu efni því að á yfirborðinu er þetta svo dæmigert Ragnars Reykáss heilkenni.  

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú nánast þess fylgis sem hann naut á velmektarárum sínum á lýðveldistímanum þegar hann var í ríkisstjórn í fimm áratugi af sex. 

Ef sams konar skoðanakannanir hefðu verið gerðar á þessum tíma og nú, hefðu vafalaust langflestir ekki viljað flokkinn í stjórn alveg eins og nú. 

Þetta segir sína sögu um ríginn á milli hinna flokkanna. Þegar á hólminn var komið var Sjálfstæðisflokkurinn alltaf í þeirri aðstöðu að geta kippt einum þeirra uppí til sín. 


mbl.is Flestir vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband