Hlýindi á Labrador og Suður-Grænlandi.

Ef einhverjir eru farnir að efast um hlýnun loftslags vegna kaldra daga að undanförnu, bæði hér á landi og á meginlandi Evrópu, ætti hann að kynna sér hvernig veðrið hefur verið á Nýfundnalandi, Labrador og Suður-Grænlandi undanfarnar vikur.

Það þarf raunar ekki að hafa mikið fyrir því að sjá þetta því að hiti á þessum slóðum sést vel á yfirlitskortunum, sem birt eru með veðurfregnum Sjónvarpsins á hverju kvöldi. 

Í fyrradag sást hvernig hlýr loftmassi barst frá norðanverðum Grænlandsjökli til suðausturs yfir Íslands og verður slíkt að teljast frekar óvenjulegt. 

Hnattræn hlýnun birtist í meðaltalshita á jörðinni en ekki á tímabundnum sveiflum á einstökum svæðum. 


mbl.is Svipaður hiti hér og í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er alveg hárrétt Ómar. Þetta ár verður einnig eitt af þeim heitustu frá upphafi mælinga þrátt fyrir t.d. kuldakaflan umtalaða í Evrópu, sjá t.d. Og árið verður…, þar sem Halldór Björnsson skoðar líkurnar á því að árið í ár verði það hlýjast frá upphafi mælinga. Svo má einnig benda á að í vor og sumar mældist hlýjasta 12 mánaðatímabil frá því mælingar hófust, sjá NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er sveiflukennt en í Alaska kvarta þeir yfir kulda jafnvel syðst 20C í Anchorage í fyrradag og Fairbanks svipað. Barrow við Beaufort hafið er 29c stig. Ég held að menn ættu bara að vera rólegir með heims hitastigið. Það verður eilíft veður og eilífur hiti og kuldi svo hvernig væri að koma upp kuldastigs veðbanka. Alaska búar hafa lengi haft veðbanka með hvenær ísinn bráðnar/brýtur sig lausan á fljótunum sínum s.s. Yukon ofl. Ef það verður hlýtt í Grænlandi og Kanada þá er það bara afþví góða . 

Valdimar Samúelsson, 6.12.2010 kl. 12:09

3 identicon

Já, og þið Íslendingar ... sem svo rækilega hafið lesið Íslendingasögurnar.  Spjaldanna á milli, ættuð að muna að fyrir rúmum þúsund árum þá var enn heitar á þessum slóðum en í dag.  Og þeir Ameríkanar sem borað hafa í grænlandsjökum, og hafið sínar rannsóknir þar geta einnig staðfest að um 180 ára hlýindaskeið var að ræða á akkúrat þessu tímabili.  Og þið sem erun ennþá betur að ykkur, vitið að fyrir 4000 árum, var svoleiðis hlýindaskeið í Svíþjóð að öll Svíþjóð var hulin Eyk og Bók, um langt skeið.  Og einu sinni fyrir langa löngu, þá kattekat ofansjáfar ... sjá má á hafsbotni þar, leifar af mannabyggðum á þessum slóðum ...

Er ekki kominn tími til að menn hætti þessari móðursýki um heimshitastigið ... alltaf verið að selja "heimsendi" til fólks ... og það eina sem verður af þessum heimsendi, er ný bíomynd sem menn græða miljarða á ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 18:57

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott hjá þér Bjarni en þetta eilífa væl í landanum er mannskemmandi, Ég segi stundum 'slendingum' . Ástralir hættu þessu CO2 programmi vegna kreppunnar og sjálfsagt eru þeir farnir að trúa því að þetta sé bara rugl. Íslendingar ættu að gera það sama.

Valdimar Samúelsson, 6.12.2010 kl. 19:19

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Er ekki kominn tími til að menn hætti þessari móðursýki um heimshitastigið ... alltaf verið að selja "heimsendi" til fólks ... og það eina sem verður af þessum heimsendi, er ný bíomynd sem menn græða miljarða á ..."

Hafðu ekki áhyggjur, Bjarne, þú byrð í ríku hátæknisamfélagi sem hefur alla möguleika á að aðlagast þessum breytingum. Helstu óþægindi sem þú gætir orðið fyrir er að sjá fólk með framandi menningu flytja inn í land þitt, fólk sem er að flýja breyttar aðstæður heima fyrir á borð við breytt úrkomumynstur, saltmengað grunnvatn eða einfaldlega að land þess er sokkið í sjó. Ég legg til að þú reynir að hugsa aðeins dýpra út í það sem þú segir og hafir meiri samúð með fólki sem getur ekki gefið börnum sínum að borða vegna þess að við vesturlandabúar höfum með framferði okkar breytt veðurfari jarðarinnar.

Í stuttu máli, þá eru þeir sem hafa litla tækni og búa við fátækt miklu viðkvæmari fyrir þessum breytingum en þú, Bjarne.  Hvort þú lætur þig það einhverju skipta getur þú átt við samvisku þína.

Hörður Þórðarson, 6.12.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband