Frb. 9365: Koma svo! Auðlindirnar í þjóðareign!

Ofangreind upphrópun, "koma svo!" er oft notuð þegar fólk gengur til keppni og verkefna. Hún á vel við í dag um hið einstæða tækifæri sem Stjórnlagaþingið gefur.

Ég heyri utan að mér þennan morgun að einhverjir viti ekki um afstöðu mína til eignarhalds á auðlindum. 

En hún er skýr: Íslandshreyfingin varð fyrst allra fyrir kosningarnar vorið 2007 að vara við því sem væri að gerast í málefnum HS orku. 

Síðan þá hefur hún ítrekað þetta alla tíð í yfirlýsingum og ég skrifað um það stanslaust allan þennan tíma. 

Kannski hef ég ekki tekið þetta nógu skýrt fram núna vegna þess að ég hélt að þessi afstaða mín ætti að liggja ljós fyrir en best er að ítreka þetta enn einu sinni. 

Að öðru leyti ætti fólk að vita hvar það hefur mig í þessu og öðru. 

Mikið mannval er í boði í kosningunum og ég hvet því fólk að nýta rétt sinn: "Koma svo!"


mbl.is Kosningin fór rólega af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað nákvæmlega skilgreinir þú sem auðlind þegar þú talar um það sem skal vera í þjóðareign?

ingveldur guðný (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 11:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fiskurinn í sjónum, vatnið, orkan í fallvötnum, jarðvarma og vindi.

Í núgildandi stjórnarskrá er ákvæði um að aldrei megi láta land af hendi til útlendinga og hið sama á að gilda um ofnagreint að mínum dómi. 

Í núgildandi lögum er ákvæði um að útlendingar megi ekki eignast meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum, en eiga allt að 49%. 

Sú prósenta er að mínum dómi of há því að hún er nokkru fyrir ofan það sem skilgreint er sem "ráðandi hlutur".  En mér finnst lágmark að hið sama gildi um orkufyrirtæki. 

Ómar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 11:34

3 identicon

En hvað finnst þér um þjólendukröfur ríkisins gegn bændum og öðrum landeigendum?

ingveldur guðný (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 12:24

4 identicon

9365.  Vonandi nærðu kjöri inn á stjórnlagaþingið. Ekki amalegt að vera með jákvæðan og skemmtilegan sáttasemjara í hópnum. Jákvæður hópur skilar alltaf af sér vandaðri vinnu.

þór (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef nokkrum sinnum bloggað um það hve þær gengu víða alltof langt og voru til mikillar óþurftar.

Ómar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 13:19

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll frændi. Þú varst efstur á mínu blaði. Síðan valdi ég einstaklinga sem fylgja að eigin sögn bindandi þjóðar atkvæðagreiðslum.

Ef þú kemst inn, áður en kemur að mínu atkvæði fær sá næsti á listanum það atkvæði - eða e-h í þá áttina.

Á ekki von á að þetta stjórnlaga þing leiði til lykta deilur um stjórnarskrána. En, ég reikna þó með því, að það verði þróaðar hugmyndir eða tillögur, sennilega nokkrar - sem síðan verði áberandi í umræðunni.

Þjóðin er of klofin til þess, að ég held, að stjl.þingið sjálft skili sameiginlegri lausn.

Þeir sem verða kosnir, muni verða byrtingarmyndir þess klofnings.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2010 kl. 13:32

7 Smámynd: predikari

Það sem um er rétt er ekki þjóðareign, enda ætti ég þá einn hluta í viðkomandi auðlindum.

Það sem um er rætt er ríkiseign og ég skil ekki bofs í neinum sem vill að ríkið sé með puttana í einhverju, hvað þá öllum auðlindum landsins sem það býr í.

predikari, 27.11.2010 kl. 23:30

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Predikari - ríkiseign er ekki sjálfkrafa slæm. Þó þú hafir lesið e-h kennisetningu sem segir slíkt.

Þ.e. yfirleitt verið að tala um, að leigja til einkaaðila, til takmarkaðs tíma, notkunarrétt. Sbr. sjávarauðlind - jafnvel má hugsa sér tímatakmarkaða leigu á vatnsfalli eða háhita svæði. 

Takmarkaðs, þá er náttúrulega verið að tala um mun styttri tíma, en sbr. frægur samningur til 65+35 ára. Ekki lengri tíma en 35 ár segi ég, vísa til orkuauðlindar. Ekki lengri tíma í einu en 10 ár, vísa til sjávarauðlindar.

Einka-aðilar nýta þá til gróða, en leiga rennur til ríkisins. Á móti getur það haft lægri skatta einhvers staðar.

Þ.e. ekkert sósíalíkst við slíkt fyrirkomulag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband