27.11.2010 | 13:39
Frb. 9365: Svar: Nei, hið fullkomna lýðræði !
Ein skemmtilegasta alíslenska hefðin sem skapast hefur eru blöndurnar sem mynda jólaölið.
Stærsti kosturinn að mínu mati er sá, að auk þess sem hægt er að kaupa tvær mismunandi gerðir af jólaöli getur hver sem er haldið sínu gamla striki og blandað þetta sjálfur í þeim hlutföllum, sem henta honum.
Ég hef meira að segja í áratugi verið með enn eina blönduna, sem er malt-appelsín-kók(pepsí).
Þessi jólablanda er því fullkomlega lýðræðisleg líkt og kosningin á Stjórnlagaþingið í dag, þar sem hægt er að velja blöndu af fólki sem byggist á því að geta valið 25-31 fulltrúa úr 523.
Hvet fólk til að notfæra sér þetta einstaka lýðræðislega tækifæri, sem verður að takast! Koma svo!
Er til rétt blanda af malti og appelsíni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í hvaða hlutföllum blandar þú svo þennan áhugaverða mjöð?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 17:40
40% malt, 40% appelsín og 20% coladrykkur.
Ómar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 22:49
Takk
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.