Í samræmi við frásagnir bensínafgreiðslufólks.

Í fyrradag átti ég athyglisvert viðtal við bensínafgreiðslufólk í nágrenninu. Þá hafði grunsamlegur ökumaður komið akandi ljóslaus inn að bensínstöðinni og var greinilega í vandræðum með að aka bílnum, - fór á slagandi bílnum í gegnum lóðina og hvarf síðan inn í umferðina. 

"Náðuð þið ekki númerinu?" spurði ég. 

"Ég hugsa mig tvisvar um áður en ég geri eitthvað róttækt í málinu" sagði afgreiðslukona við mig og bætti við: "Þegar ég lét lögregluna síðast vita og hún handsamaði kauða var þess krafist að ég kærði hann og kæmi fyrir dóm. Ég hafði hins vegar lítill áhuga á því að hætta á að fá heimsókn "handrukkara" eða einhvers harðhents neyslufélaga hins dópaða síðar meir." 

Afgreiðslufólkinu bar saman um að ótrúlegur fjöldi ökumanna væri á fullri ferð í umferðinni í óökufæru ástandi. 

Sé svo er full þörf á því að lögreglan taki til hendi  eins og hún gerði um helgina. 


mbl.is Tíu undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

46. gr. Umferðarlaga

Þegar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og veitingamaður eða þjónar hans vita eða hafa ástæðu til að ætla, að hann sé stjórnandi ökutækis og að hann sé vegna áfengisneyslu ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, ber þeim að reyna að hindra hlutaðeigandi í því að aka ökutækinu, með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart.

Eigi má selja eða afhenda ökumanni vélknúins ökutækis eldsneyti eða annað, sem þarf til aksturs, ef hann er augljóslega undir áhrifum áfengis. Skylt er bensínafgreiðslumönnum, ef þeir vita eða hafa ástæðu til að ætla, að ökumaður ætli að aka ökutækinu, að reyna að koma í veg fyrir brotið, með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart.

Óskar (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 22:27

2 identicon

Þegar lögreglan tekur fólk undir áhrifum fíkniefna þýðir það ekki alltaf að viðkomandi sé undir áhrifum fíkniefna.

THC getur til dæmis mælst í þvagi í mánuð. Og hefur ekki nokkur áhrif þá, en mælist sem niðurbrotsefni í þvagi með tilheyrandi sekt og ökuleyfismissi.

Gummi (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:53

3 identicon

Gummi takk fyrir þessa ábendingu.

Þessi fíkniefnapróf (rétt eins og fíkniefnastríðið almennt) hræða mig og ég óttast að lögreglan fari að misnota þau gagnvart góðkunningjum sínum.

Það eru engar kröfur gerðar um læknisskoðanir óháðra lækna. Ef þú fellur á þessu prófi þá lýta þeir á það sem svo að þú hafir verið að keyra undir áhrifum þó að það séu liðnar margar vikur frá því víman rann af þér.

Þetta þarf að vera þéttari pakki t.d. fíkniefnapróf + jafnvægisþrautir + skoðun óháðs læknis. Fíkniefnaprófið eitt og sér segir mjög lítið.

Ég veit að neyslan er ólögleg en það réttlætir samt ekki mismunun í sönnunarbirði. Almenningur myndi aldrei sætta sig við svona standard á tjékki við ölvunarástandi vegna áfengis.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:49

4 identicon

Annars er nokkuð augljóst að lögreglan er ekki að sekta fyrir að aka undir áhrifum, heldur fyrir að neyta efnanna.

Ef mælist THC í þvagi, en ekki í blóði þá er viðkomandi dæmdur til greiðslu sektar. Sem er furðulegt í ljósi þess að blóðprufan er gerð af lækni og er margfalt áreiðanlegri.

Gummi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 02:51

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ein leið er nokkuð örugg til að THC mælist ekki í þvagi. Það er að neyta EKKI fíkniefna!!

Þið ættuð að skoða það Gummi og Geir!!

Gunnar Heiðarsson, 14.12.2010 kl. 08:47

6 Smámynd: Vendetta

Það eina sem dugir, þegar ökumenn eru teknir, sem eru í óökufæru ástandi er að taka bílinn þeirra strax og setja í bílapressuna eins og gert er í Bretlandi. Ég sá á Sky hvernig jafnvel ökumaður, sem var edrú, en réttindalaus varð að horfa á eftir kranabílnum með bílinn hans í eftirdragi korteri eftir að hann var tekinn. Þetta ætti að vera hægt hér, þegar ökumaður er augsýnilega undir svo miklum áhrifum af áfengi eða fíkniefnum, að hann er stórhættulegur í umferðinni.

Ég veit, að svona úrræði getur ekki staðið eitt og sér, en það væri spor í rétta átt.

Vendetta, 14.12.2010 kl. 09:21

7 identicon

Fíkniefna próf eru ónýt ef kannabis er mælt; Það mælist svo lengi; Mér skilst að nú þurfi yfirvöld í bandaríkum að endurgreiða allar sektir/taka út dóma sem hafa fallið vegna slíkra prófa.

doctore (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 09:42

8 Smámynd: Ignito

Sérstakt varðandi þá kröfu að afgreiðslumaður skuli kæra ?  Hvað á hann að kæra fyrir ?  Að maður "leit út" fyrir að vera undir áhrifum ?  Kemur í huga atriðið í "Næturvaktinni" þegar Georg handsamaði fjölfatlaða aðilann fyrir að vera undir áhrifum.

Gunnar Heiðarsson.  Það er einnig til nokkuð örugg leið til að áfengi mælist ekki.  Ekki neyta áfengis.  Sömu rök er einnig hægt að nota til að forðast offitu.  Ekki neyta óhollustu.  Sérstök rök til að henda í umræðuna

Ignito, 14.12.2010 kl. 11:46

9 identicon

Til Gunnar Heiðarssonar.

Ég sé að þú ert strax búinn að mynda þér skoðun á mér sem fíkniefnaneytanda, það er nú gott hjá þér.

Það er samt ekki meginmálið, áfengi getur til dæmis mælst í þvagi í 4-5 daga eftir neyslu, ef þínum rökum væri beitt þá væri semsagt í lagi að nappa nokkra "stúta" á miðvikudegi eftir helgardjammið.

Málið er að það er ekki verið að refsa fyrir að keyra undir áhrifum heldur fyrir að hafa neytt einhverntímann á síðustu 30 dögum.

helgar tilgangurinn meðalið?

Gummi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 11:54

10 identicon

Gunnar: Viltu að við höldum okkur bara við áfengið? Sem flestar hlutlausar rannsóknir benda til að sé verra fíkniefni en mörg þeirra ólöglegu.

En það er annars aukaatriði. Ef maður fær refsingu fyrir að AKA UNDIR ÁHRIFUM þá er lágmark að maður hafi verið að gera einmitt það. Að maður hafi gert eitthvað annað ólöglegt áður réttlætir ekki refsingu við einhverju sem maður gerði ekki. Þetta á ekki heima í nútíma réttarkerfi að lauma inn aukarefsingum fyrir neysluna sjálfa og kalla það svo bara eitthvað annað.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband