Frb. 9365: Ræður Ragnar Reykás för?

Ég get ímyndað mér að skoðanir og afstaða Ragnars Reykáss til kosninganna til Stjórnlagaþingsins hafi verið nokkurn veginn svona, annars vegar í september og hins vegar núna:

..............................................................................................................................................

Sept:

Þjóðin hefur lýst algeru vantrausti á Alþingi og stjórnvöld og það er ekki spurning að það er kallað eftir því að fólkið fái að ráða sjálft á lýðræðislegan hátt. Það er krafan í dag svo að hægt sé að minnka spillinguna og alls konar vankanta eins og misvægi atkvæða og svoleiðis. Það er fullt af hæfu fólki sem þjóðin sjálf á að fá að velja sér beint, og það er krafan í dag, það er ekki spurning. Nú þarf fólkið að sýna samtakamátt sinn og taka til sinna ráða og þátttakan verður að vera yfirgnæfandi mikil. 

Nóv:

Nei, heyrðu nú, 523 frambjóðendur! Ma-ma-ma-maður bara áttar sig ekki á þessu! Hvernig á venjulegt fólk að geta valið úr öllu þessu kraðaki? Þetta er algert klúður og bara sóun á peningum að vera með svona vitleysu. Þjóðin lætur ekki bjóða sér svona, það er ekki spurning. 

..............................................................................................................................................

Sept: 

Það er búin að vera svo mikil spilling í kringum þessa spilltu stjórnmálamenn með milljóna tuga fjáraustri í rándýrar auglýsingar fyrir prófkjörin. Það þarf að stöðva þessa spillingu og bruðl, það er ekki spurning. 

Nóv:

Það er alveg fráleitt, hvað litið er gert til þess að maður fái við vita hvaða fólk þetta er sem er í framboði. Það er lágmark að kynna það almennilega, annars er ekki að vita nema alls konar sérvitringar verði kosnir.  Það ber allt að sama brunni að langflestir láta ekki bjóða sér að taka þátt í svona klúðri.

..............................................................................................................................................

Sept:  

Nú þarf þjóðin að sýna gagnslausum stjórnvöldum í tvo heimana og sýna samtakamátt sinn með því að fylkja sér um nýtt og ferskt fólk til að hreinsa til, það er ekki spurning. Við heimtum beint lýðræði þar sem almenningur er virkjaður með tilkomu hæfileikafólks til þess að ryðja burtu ónýtum stjórnmálamönnum á Alþingi og í sveitarstjórnum! 

Nóv:

Nú kemur það í ljós að Alþingi ræður því alveg hvort það tekur mark á tillögum Stjórnlagaþingins og þá er það er hvort eð er alveg tilgangslaust að vera eyða mörgum mánuðum og hundruðum milljóna í þetta. Ma-ma-maður bara áttar sig ekki á svona vitleysu og það er ekki spurning, að fólk lætur ekki plata sig til að taka þátt í henni.

................................................................................................................................................

Eitt stendur þó alveg upp úr, hvað sem Ragnar Reykás segir: Því meiri sem kjörsókn verður, því meiri von er til þess að gagn verði að komandi Stjórnlagaþingi. Því sendi ég út síðustu herhvötina: "Koma svo og kjósa!

 

 


mbl.is Dræm kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég verð eiginlega að viðurkenna að það kom mér verulega á óvart hvað kjörsókn var léleg. Ég hélt að það yrði troðið út úr kosningaklefum og mætti því fyrir tíu í morgun - með hjálparlistann og reglunar allar klárar. Svo var engin biðröð.

Þegar ég hitti fólk í bænum og spurði hvort það væri ekki búið að kjósa þá voru svörin yfirleitt: "Þetta skiptir engu máli", "Það þýðir ekkert að reyna að breyta þessu", "Alþingi stoppar þetta hvort sem er", "Tekur einhver á mark á stjórnarskránni" og svo framvegis.

Sumarliði Einar Daðason, 27.11.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, mig grunar þetta. Fólkið sem talar svona fær þá bara þá stjórnmálamenn og ástand þjóðmála sem það á skilið og á þá að hætt að vera væla yfir því.

Ómar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

En við gefumst ekki upp þó á móti blási  

Sumarliði Einar Daðason, 27.11.2010 kl. 22:51

4 identicon

Tja, mér er spurn ... hversu margir hugsa svona?

"Ísland, er land sem byggist af einstaklingum.  Einstaklingurinn, er undistaða ríkissins, og því þarf ríkið að standa ábyrgð gagnvart einstaklingnum."

... og síðan, hversu margin hugsa svona?

"Spurðu ekki, hvað Ísland geti gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Ísland".

... og hver er munurinn ... hvað er átt við með "The individual vs. the collective", og á hvaða hátt tengist það lýðveldinu.

Mér er enn og aftur spurn ... hversu margir í pólitík á Íslandi, og eru í framboði eru málefnalegir og standa fyrir skoðunum sínum.  Ekki einungis "Politically Correct".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það geta verið svo margar ástæður fyrir þessari slæmu kjörsókn. Það þarf ekki endilega vera að fólk hafi gefist upp á að kalla fram breytingar sem einstaklingur í íslensku þjóðfélagi.

Ég tók eftir því til dæmis að sumir áttu erfitt með að tengja tölur við frambjóðendur. Aðrir héldu að þeir þyrftu að kjósa 25 einstaklinga. Svo voru aðrir hræddir við að skrifa ekki nægilega vel. Svo er líka hópur sem skyldi bara ekki um hvað var verið að kjósa og svo fólk sem vill ekkert með tölur að gera.

Eflaust var þetta líka í margra augum eins og flókið krossapróf. Hvaða afsakanir notar fólk ekki til þess að sleppa við krossapróf?

En við erum á réttri leið - það verður ekki tekið frá okkur

Sumarliði Einar Daðason, 28.11.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gótt handrit hjá þér Ómar,  mar mar mar bara sér sannleikann útbreiddan, það er ekki spurning.

Vona að þú náir kjöri.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.11.2010 kl. 01:47

7 Smámynd: Alexandra Briem

Mikið ofboðslega er ég sammála þér Ómar.

Þeir sem ekki mættu í dag hafa afsalað sér öllum rétti til að kvarta yfir stjórnskipan á íslandi, þrískiptingu valdsins, kvótakerfinu og auðlindamálum, pólitískum stöðuveitingum eða flokkaveldi á landinu í framtíðinni.

 Ég á ekki orð að fólk skuli haga sér svona.

Alexandra Briem, 28.11.2010 kl. 02:50

8 identicon

Ég kaus ekki því ég vil óbreytta stjórnaskrá a.m.k á meðan verið er að semja um ESB aðildina bak við tjöldin. Það þarf að breytta stjórnaskráni svo hægt sé að ganga inn í ESB svo ég lít á þá gömlu sem tryggingu fyrir því að það verður ekki hlaupið þar inn blindandi

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 22:58

9 Smámynd: Alexandra Briem

Þá áttirðu að kjósa einhvern sem var því fylgjandi að breyta engu Baldvin. Nóg af slíkum frambjóðendum.

En ef allir skoðanabræður þínir sátu heima eins og þú, þá kemst enginn slíkur inn á þingið, og þar af leiðandi meiri líkur á að niðurstaðan verði að stjórnlagaþingið muni breyta henni.

Alexandra Briem, 29.11.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband