Þörf samgöngubót.

Brú yfir Hvítá sem styttir leiðina milli Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps er þörf samgöngubót í héraði þar sem er mikil umferð ferðafólks og nauðsynlegt að tengja saman þéttbýlisstaði.

Nefna má fleiri staði á Suðurlandi þar sem brúargerð myndi stytta leiðir, svo sem yfir Þjórsá á milli Landssveitar og Gnúpverjahrepps og á milli Skeiða og Grímsness. 

Hingað til hefur það oft tafið fyrir svona framkvæmdum að menn telja sig þurfa að bíða eftir virkjunum, sem hægt sé að nota sem forsendu fyrir þeim. 

Á helstu ferðamannaslóðum erlendis sést hins vegar að slíkt er sjaldnast talin forsenda heldur samgöngubótin og ávinningurinn af henni í sjálfu sér. 

 


mbl.is Fagna opnun Hvítárbrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband