Undirstaða atvinnulífsins vestra.

Fyrir nokkrum árum mun það hafa gerst í vestfirskum skóla að kennarinn spurði börnin, hvað væri það dýrmætasta sem Ísland ætti. 

Eitt barnið rétti upp höndina og kennarinn ítrekaði spurninguna: "Hvað er það dýrmætasta sem Ísland á?"

"Pólverjarnir" svaraði barnið. 

Mér kemur þessi saga, hvort sem hún er sönn eða ekki, oft í hug þegar ég kem vestur á firði, einkum þegar komið er niður á bryggju og á stundum erfitt að finna innfæddan Íslending. 

Útlendingar hafa ekki aðeins skaffað nauðsynlegt vinnuafl í frystihús, hafnarvinnu og þjónustustörf, heldur hefur flust til landsins hæfileikafólk á ýmsum sviðum, svo sem í tónlist, sem hefur auðgað menninguna. 

Þetta á ekki aðeins við um Vestfirði heldur ýmsar dreifðar byggðir víða um landið. 

Hin árlega Þjóðahátíð, sem haldin er á norðanverðum Vestfjörðum, er glæsilegt tákn um það hvernig Vestfirðingar hafa tekið á þeim viðfangsefnum, sem það hefur í för með sér að allt að fimmtungur íbúa sé af erlendu bergi brotinn. 


mbl.is 10% Vestfirðinga með erlent ríkisfang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband