5.12.2010 | 19:35
Möguleikarnir eru óendanlega margir.
Eilífðin og óendanleikinn eru grundvöllur alheimsins, sem á sér engin takmörk.
Tíminn á heldur engin takmörk, hann byrjaði aldrei og hann endar aldrei.
Möguleikarnir á að líf þróist víðar en á jörðinni eru óendanlega margir og sömuleiðis óendanlega margir möguleikar á lífi af óendanlega mörgum gerðum, bæði efnislegu lífi og vitsmunalegu lífi.
Hugtökin allt og ekkert eru aðeins til í afmörkuðu rými, - á svipaðan hátt og árið 2010 er afmarkaður tími en tíminn sjálfur hins vegar óendanlegur.
Áður óþekkt lífgerð fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Utan efnis: Mig langar að spyrja þig af hverju þessi frétt hefur aðeins birst á einum fjölmiðli og engin umræða hafi skapast um þetta?
Ef eitthvað er hæft í þessu er þetta einn mesti skadall síðari ára.
Þessi frétt um 12aura á kílóvattstund, er hvergi nema á RUV. Samkvæmt fráttum frá fyrr í ár á norðurál að vera að borga 2.1 krónu kwh. Hér er talað um hámarkið 1kr kwh. Ef allt væri eðlilegt væri allt komið í háaloft hér á Íslani við þessa "uppljóstrun". En ekkert heyrist. Hvað er í gangi?
Það að bandaríska ríkið hafi milligöngu um samninga einkafyrirtækja á orkuverði frá landdsvirkjun og hafi pressað það niður um 85% án sýnilergrar fyrirhafnar eða fortalna, er einnig í meira lagi furðulegt og enn meiri ástæða til þess að menn rjúki upp til handa og fóta, en þetta er ekki einusinni nefnt einu orði í fjölmiðlum. How come?
Erum við í einhverju twilight zone hérna?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 23:19
Í óendanlegum tíma eru möguleikarnir óendanlegri og allt hefur gerst óendanlega oft áður o.s.f.r. Bíddu, ég hef lesið þetta áður? -:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2010 kl. 23:33
Jón Steinar Ragnarsson,
Iðnaðarráðherra segir að álfyrirtækin hér séu varin gegn sértækum skatti
Þorsteinn Briem, 6.12.2010 kl. 00:28
Já, Svanur minn, og þetta á eftir að verða fest á blað óendanlega oft.
Ómar Ragnarsson, 6.12.2010 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.