Erum við með í þessu?

Íslendingar hafa alla tíð staðið langt að baki nágrannaþjóðum okkar hlutfallslega í aðstoð við þróunarríki.

Í embættistíð Halldórs Ásgrímssonar þokuðumst við aðeins upp á við en síðan hefur aftur hallað á ógæfuhlið. 

Ég tel að ekki sé of djúpt í árinni tekið að nota orðið ógæfuhlið í þessu efni, því þegar litið er til þeirrar örbirgðar, ömurlegs umhverfis, sults og seyru, sem viðgengst í þessum ríkjum, verða vandamál okkar hér heima næsta léttvæg. 

Það er hins vegar umhugsunarefni ef stór hópur samborgara okkar á ekki fyrir mat. Leggst sú skömm þá ofan á þá skömm að okkar ríka samfélag heldur sig í skammarkróknum varðandi hjálp til nauðstaddasta fólks í heiminum. 

 


mbl.is Stóraukin framlög til þróunarríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit ekki almennilega hvort það er "afsökun";að við séum bara rúml. 300 þúsund, en hitt veit ég, að margir útlendingar furða sig á að við skulum geta rekið hér sjálfstætt nútíma þjóðfélag, langt út í ballarhafi.

Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við það að furða sig á þessu. Þetta er ekki sjálfgefið, en við erum orðin svo vön því að búa hérna, að við vitum hvað þarf til.

Í dag virðist okkur ekkert veita af öllum okkar fjármunum, því hvaða gagn er af óaflögufærri þjóð? Ég held að við ættum að einbeita okkur að sjálfum okkur næstu misserin og jafnvel árin, (vonandi ekki áratugina).

Það er hins vegar einhver slatti af fólki vel aflögufært hér á landi, og þá er ég ekki bara að tala um þá "ríku" (sem fengu afskrifað). HÉR er krækja þar sem fólk getur valið um hvert það vill beina hjálparstarfi sínu, innanlands sem utan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir með Gunnari Th. Gunnarssyni og bendi á að það var ólíkt um að litast hér norður á íslandi og í Danmörku þegar við vorum að skríða útúr torf kofunum. Þá höfðu þeir haft þúsund ár til að byggja upp en við höfum nú í dag haft um hundrað. 

Ég held að við þurfum ekkert að skammast okkar þó við notum okkar til að komast almennilega á lappirnar og hættum að reyna að gera allt svo sem værum við miljóna þjóð. 

Ef okkur langar endilega til að styðja við einhverja þá ættum við að hugsa til næstu nágrana okkar.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2010 kl. 17:47

3 identicon

Vandamálið er það, að þessum löndum er enginn hagur í því að fá smá aura frá Íslandi.  Eins og komið hefur fram margsinnis, þá eru þeir aurar fremur til að spilla þar fyrir en hitt.

Íslandi væri nær, að nýta það sem það hefur aflögu til að tryggja Íslenskt samfélag fyrir Íslendingum, heima og erlendis.  Þegar lífið er tryggt Íslendingum, geta þeir síðan reynt að hjálpa öðrum.

Maður þarf að hafa það í huga, að þeir flóttamenn sem komast erlendis eru sjaldnast þeir sem þurfa mest á hjálpinni að halda, nema kanski í einstökum undantekninga tilfellum.  Margir hverjir eru vell ríkir, og eru vart komnir hingað þegar þeir opna verzlanir með söluvörur sem Íslendingar yrðu grænir yfir.

Sjáið "slumdog millionaire" ... hversu mörg af þeim fátæku þar, haldið þið að geti komið sér til vesturlanda?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 18:50

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að gera brunna í Mosambik er eitt af hjálparstörfum Kirkjunnar. Vatn er "olía" 21. aldarinnar. Tékkið á þessu: http://help.is/page/mosambik

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2010 kl. 19:04

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bjarne, ég hef farið þrjár ferðir til Mósambík og Eþíópíu til þess að sjá með eigin augum hvað tiltölulega litlir fjármunir geta gert gríðarlega mikið gagn, sé þeim rétt beitt eins og var á þeim stöðum þar sem ég sá afrakstur hjálpar Íslendinga. 

Ómar Ragnarsson, 11.12.2010 kl. 20:18

6 identicon

Margt er hægt að gera fyrir tiltölulega litla peninga. T.d. má nefna vatnsveituverkefni sem Ísland hefur stutt í Namibíu. Einnig má nefna stuðning við menntun heyrnarlausra í sama landi. Við Íslendingar munum ekki breyta heiminum, en við getum breytt aðstæðum sumra í löndum þar sem aðstæður eru verri en hjá okkur. Vanda þarf val og ekki færast of mikið í fang.

Vilhjálmur Wiium (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 20:36

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver og einn getur látið lítið eitt af hendi rakna, eftir efnahag sínum. Við eigum ekki að bíða eftir að ríkið geri alla hluti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2010 kl. 21:52

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir hundrað árum voru Íslendingar að öllum líkindum fátækasta þjóð Evrópu, jafnvel fátækari en Albanir sem í dag er að öllum líkindum fátækasta þjóðin eftir þau ósköp sem sú þjóð hefur upplifað gegnum súrt og sætt.

Það er með ólíkindum hversu Íslendingum tókst að krafsa sig upp úr erfiðum kjörum og svo er að skilja að með þrautseigju okkar erum við að sjá í land í þeim erfiðleikum sem bankahrunið olli okkur. Eg er þeirrar skoðunar að við höfum í dag mjög úrræðagóðan og umfram allt þrautseigan fjármálaráðherra, hvað sem aðrir kunna að hafa að leggja til málanna. Þó þeir súpi hveljur stórar, þá þeir um það, vinstri stjórninni er að takast það sem öðrum hefur ekki tekist, fram að þessu.

En margir erfiðleikar eru: hallareksturinn á ríkissjóði, atvinnuleysið og þar fram eftir götunum. En niðurskurðurinn má ekki bitna á grunnþjónustu samfélagsins, heilbrigðiskerfinu, menntamálunum og samgöngunum. Þar er fyrir löngu komið að þolmörkum.

Reynsla annara þjóða, t.d. Bandaríkjamanna að skera niður heilbrigðisþjónustuna á erfiðleikatímum, er hreint skelfileg. Í heimskreppunni miklu var heilbrigðiskerfið opinbera skorið rækilega niður í BNA og hefur eiginlega ekki borið sitt barr síðan. En einka-eitthvað hefur blómgast og til þess voru refirnir skornir. Við eigum að standa vörð um starfsemi spítalanna eftir því sem unnt er.

Það er umhugsunarefni að þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gerir mikinn hávaða vegna Varnarmálastofnunar sem vinstri stjórnin vill leggja undir Landhelgisgæsluna. Hermál af hvaða tagi eru uppáhaldsefni hægri manna. Auðvitað verður smáþjóð eins og Íslendingar að sníða stakk sinn eftir vexti. Af hverju að byggja upp eitthvert risastórt bákn um eftirlit og varnarmál þegar Landhelgisgæslan getur sinnt þessu verkefni  á viðeigandi hátt?

Hægri menn t.d. í Evrópu og BNA hafa dregið þjóðir heims inn í viðbjóðsleg stríð. Óhemjufjármunum hefir verið varið í þessa hít gegnum tíðina á sama tíma og þeir vilja að opinber framlög til heilbrigðis- og menntamála verði skorin niður.

Við verðum að treysta vinstri stjórninni að sneiða fram hjá þessum skerjum og boðum á leið okkar til framtíðarinnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband