En Davíð varaði samt alvarlega við ?

Enn er í minnum það sem Davíð Oddsson sagði um það að hann hefði einslega strax á útmánuðum 2008 varað Landsbankamenn og fleiri við því að hrun gæti dunið yfir.

Árni Mathiesen segir hins vegar að aðrir hefðu á þessum tíma ekki haft svona miklar áhyggjur heldur aðallega af lausafjárvanda Landsbankans og því ekki verið efni til mikilla aðgerða. 

Í lokin er síðan klykkt út með það að hvort eð er hefði engu breytt þótt stjórnvöld hefðu gripið hraustlega í taumana, það hefði jafnvel orðið verra ef þau hefðu gert það. 

Og Árni segist enga ábyrgð hafa borið á bönkunum, þeir heyrðu undir viðskiptaráðherrann sem reynt var að halda sem mest frá upplýsingum og umræðum í innsta hring stjórnarinnar. 

Þar með skilur maður betur það sem Árni sagði á Alþingi þegar einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn voru að agnúast út í stjórnarstefnuna vorið 2008: "Sjáið þið ekki veisluna, drengir?" 

Í ágúst 2008 tók Geir H. Haarde svo til orða þegar hann var spurður út í orðalagið "að aðgerðarleysið hefði borið árangur" að það væri kannski ekki svo fjarri lagi, því að gengisfall krónunnar hefði stórminnkað viðskiptahallann. 

Setningarnar "hvort eð er", "maybe I should have" og fleiri slíkar lifa í minningunni. 


mbl.is Flutningur Icesave ekki bætt stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér rennur kallt vatn milli skins og hörunds þegar þú segir að Árni hafi tekið svona til orða.  Þetta er afskaplega skammtíma gaman, að laga viðskiptahallan á þennan hátt.

Í log síðari heimsstyrjaldar, fékk McArthur bandaríkjamenn til að byggja upp Japan.  Til uppbyggingar notaði Bandaríkin japan til að framleiða fyrir sig ýmsar afurðir, sem svo síðar setti stoðir undir þá tæknivæðingu sem varð í Japan.  Bandaríkjamenn gerðu ýmislegt svipað á tímum Marshall hjálparinnar, og má þar nefna Ericsson, sem lengi framleiddi IBM vörur, eins og 3270 terminala til IBM stórtölvna.  Sama gerði Siemens í þýskalandi, en allt þetta var gert fyrir tilstilli bandaríkjanna og þeirrar aðstoðar sem þeir veittu.

Síðar, á tímum Ronald Raegan, og seinna á tímum Clinton.  Klöguðu menn mikið yfir að Japanir keyptu ekki Amerískar vörur og viðskiptahallinn væri því of mikill við Japan.  Þá færðist þessi iðnaður (Kísiliðnaður) yfir til Kóreu, og Kína.  Núna er kína að verða stærsti aðili þessa efnis í stað Japans áður.  Allt gerist þetta, vegna þess að viðskiptahallin er of mikill.

Ég verð að segja, að menn hugsa ekki eins rökrétt og bandaríkjamenn í þessum málum ... bandaríkjamenn setja ekki neitt gull, eða fasteignir, að veði, fyrir sínar skuldir.

Af hverju ekki, að notfæra sér þá aðstöðu að menn vilja fá "skuldir" greiddar af Íslendingum til að laga hallan fyrir Íslands hönd.  Þessir aðilar vilja fá sínar inneignir greiddar, og ekkert að því .... en ekki kemur til greina í mínum huga að leggja Ísland að veði, eða neinar aðrar fasteignir yfir höfuð.  Og þá er bara eftir að fá þjóðir til að taka við Íslenskum vörum, eða heimila Íslandi að framleiða vörur eins og þeir heimiluðu Svíþjóð, Þýskalandi hér áður ... og japan, kóreu og kína nú.

... það er bara heimska, að nýta sér ekki tækifærið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni Mathiesen segir hins vegar að aðrir hefðu á þessum tíma ekki haft svona miklar áhyggjur heldur aðallega af lausafjárvanda Landsbankans og því ekki verið efni til mikilla aðgerða.

Sá hefur ekki skilið bankamál, því þ.e. einmitt lausafjárvandi sem er hin klassíska krýsa sem gerir banka gjaldþrota.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 23:52

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað hefði það kostað nokkurn pening að færa Icesave eignir yfir í Heritage bankann, enda settu bresk yfirvöld fram kröfu um fjármagn á móti. En, á móti hefði verið hægt að spara:

*Icesave deiluna.

*Hryðjuverkalög.

*Að KB banki var tekinn niður - (en ekki er hægt að fullyrða með 100% öryggi að hann hefði hrunið enda var hann þá nýbúinn að fá sameiginlegt rekstrarlán Ísl. stjv, dansrka stjv. og Norskra. Nam það samanlag háum fjárhæðum - sem hefði átt að duga þeim til rekstrar um nokkur skeið á eftir).

**Síðan má einnig spyrja sig, af hverju í andskotanum var Landsbanka heimilað að starta Icesave reikningum í Hollandi í að mig rámar í Júní 2008?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð athugasemd, frændi.

Ómar Ragnarsson, 7.12.2010 kl. 00:11

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega Einar, banki sem hefur ekki lausafé er gjaldþrota um leið og næsti viðskiptavinur labbar inn og vill taka út peningana sína.

En í stað þess að viðurkenna gjaldþrotið strax veturinn 2007-8 tóku Landsbankamenn slagorðið "ekki gera ekki neitt" einum of bókstaflega og hömuðust alveg fram í rauðan dauðan við að "veggfóðra" yfir vandamálið með sparifé útlendinga. Á meðan sátu Árni og félagar hinsvegar á höndum sér og gerðu einmitt ekki neitt.

Að sjálfsögðu hefðu stjórnvöld átt að kæfa þetta IceSave fyrirbæri strax í fæðingu, og aldrei að heimila svo stórfellda innlánasöfnun erlendis. En að gera ekki neitt var samt örugglega næstbesti kosturinn, enda aðeins um tvo möguleika að ræða, annaðhvort að gera eitthvað, eða gera ekki neitt. Þegar möguleikarnir eru aðeins tveir þá er sá versti auðvitað sjálfkrafa líka næstbestur. Mikil er eftirávizka dýralæknisins...

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2010 kl. 04:15

6 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Sammála mönnum hér ! 

Hitt er annað að í áliti Seðlabanka Evrópu varðandi "Review of
Directive 94/19/EC on Deposit-Guarantee
Schemes (DGS)" segir að "ríkisábyrgð gangi gegn Art. 101 of the Treaty".

In case the funding gap resulting from this
target level proves to be substantial, a transition
period may be required for DGS to achieve the
target level. Funding arrangements must comply with the monetary
financing prohibition laid down in the Treaty,
and in particular with the prohibition of national
central banks providing overdraft facilities or
any other type of facility within the meaning of
Art. 101 of the Treaty.
http://www.ecb.int/pub/pdf/other/eurosystemsstanceoncommissionsconsultationondepositguaranteeschemes200908en.pdf

Hólmsteinn Jónasson, 7.12.2010 kl. 11:25

7 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Ómar ég hélt að þú hefðir fyrir löngu verið búinn að sjá að Ríkissjórnin var hætt að hlusta á Davíð,ráherrarnir tóku meira mark á bankastjórum einkabankanna

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 7.12.2010 kl. 12:49

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er samt gaman að rifja upp viðtal Jóhanns Haukssonar við Guðmund L. Ólafsson 17. nóvember 2007:

Fréttamaður: Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?

Guðmundur: Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng. “

Flosi Kristjánsson, 7.12.2010 kl. 14:14

9 identicon

Ekkert af þessum bönkum hefðu getað lifað til lengdar.  Bankamálin voru ævintýri, fjármálaspilamenska sem byrjaði með tölvuspilum í verðbréfum, og var í grunni sínum byggð á spilafíkn og monti.  Verðbréfaviðskipti eru enginn trygging fyrir útlánum, og án tryggingar er "hlaup á bankann" bara tímaspursmál. Harðsvíraðir erlendir spákaupmenn, munu alltaf hafa yfirhöndina ...

Hér í Svíþjóð var hent gaman að því að kaupa Ísland,  leggja Íslensku niður og breita henni í "svengelsku". Þetta hrun á að vera mönnum víti til varnaðar ... því næst verða Íslendingar mjög líklega beittir valdi af frændum, vinum og vandamönnum.  

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 14:39

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ríkisstjórnin hlustaði ekki á Davíð vegna þess að hann talaði ekkert við hana, heldur í einkasamtölum við bankastjóra Landsbankans og örfáa þá, sem næst honum stóðu.

Davíð talaði ekki mánuðum saman við viðskiptaráðherrann, sem þetta mál heyrði þó undiræ. 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2010 kl. 16:41

11 identicon

Nú leyfi ég mér að taka upp hanskann fyrir Davíðs hönd.

Það sem við vitum af atriðum nokkrum vel fyrir hrun, er að kallinn hafði áhyggjur af þenslunni sem átti sér stað eftir að einkavæðingin fór á fullt. Gott og vel, enda kallinn sjálfur einn aðal-prómóterinn í þeim dansi.

Þarna er einn svaka púnktur, sem veldur kannski vatnaskilum, þá er Davíð ber það upp á Jón Ásgeir að hann hafi reynt mútuleið til að greiða sína leið. Voru þetta ekki "vesælar" 300 milljónir, Davíð varð FOJ, vitni voru breysk, niðurstaðan svo engin, nema að Davíð sætti gífurlegri tortryggni.

Á meðan fór Jón Ágeir til tortúlu, sem hann misskildi fyrir tortilla. Alltígúddí, Davíð eitthvað að baula og enginn tekur mark á honum. Þá var Davíð bundinn við þann kost að  geta bara skrattast utan fjölmiðla að mestu, og svo eru stundum jábræður eingöngu svo lengi sem þarf, - altso, - ekki allir flokksbræður, fyrrum samstarfs sflokkbræður, - og systur, - félagar eða kunningjar. 

Það var nefnilega veisla í gangi, og Dabbi var ekki memm. Enda allir að éta nammi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 22:13

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á 2. góðar greinar um vandann í Evrópu.

http://www.project-syndicate.org/commentary/rogoff75/English

Skv. Rogoff er krýsan um margt lík krýsunni í S-Ameríku á 9. áratugnum - þ.e. tímabil hagv. á 8. áratugnum endaði með krassi v. upphaf 8., í kjölfarið gengust nokkrar ríkisstj. S-Ameríku í ábyrgðir fyrir stóra rekstraraðila taldir of mikilvægir til að falla, svo á endanum varð krýsan einnig skuldakrýsa ríkissjóðanna sjálfra. Á endanum, var svokallað Brady Bond plan tekið upp þ.e. skv. hugm. Brady sem var fjármálaráðherra USA þess efnis að boðin voru skuldabréf sem Bandar. gengust í ábyrgð fyrir en ríkisstj. í vanda borguðu af. Kosturinn var, að vegna ábyrgðar USA lækkuðu vaxtagjöld ríkjanna sem tóku þátt í prógramminu mikið. Í tilvikum var einnig knúnrar fram höfuðstóls hækkanir.

En ábending Rogoff er einmitt að ekki fyrr en endurskipulagning skulda skv. Brady Plan fór að skila árangri, upp úr 1987 að S-Ameríka fór að rísa út úr kreppunni.

-----------------

http://www.li.com/attachments/Legatum%20Institute%20-%20Can%20the%20euro%20survive.pdf

Samanburðurinn sem finna má í þessari grein er áhugaveður. Ekki síst á vanda Argentínu sem þá var með tengingu v. dollar, og því ekki með möguleika til að fella gengi, til að milda kreppuna hjá sér. 

Það var ekki fyrr en að hagkerfið hafði hrunið saman um 25% unfir AGS prógrammi, sem á það sameiginlegt með björgunarpökkum Írlands og Grikkl. að Argentína var þá með gengi síns gjaldmiðils fast v. Dollar og gat ekki fellt. Þetta gerir samanburð því áhugaverða við krýsuna í Argentínu þá.

En, fyrir rest var kosin til valda ríkisstj. sem tók landið út úr prógramminu, afnam tenginguna v. dollar og heimilaði stórt verðfall hans. Í kjölfarið fór Argentína í greiðslustöðvun gagnvart útlöndum.

-------------

Greinarhöfundur spári því að fyrir rest gerist svipað fyrir Spán, Portúgal, Írland og Grikkland - að löndin yfirgefi Evruna.

Fyrir okkur er þessi samanburður einnig áhugaverður. En, þó svo við höfum mildað kreppuna með gengisfellingu. Er skuldastaða ríkissjóðs alls ekki auðveld. 

Greiðslufall, er alls ekki enn orðið ólíklegt, þó hættan sé smáma saman að fjara út. Er hættan enn umtalsverð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.12.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband