Alveg nýr heimur.

Vetrarferðalög um Ísland eru oft erfið og þarf að fást við framandi aðstæður, miðað við það sem gerist niðri á láglendinu.

Ég hélt, eftir allmargar ferðir um íslenska jökla, að ferð yfrir Grænlandsjökul myndi verða svipuð. 

En það var svo margt sem kom á óvart. 

Í 3000 metra hæð inni á jökli, sem er 200 sinnum stærri en Vatnajökull er sjórinn svo langt í burtu að himinninn er ekki lengur með sama bláa litnum og á Íslandi heldur með mun ljósblárri lit og ofan á bætist sjónblekking sem byggist á því að manni finnst maður alltaf vera niðri í lægð og á rólegri uppleið, þótt hið þveröfuga sé uppi á teningnum. 

Og frostið er mun meira en á Vatnajökli og lúmskara þar að auki. 

Geta má nærri að á Suðurskautslandsjöklinum, sem er margfalt stærri en Grænland, séu fyrirbæri sem komi jafnvel Grænlandsförum á óvart. 

 


mbl.is Með kalsár á Suðurpólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vera létt geggjun sem fær menn til að skælast í fimbulkuldann á suðurskautinu. Menn geta víst farið með bænirnar sínar ef slokknar á bílnum...

Sveinn (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 11:52

2 identicon

Sveinn - aths.nr. 1 - Gunni skipstjóri og Valdi rakari eru ekki neinir venjulegir menn. Þeir deyja seint ráðalausir, þótt bílarnir drepi á sér.

Snowman (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Valdi var einn af snillingunum sem Arngrímur Hermannsson valdi til að fara í ferðirnar yfir Grænlandsjökul.  Ég hef áður lýst því hér á blogginu hvílíkur ofursnillingur Freyr Jónsson er, sem var aðal reddarinn í þeim ferðum. 

Ómar Ragnarsson, 12.12.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að kalsár Gunnars Egilssonar séu meðhöndlað "á leiðinni til baka" er einskær vitnisburður um þennan "köggul". Sprækari, orðheppnari og skemmtilegri samferðamann er trauðala hægt að finna. "Sexhjóladæmið" er gengið upp! Til hamingju Gunnar og co. Það er einnig athyglivert að Suðurskautið er svo stórt að jafnvel þó Ómar geri því góð skil hér að ofan, er það samt á einhvern undarlegan hátt, miklu stærra. 

Halldór Egill Guðnason, 13.12.2010 kl. 02:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Sexhjóladæmið" gengur fyrst og fremst upp af því að það er rökrétt miðað við þyngdardreifingu bílsins, sem er aðalatriðið varðandi getu hans á snjó.

Í jöklaferðum er best að sem minnst þyngd hvíli á afturöxli, vegna þess á ferð áfram fara afturhólin í förin eftir framhjólin og dýpka þau. 

Aðalatriðið er þó að á leið upp brekkur, þar sem mest ríður á að sökkva ekki niður í snjóinn, færist þyngdarpunkturinn aftur eftir bílnum. 

Einn helsti kostur gamla tveggja manna Toyotajeppans míns, sem ég keypti fyrir 150 þúsund kall til að draga Örkina, er sá, að hann er að vísu 1000 kíló að framan en aðeins 620 kíló að aftan. 

Þegar settur er búnaður, farangur og eldsneyti um  borð, er mikilvægt að sá þungi sé sem fremst. Ef ég er einn um borð í smá-jöklajeppum mínum, reyni ég að hafa sem mest af slíku fremst. 

Í stærri bílum fer nær öll þyngd farþega á afturöxul og með því að hafa tvo öxla að aftan er flot dekkjanna að aftan tvöfaldað með tiltölulega lítilli þyngdarauknigu. 

"Sexhjóladæmið" hlaut því að ganga upp, rétt eins og dæmið með Toyotuna mína gekk upp.

Toyotadæmið gekk upp á því að setja ekki pallhús á bílinn og halda honum sem léttustum að aftan.

Með því að læsa báðum drifum og lækka þau og halda bílnum svona léttum að aftan kemst ég af með 35 tommu dekk og þurfti ekki að hækka bílinn á grind, en það skemmir líka fyrir þyngdarhlutföllum.  

Ómar Ragnarsson, 13.12.2010 kl. 21:51

6 identicon

Sæll Ómar og þakka hrósið

Ég er nýkominn af suðurskautslandinu þar sem ég Eyjólfur Teitson og Gísli Karel Elisson fórum á Hilux jeppum á suðurpólinn á vegurm Arctic Trucks

Við vorum að styðja indverska vísindamenn í þeirri ferð

það eru 4 leiðangrar á vegum Íslendinga í gangi núna sem fara á jeppum á suðurpólinn. okkar leiðangur fyrst svo kom Gunni Egils og Valdi, svo er Hlynur í Arctic nú á leið til baka með jarðfræðifélag Kasakstan búinn að fara á mettíma þessa 2300km. á pólinn, þeir eiga stutt eftir til baka til Novo. ég talaði við Gísla bróður minn í morgun og hann var á 30km. hraða á leið á pólinn með skíðagöngumenn og fylgdarlið mjög hlaðinn á 6 hjóla Hiluxum.

það má segja að þessi tæknibylting sem varð til í bílskúrum hjá íslenskum jeppaköllum hafi valdið straumhvörfum í ferðamennsku á suðurskautslandinu. þar sem jepparnir geta farið mjög langt og haldið góðum hraða svo framarlega að passað sé upp á að halda þeim sæmilega léttum. Eyðslan og þar með mengunin er allt að 5 sinnum minni en ef snjóbílar eru notaðir.

kv, Freyr

Freyr Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband