Gott, - hefði þurft að gerast fyrr.

Fram yfir miðja síðustu öld var verkalýðsbaráttan næsta einföld. Krafist var hærri launa og bættra vinnukjara og farið í verkföll til að ná fram þessum kröfum.

Þá var vinnuvikan miklu lengri en nú og unnið líka á laugardögum. Verkföllin voru oft hörð en línurnar miklu skýrari en nú, því að hlutfall venuulegra verkamanna var miklu hærra en síðar varð og lítill munur á verkefnum þeirra í vinnunni. 

Fyrir um hálfri öld fóru menn að huga að því hvort kjarabætur gætu falist í lífeyrisrétttindum og sjóðum, sem gögnuðust verkafólki og þar með var lagður grunnur að því sjóðakerfi, sem í áranna rás hefur vaxið og orðið að mikilvægu afli í þjóðfélagi okkar. 

Fljótlega eftir að þetta kerfi var sett á komu upp raddir um nauðsyn þess að allir landsmenn gætu verið í lífeyrissjóði og að lífeyrisréttindi yrðu jöfnuð. Þetta var mikið rætt árum saman en lítið sem ekkert miðaði áfram um þetta mál. 

Það sem nú virðist vera til umræðu á vinnumarkaðnum minnir um margt á það sem var á döfunni á sínum tíma þegar sjóðakerfinu var komið á. 

Ástæðan er svipuð: Staða til kauphækkana er þröng og mun þrengri en þá og skref, sem hægt væri að stíga í jöfnun lífeyrisréttinda gætu greitt fyrir kjarasamningum. 

Á sínum tíma sýndust samningarnir um réttindin ekki vega ýkja þungt en með tímanum kom í ljós hvað þeir höfðu verið mikilvægir og hvað ávinningurinn af þeim til að efla velferð allra reyndist vera mun meiri en beinar kauphækkanir.

Reynslan af því ætti að hvetja aðila vinnumarkaðarins til þess að leggja sig fram um að taka vel og myndarlega á þessu sviði nú. 


mbl.is Ræða jöfnun lífeyrisréttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spurning væri  hvort væri ekki rétt að bóka að launþegi greiddi 12% í lífeyrissjóð og atvinnrekandi greiddi honum fyrst. Atvinnurekandi þiggur um 50.000 krónur í niðurgeiðslur á launum hvers starfsmanns í hverju mánuði á Íslandi. Persónuafláttur.

Júlíus Björnsson, 28.11.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála Júlíusi um að það er mjög villandi að tala um að atvinnurekandi greiði 8% og launþegar 4%. Alveg eins mætti segja að atvinnurekandinn greiði allt saman þ.e. 12%. Málið er að þessar greiðslur í lífeyrissjóð eru hluti af launum okkar samkvæmt kjarasamningi og þegar við erum búin að fá launin og lífeyrinn greiddan þá eru þetta okkar peningar og alveg fráleitt að atvinnurekendur skuli hafa eitthvað að segja um ráðstöfun þeirra eftir það.

Ég man það líka að þegar verkalýðsforingjar voru að gylla þetta með lífeyrissjóðsgreiðslur í staðinn fyrir launahækkanir þá var sagt að lífeyrissjóðurinn kæmi ofan á ellilífeyri óskertur en stjórnvöld voru fljót á sér að breyta því þannig að ellilaun lækkuðu í hlutfalli við lífeyrisgreiðslur. Þannig vorum við plötuð til þess að greiða fyrir ellilaunin okkar tvisvar þ.e. fyrst með sköttum og síðna með 12% af launum okkar!

Ég hnýt líka um orðalag þitt Ómar að lífeyrissjóðirnir hafi "...vaxið og orðið að mikilvægu afli í þjóðfélagi okkar." Þarna liggur einmitt hundurinn grafinn. Lífeyrissjóðirnir eiga ekki að vera neitt "afl" í þjóðfélaginu. Þeir eru ekki neinir bjargráðasjóðir eða fjárfestingasjóðir sem atvinnurekendur eiga að geta vaðið í eins og nú er raunin með þetta Framtakssjóðs-hneyksli. Ekki frekar en sparisjóðsbókin mín eða þín. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las það að stjórn landssambands lífeyrissjóðanna hefði verið tilbúin að taka heim frá útlöndum hundruði milljarða dagana fyrir bankahrun til þess að kasta þeim á bálið og láta þá hverfa að fullu eða að minnsta kosti rýrna um 50%.

Jón Bragi Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 20:34

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar ég rak fyrirtæki sá ég til þess að mínir starfsmenn ynnu fyrir öllu sínum launum og þeim kostnaði sem því fylgir. Greiða þeim laun sem hélt þeim í ánægðum í störfunum.

Ríkið borgar um 50.000 kr af skatti sérhverlaunþega, það væri líka hægt láta atvinnurekendur gera það og láta Ríkið í staðinn greiða í lífeyrissjóð lámarks framfærslu í ellinni óháð fyrri störfum. Samhliða gætu starfað frjálsir lífeyrissjóðir.

Á Íslandi eru verðbætur ekki afskrifaðar heldur vaxtavaxtaðar til að byggja og loft lífeyrissjóði. 

Erlendis skila langtíma sjóðir tilbaka of áætluðum verðbólgu vöxtum á næsta uppgjörs tímabili til að vera samkeppnisfærir og halda nafnvöxtum í lámarki. Þess vegna vaxa þessir sjóðir ekki beint upp í loftið.

Skammtímalán er líka oftar dýrari en hér enda miklu dýrari útlánaflokkur.

Verum eins og þroskuð Ríki í grunni.   

Íslendingar geta ekki byggt meira en þjóðinni fjölgar. Tóm hús í almennum lálauna ríkjum  laða ekki að í 10% atvinnuleysi.

Hugsum eins og Evrópska Sameiningin þegar það borgar sig.

Húsmiðjan er dæmi um of fjárfestingu til að byggja um upp til annarra áhættu fjárfestinga.  

Júlíus Björnsson, 29.11.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband