11.12.2010 | 19:46
Það var hlegið að Laxness og Kjarval.
Á sínum tíma hentu menn gaman að þeirri forspá Halldórs Laxness í frægri blaðagrein að sú tíð kæmi að menn myndu moka ofan í þá hundruð kílómetra af skurðum sem þá var búið að grafa og var verið að grafa um allt land.
Varla hefði nokkrum manni dottið þá í hug, að Íslendingar myndu vekja aðdáun fyrir það erlendis að setja það fram sem eina af þeim ráðstöfunum til þess að drraga úr losun gróðurhúsalofttegunda að moka ofan í skurði, sem grafnir voru yst til dala og inn til innstu dala.
Ekki þarf annað en fljúga yfir landið til að sjá hve miklu meira var grafið af skurðum en nauðsynlegt var, enda var skurðgröfturinn styrktur mjög af ríkisfé.
Fyrir meira en 60 árum skrifaði Jóhannes Kjarval um þá framtíðarsýn að hvalaskoðun yrði mikilsverðari atvinnuvegur en hvalveiðar. Þótt þetta dæmi um fáránlega sérvisku og bull.
Hvorugur þessara meistara lifði það að upplifa sönnun þess hve langt þeir voru á undan samtíð sinni.
Tillögum Íslands hrósað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlaut að koma að því að ég yrði þér ósammála Ómar, og hef ég þar eggina, þar sem ég og mínir áar eru uppaldir á fúafenum og framræstum mýrum sem svo urðu að ræktarlandi. Ekki skal ég þó þræta fyrir það að undrast þéttleika skurða á sumum pörtum landsins.
En vinur minn, frekar en að þræta hér á blogginu, skal ég sýna þér þá jákvæðu parta sem ég þekki í framræslu hér um mínar Rangæsku slóðir. Vitaskuld er það auðveldast úr lofti. Enda kominn tími á það undir næsta frost að viðra Lycoming a la Frú svona oggulítið ;)
Tökum smá rúnt, þá getur þú klórað þér í derhúfunni um stund, og svo bloggað einhverja snilld.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 23:52
Sæll Ómar.
Ég ólst upp við gagnrýni á þennan mikla skurðgröft fyrir styrki á styrki ofan af föður mínum heitnum austur undir Eyjafjöllum.
Vissulega mátti grafa skurði en eins og með allt annað sem var styrkt, var það ofnotað fyrirbæri sem olli því að votlendi var varla eitthvað eftir, hins vegar er ennþá smá landskiki er liggur að sjó nær óhreyfður á þessu svæði í sennilega hartnær öld, og þar var gósenland fuglalífsflórunnar allra handa hér einu sinni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.12.2010 kl. 01:08
Sælt veri fólkið.
Ég ólst upp á bæ þar sem flest tún voru framræstar mýrar og þar var fuglalíf mjög fjölbreytt og mikið. Ef ætti að fylla upp í skurði á þeim bæ í dag, yrðu hey gjörsamlega ónóg fyrir þær skepnur sem þar búa. Það væri ekki fallega gert.
Það mætti líka til gamans nefna að hvalveiðar og hvalaskoðun hafa farið saman hér á landi síðan 2003. Það hafa hingað til vart verið vandræði með þessar 2 atvinnugreinar saman og væri slæmt að leggja aðra niður á kostnað hinnar.
Hvenær ætlar fólk að skilja að iðnaður getur alveg farið saman með vernd?
Góðar stundir.
Sigurjón, 12.12.2010 kl. 02:16
Frábært framtak og þið eruð snillingar
Sigurður Haraldsson, 12.12.2010 kl. 08:10
ég lærði í leiðsögumannaskólanum að það væru um og yfir 35.000 km af skurðum á íslandi.. flestir til óþurftar.
Óskar Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 10:07
Þarna er enn eitt sprenghlægilegt umhverfisbullið á ferðinni, en virknin er þveröfug við það sem þessir menn halda fram. Blautar mýrar rotna (úldna) og koltvíyldi (Co2) myndast og fer út í andrúmsloftið. Hver kannast ekki við fenjafýluna. Þegar mýrar þorna þá hættir rotnunin.
En kannske er verið að undirbúa að taka við "kolefninu" frá útlöndum, sem umhverfisráðherrann lofaði að grafa niður í mýrar. Ég bíð tilbúinn með myndavélina, þegar hún (umhverfisráðherrann) kemur til þess að taka fyrstu skóflustunguna í einhverri mýrinni.
Tryggvi Helgason, 12.12.2010 kl. 14:34
Svo best ég veit, þá skilar framræst mýrlendi frá sér því kolefni (C) sem bundið er við köfnunarefni (N). Þetta skapar plöntunærandi skilyrði, og grasflóra hins framræsta lands breytist mjög.
Nytjaplöntur binda svo því meira C eftir því sem uppskera vex. Það endar svo í fóðri sem svo endar í afurðum og úrgangsefnum.
Heildarniðurstaðan er eiginlega tilflutningur á efnum, og breytingar á efnasamböndum.
Mig grunar reyndar að fúamýrar skili af sér öðru gasi sem er margfalt verra en co2, það er metan. Kannast einhver við mýrarljós? Vita menn hvað mikið af metani er frosið fast í túndrumýrum?
Menn læra kannski sitthvað í leiðsöguskólanum, en mér finnst að kennararnir ættu að hafa allavega einn úr bændaskóla, og svo að spreyta sig á göngu yfir alvöru svaðamýri. Það gæti breytt kennsluprógramminu.
Sá sem hér skrifar man vel eftir þeim manndrápsforöðum sem áður voru um allt svo áratugum skipti eftir að framræst var. Sumir pyttirnir voru að gleypa búfé fram á 21 öldina. En áður þurfti vana lóðsa yfir marga mýrina, þar sem hálfgrónir morðpyttir gátu gleypt mann og hest og engu skilað aftur.
Og svo er það uppskeran. Við að brjóta mýri með framræslu breytist jurtaflóran til þess að til verður margfalt betra fóður. Í fyrstu minna, og svo mun meira. Sýrustig lagast líka til muna. Í grunnin er breyting við framræslu sú, að illfær drullumýri með nögur af stör, og vaðfugla og sundfuglalíf, breytist í hálfþurrt mýrlendi, þakið heilgrösum og jafnvel smára, úrvals uppskeruland, sundfugl fer frekar að skurðum, en vaðfugl er einhver og mófugl mikill.
Menn grafa ekki að gamni sínu, og þótt styrkt hafi verið í upphafi, er rándýrt að halda við skurðum. Þeir sem það framkvæma, gera það að þörf en ekki gamni sínu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:08
Það var þann 14.mars 1948 sem birtist í Morgunblaðinu mjög hófsöm grein eftir Kjarval sem hann nefndi: Hið stóra hjarta.
Greinin fer hér á eftir en vinsamlegast takið eftir að hún birtist eins og tæknin er, ekki hefur hún verið yfirfarin og leiðrétt. Þannig „les“ tölvutæka formið „m“ stundum sem in ð verður að ö, ai kemur í staðinn fyrir æ, o.s.frv.
Með bestu kveðjum
Mosi
SÍÐAN íslendingar urðu einnþátturinn í þjóðabandalaginu, er
a"ugljóst að við verðum að vera
eftirtektarsamir um gjörðir vorar
á hinn náttúrlegasta hátt, og
gera okkur dálítið merkilega á
alþjóðavísu. Þurfum við þá að
hafa mótiv, svo að mál það er
við tölum skiljist, og verði lifandi
mál. Það sem við getum
gert í þessu efni, er að byggja
hvalafriðunarskip — a sama tíma
er hyggja annarra útgerðarfjelaga
stefnir til þess að veiða hið
stóra hjarta.
Er nokkuð frjálsara, óháðara
og hlutlausara en sjá hvali fara
stefnur sínar á flötum hafsins.
Hvalafriðunarskip mundi miklu
ódýrara í rekstri en veiðiútgerðin.
Verið gæti að hlegið yrði að
slíkri skipshöfn, slíku skipi, jafnvel
dregið háðsflagg við hún, en
hvað gerði það til. Hlátur sá væri
hollur, vel undir byggður, þ.jóðir
vissu á hvaða rótum sá væri runn
inn. Samþjóðir mundu skilja
þetta mál vort, og fá tiltrú til
þess, af fagurfræðilegum ástæðum,
og trúa því að við byggjum
fagurt land við fagran himinn.
íslendingar hafa sín próf úr
náttúrunni, engu síður en aðrar
þjóðir þó á sinn sjerstæða hátt.
í þetta skiptið einkennir það sam
tíð vora, að við höfum ennþá nóg
að borða, og gætum við því okkur
að meinalausu tekið dálítið af
eðli okkar undir smásjána, athugað
gírugheitin, grimmdina,
vanahvatirnar og framfærsluhugsun
vora og gjörvan hag okkar
við náttúruna, og við ættum
að gera þetta að okkar vísindagrein,
að friða eitthvað það fyrir
sjálfum oss, sem er okkur annars
mikils virði. Eftirtekt'arvert er
það, eftir því sem hvalaveiðarahugsunin
fullkomnast og finnur
sinn hag nær settu marki, eftir
því grípur stríðsæsingamöguleikinn
víðtækara um sig í heiminum,
og þó er þetta í sjálfu sjer
engin furða, þar sem tilgangurinn
er að veiða hið stóra hjarta, sem
auðvitað tekur á móti hinni
grimmúðlegu, mannlegu hyggjuhugsun
og endurgeislar henni.
Hið stóra hjarta heimssálarinnar,
hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum,
sem mundu glatast þess
um hnetti ef við högum okkur
verr en óvitar.
í þessu máli ,sem er stórmál,
ber að líta á það listræna í því
tignlega, tígulega lífi hvalanna,
og það ósannanlega en þó í tilgátu,
að hvalir hafi verið fyrr á
öldum tamdir, og hafi haft viðskipti
við landverur. Þar sem getið
er um í Þúsund og einni nótt,
Abdullah á landi og Abdullah í
sjó, lengra eða skírar er þetta
ekki orðað þar. En í Biblíunni er
lauslega getið um, að hvalir hafi
verið farartæki milli landa. Því
þá ekki á milli heimsálfa. Gæti
það átt sjer möguleika, að hvalirnir
yrðu í framtíðinni nokkurskonar
stórsport, til að viðhalda
gleði hnattabúa hjer. Það yrði
einungis ef mönnum færi að skilj
ast hið lífræna sem hvalirnir
gætu átt sem sameign með mönnum.
Ef maðurinn vill svo vera láta,
gæti það sannast að hvalirnir
sjeu á hærra menningarlegu
þroskastigi en við, til dæmis í
mataræði, og það segir dálítið.
Hvalirnir hafa fyrir löngu af neitað
allri grimmd mannverunnar
á því sviði. Hvalurinn er fyrir
löngu búinn að gegnumgnnga
það sjálfsafneitunar próftímabil,
sem allur þorri manna vjefengir
í daglegu viðhorfi til matar. Hið
stóra heita hjarta hvalsins gjörir
ekki kröfu til annars en svifsins,
sem síldin nærist á, en líka loðnu,
og kanski líka síldar, einhverjir
hvalir, en við erum alætur. í
biblíunni er sagt með hreinum
framsöguhætti, sem verkar líkt
og skipun, ,,Maðurinn er æðsta
skepna jarðarinnar", en við hvað
eigum við að miða nú, svo sá
rjettur hugsandi fagurfræðisgæddri
mannveru haldist, ef nauð
syn sköpunarinnar vinnur að því
ennþá, að sjá það listræna í náttúrunni
og viðhalda því.
Ekki kemur mjer til hugar að
hætt verði að veiða hvali fyrir
þetta greinarkorn, síður en svo.
Það er nú ekki þesslegur veruleikaheimurinn
okkar nú.
Og líklegast er þessi hugmynd
af öðrum heimi.
Þó hafa frægir veiðimenn sagt
mjer, að þeir noti ekki nærri öll
tækifæri, sem þeim býðst á veiðitúrum
sínum, og láti mörg færi
sleppa. Hvort sem þetta bendir
til dutlunga þeirra sjálfra eða
önnur öfl sjeu með í spilinu, skal
jeg ekki fullyrða um, en þetta
bendir þó til, að þeim sje ekki
alls ókunnugt um virðingu fyrir
lífinu, svona yfirleitt. En annáð
er lika að vera veiðimaður sem
privatmaður, eða fyrir skipulsgðan
fjelagsskap. Vera má samt að
einstaklingseðlið fari þar einnig
eftir sínum dutlungum, og sleppi
mörgu færi. Þar sem jeg ekki
þekki eða hefi gefið nvjer tíma til
að athuga hvalafriðunarlögin,
verð jeg að geta mjer til urrt
hvernig þau sjeu. Jeg hugsa mjer
viss svæði í höfunum, sem eru
friðuð svæði þar sem ekki megi
veiða, þar sem hvalir geti flúið
inn á frá veiðisvæðinu, og að það
sjeu höf sem vitað er áður að
hvalir geti þrifist og sje eðlilegt
að búa í. Annars væri það til
málamynda en ekki einlæg alsjón,
því það sjer hver heilvita
maður að hvölum nægir ekki að
sleppa inn fyrir landhelgislínu,
þar sem ckki má veiða, hvalaveiðarinn
muiidi bíða eftir bráðinni
utanvið, og hvalurinn ætti
því ómögulegt með að sleppa.
Eina ráðið til þess að gefa þessu
stóra, göfuga og fagra dýri möguleika
að sleppa undan óvinum
sínum, er að afmarka á breiddargráðum
heimshafanna, þar sem
dýpi er nóg, forsvaranleg reginflæmi
svo líf hvalsins geti verið
eðlilegt. Það eru langar leiðir,
lengri en auga mannsins sjer,
sem hvalurinn þarfnast. Vegna
þeirrar bylgjulangdar, sem hann
er uppalinn við, þar koma til
greina meginhafsstraumar, himinsstjarna
skírleiki, allskonar
stjörnumerkja aðstæður, auk
norðurljósa.
Hin umkomulausasta volduga
vera hafsins, sem fyrir löngu
komst á svo hátt þroskastig, titrar
nú og skelfur í hafdjúpunum
fyrir tækni mannsandans. Þessum
tónbylgjum neyðist hin volduga
vera til að útgeisla út yfir
heiminn. Ef við gætum stuðlað
að því að byggja hvalafriðunarskip,
er spor stigið til lífsins
leiða.
Og svo getum við byrjað á að
taka ofan fyrir hvölunum.
Rvík, mars 1948.
Jóh. S. Kjarval.
Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2010 kl. 17:49
Mínir kæru, ég er ekki að bera á móti því hve miklu framræslan hefur skilað fyrir íslenskan landbúnað. Ég ætti til dæmis ekki kost á því að lenda flugvél minni á hinum frábæru túnum hjá þér, Jón Logi, ef ekki væri fyrir framræsluna.
Hún var að sjálfsögðu undirstaða fyrir framfarir í búskap og matvælaframleiðslu okkar.
35.000 kílómetrar voru hins vegar grafnir að því er virtist algerlega hömlulaust því sér maður nú stór svæði sundurskorin af skurðum bæði út til stranda og uppi á heiðum þar sem er engin byggð og engin not af þessu uppþurrkaða landi.
Ómar Ragnarsson, 13.12.2010 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.