Kína að verða fordæmi ?

Árum saman hefur það réttilega verið hneykslunarefni hvernig kínversk stjórnvöld reyna allt sem þau geta til þess að loka þjóð sína af frá "óæskilegum" upplýsingum og skoðunum sem falla ekki í kramið í því alræði eins flokks, sem þar er við lýði. 

Nú sjáum við grilla í svipaða viðleitni gagnvart fyrirtæki á okkar landi fyrir það eitt að hafa miðlað upplýsingum, sem margar hverjar hafa verið gagnlegar til þess að við áttum okkur betur á veröldinni eins og hún er. 

Enginn ástæða hvað varðar það að fyrirtækið hafi brotið lög er gefin, heldur er borið við "erlendum þrýstingi". 

Ekki hafa verið færðar sönnur á að Wikileaks hafi brotið lög, heldur blasir það við, að einhverjir innan bandaríska stjórnkerfisins hafi brotið þær reglur sem í því gilda og nærtækara að grafast fyrir um málið innan þess kerfis í stað þess að ofsækja fyrirtæki erlendis. 

Það er hastarlegt ef hið ljóta athæfi kínverskra stjórnvalda, sem vestræn ríki hafa fordæmt áratugum saman, á nú að verða fordæmi í okkar eigin ranni. 


mbl.is „Gróf aðför að tjáningarfrelsinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Ómar Ragnarsson, stjórnlagaþingmaður. Wikileaks dreifir þýfi og hefur sannanlega stefnt lífi fólks í hættu með því uppátæki sínu. Bara það eitt er nóg til að dæma alla starfsmenn "uppátækisins" WikiLeaks. Þar fyrir utan er hvatning til að stela og brjótast inn í leynileg skjöl fjrálsra ríkja, einnig glæpur. WikiLeaks hefur hvatt til þess að menn stundi þann verknað!

Þeir sem stunda glæpi í Bandaríkjunum til að uppfylla óskir "uppátækisins" WikiLeaks eru meðsekir. En sá sem hvatti til glæpsins ber ávallt stóra ábyrgð.

Ég leyfi mér í nafni tjáningar- og ritfrelsis, sem og með réttinn til að birta gögn að leggja þessa mynd af stofnanda WikiLeaks á bloggið þitt. Tjáningarfrelsi mitt fær mig til að velja myndinni texta. En, ég er einu sinni þannig gerður, að ég forðast fyrirtæki manna, sem leggst með valdi á sofandi konur (eða vakandi).

Its so little

Maids, I have a tiny secret I would be glad to share with you, but I have one problem: It's allergic to condoms.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2010 kl. 15:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt ofangreindum skilningi var það forkastanlegt þegar Washington post fjallaði um upplýsingar sem lekið var út um innbrotið í Watergate. Þær upplýsingar voru sem sagt "þýfi." 

Og sú hvatning sem blaðamenn Washington post veittu starfsbræðrum sínum um allan heim til rannsóknarblaðamennsku af þessu tagi var þá væntanlega líka refsiverð. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið fráleita innsláttarvillu. Blaðið heitir auðvitað "The Washington Post".

Ómar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 15:28

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Munurinn á hagsmunum þjóðar eða ríkis, er ekki sá sami og hagsmunir rotins Repúblíkanaflokks, og tel ég nú að flestir í BNA geri greinamun þar á, þótt margir í Evrópu telji Ameríkana heimska og einfalda.

Watergate-hneykslið var vegna valdníðslu Repúblíkana, ekki vegna þess að einhver diplómat í París sagði það sem við vissum, t.d. að Sarkozi væri frekar hlægileg týpa, að Merkel væri stundum merkileg með sig og að Ingibjörg Sólrún væri samanbitin og svekkt kona sem vildi ná sáttum í Miðausturlöndum, þegar þjóð hennar og íslenska ríkið var á heljarþröm.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2010 kl. 15:34

5 Smámynd: Durtur

Ef það vissu allir hvað fólk var að segja í þessum skjölum, Vilhjálmur, hvar liggur þá vandamálið? Ég er altént búinn að sjá margt sem ég hefði síður vilja missa af, t.d. að BM-25 eldflaugaógn Írans er (eins og svo margt annað) hugarburður Bandaríkjamanna o.m.fl. Ef WikiLeaks hefði verið sett á stofn áratug fyrr er líklegt að þessi fávitagangur í Afganistan og Írak hefði aldrei byrjað.

En varstu þá ekki líka á móti lekanum á Pentagon-skjölunum í fyrndinni og þjófnaði Litla Landsímamannsins forðum daga? Finnst þér virkilega best að byggja heimsmyndina á blekkingum og misskilningi?

Durtur, 10.12.2010 kl. 17:25

6 identicon

"Ef WikiLeaks hefði verið sett á stofn áratug fyrr er líklegt að þessi fávitagangur í Afganistan og Írak hefði aldrei byrjað."

Mikið rétt og ekki seinna vænna að afhjúpa alla þessa glæpi og spillingu, hver sá sem styður áframhaldandi pukur og baktjaldamakk hlýtur að eiga annarlegra hagsmuna að gæta eða er gersamlega heilaþveginn af " The Military Industrial Complex " geggjuninni sem er að tröllríða mannkyni. Meiri leka, meira gegnsæi og minni spillingu og hrossakaup.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:50

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Vilhjálmur Örn talar um "þýfi" og gæpinn að "stela og brjótast inn í leynileg skjöl fjrálsra (sic.) ríkja". En hvað með glæpinn sem felst í njósnum leyniþjónustu BNA og að safna saman upplýsingum í leyfisleysi? Svo er líka hægt að velta vöngum yfir því hvort að sé við nokkra aðra að sakast en þá sjálfa sem ekki gátu betur passað upp á skjölin.

Allavega virðist einn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins átta sig betur á samhengi hlutanna:

Sigurður Hrellir, 10.12.2010 kl. 17:51

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er eins og margir og sérstaklega Vilhjálmur hafi skyndilega gleymt því að bandarísk lög gilda aðeins í Bandaríkjunum, og þeirra ríkisleyndarmál eru ekki ríkisleyndarmál annara ríkja. Hvað menn gera við einhver skjöl utan Bandaríkjanna varðar einfaldlega ekkert við bandarísk lög, og ekki er þetta heldur brot gegn ríkishagsmunum annara ríkja því ekki eru þetta þeirra skjöl. Það sem ekki felur í sér brot á lögum er löglegt, og þar sem bandarísk lög ná ekki út frá landamærin felur birting skjala utan þeirra ekki í sér brot á neinum lögum. Það er því ekkert um neitt hugsanlegt lögbrot að ræða.

Það má hinsvegar eflaust rökræða réttlætinguna fyrir birtingu þeirra útfrá siðferðislegum sjónarmiðum, en hvort eitthvað sé hugsanlega siðlaust breytir engu um hvort það sé löglegt. Og ef einhverjum finnst eitthvað stendur í þessum skjölum vera siðlaust, þá er rétt að hafa í huga hver það var sem skrifaði þau, og ekki var það WikiLeaks. Sá sem hefur hreina samvisku óttast aldrei sannleikann, þess vegna er líka skiljanlegt að bandarískum stjórnvöldum sé illa við að þessi skjöl séu birt.

Hvað varðar meinta kyferðislega áhætuhegðun boðberans, þá er varla að sjá að mannlegir breyskleikar breyti neinu um upplýsingagildi skjalanna sjálfra. Þegar maður les bók þá er maður varla að velta þér upp úr því hvort bóksalinn sem seldi hana sé barnaníðingur eða lemji konuna sína, eða hvað? Bókin er alltént söm hvort eð er.

Svo gæti þetta líka verið allt saman ein stór leiksýning. Hvað vitum við svo sem?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2010 kl. 18:15

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Það er hastarlegt ef hið ljóta athæfi kínverskra stjórnvalda, sem vestræn ríki hafa fordæmt áratugum saman, á nú að verða fordæmi í okkar eigin ranni. "

Alveg sammála. Hvað Vilhjálm varðar virðist hann hafa fengið þá flugu í höfuðið að betra sé að vaða i villu og svíma en að fá sannar upplýsingar. Getur verið að þessi sannleikur komi við einhver kaun hjá honum? Ég vil að lokum ráðleggja honum að hætta að leika sér að stelpumyndum og fá sér alvöru drátt í staðinn.

Hörður Þórðarson, 10.12.2010 kl. 18:49

11 identicon

Ég bý í Bandaríkjunum og eins og er eru hér hafa fyrirtæki tekið upp á að loka á Wikileaks á eigin spítum.  Gott mál að mínu mati. Í þessum síðasta leka hefur ekkert af viti komið út nema að Ameríka stendur sig vel þegar að kemur að halda ró og frið í heiminum.  Svo segist Assage hafa upplýsingar sem muni vera mun hættulegri og hann muni sleppa þeim ef eitthvað kemur fyrir hann.  Hmmm hann gæti líklega startað þriðju heimsstyrjöld ef hann vil....hmm hjómar eins og Dr Evil.....gæti jafnvel verið hryðjuverka maður. ég sef ekki vel vitandi af þessu.  Ætli við svæfum nokkuð vel ef við vissum all sem væri að ske í heiminum?

Jakob Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 21:01

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jakob. Ég veit nú þegar nóg til þess að sofa ekki neitt hvort sem er. Það sem heldur mér samt mest vakandi nú orðið er aðallega tilhugsunin um allt hitt, sem ég veit ekki hvað er en veit samt að er til. ("The known unknowns.")

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2010 kl. 02:05

13 identicon

Gott mál, þér líður örugglega betur nú þegar þú veist að einhver veit hvað er að ske í heiminum. Hvað eru Kína og Norður Kórea að gera?

Góða nótt

Jakob Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 02:36

14 identicon

Djöfull er hlægilegt að sjá fólk verja árásir BNA á Wikileaks..og það vegna þess að "fólki sé stefnt í hættu" og birtingarnar séu ólöglegar...

Hvað um ólöglegu árásarstríðin í Afganistan og Írak sem voru byggð á lygum stjórnvalda BNA sbr meint gereyðingarvopn og Osama sem var aldrei kærður fyrir hryðjuverkin í BNA- engin líf í hættu þar? Og hvað með viðbjóðslegu geislavirku DU vopnin sem voru notuð - engin hætta á ferðum?

Svo má ekki gleyma Valeire Plame málinu, þar sem stjórnvöld BNA, sem þykir svo vænt um öryggi starfsmanna sinna, kom upp um eigin njósnara, Valerie, til að hefna fyrir það að maðurinn hennar Joseph Wilson opinberaði sögusagnir stjornvalda um uranium kaup Saddams sem lygar...HRÆSNI?

Og svo má ekki gleyma því að þessi sömu stjórnvöld, sem þola ekki wikileaks, eru í forystu í heiminum í dag í persónunjósnum á ríkisborgara sína og alla aðra....með langflest fanga/höfðatölu í heiminum...pyntingar- og leynifangelsi út um allan heim...allt saman löglegt samkvæmt Patriot Act sem var smíðaður eftir neyðarlögum Hitlers...sem er ennþá í gangi í dag 9 árum eftir árásirnar..og það eru lög á leiðinni í gegnum þing BNA sem heimila fangabúðir undir stjórn hersins...alveg eins og hjá Dolla gamla. ef einhver vill skoða fumvarpið http://www.govtrack.us/congress/bill.xpd?bill=h111-645  ...og svo er fólk eins og Vilhjálmur að verja þessa fasista. Þvílík kaldhæðni.

 Fyndið að það er ekki Norður Korea sem í herferð gegn wikileaks sem virtir skjöl sem koma upp um spillt stjórnvöld, ekki Kína, ekki Iran.. heldur BNA.

 Ómar Ragnarsson - ertu vakandi?

magus (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband