26.11.2010 | 13:31
Frb. 9365: Hefði þurft að vera rýmra.
Kosningarnar til Stjórnlagaþingsins eiga enga hliðstæðu hér á landi. Margir hafa miklað fyrir sér hvað þær verði seinlegar og erfiðar fyrir hvern kjósanda og það er eðlilegt í ljósi þess um hve mikla nýjung er að ræða.
Nú er það svo að ef allir kjósendur leggjast á eitt með að fara eftir hinni einföldu leiðbeiningu að greiða atkvæði og heima og skila því á kjörstað, þ. e., nota fyrirliggjandi upplýsingar heima hjá sér og merkja inn á sýnishorn af kjörseðli, þá þurfa þessar kosningar ekki að taka neitt lengri tíma en alþingiskosningar.
En fyrirfram hafa margir talið að kosningarnar á morgun yrðu seinlegar og því viljað nota utankjörstaðagreiðslu til að flýta fyrir. Margir hafa líka staðið í þeirri trú að það þyrfti að fylla út 25 nöfn en því ræður hver kjósandi fyrir sig og getur þess vegna skilað einu nafni ef svo ber undir.
Í ljósi þessa óvenjulega ástands hefði manni fundist eðlilegt að utankjörstaðaatkvæðagreiðslan stæði lengur á hverjum degi í stað þess að þar hafa myndast biðraðir og örtröð.
Of seint er breyta því héðan af og þá er bara þessi hvatning sem gildir: "Tökum þátt í Stjórnlagaþingkosningunum!"
Ljúkum verkinu heima og skilum því á kjörstað á ekki lengri tíma en við hefðu notað í Alþingiskosningum !
Rúmlega 10 þúsund kusu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.