Er sumarið ekki dýrmætara ?

Út af fyrir sig væri ekkert að því að færa klukkuna að sem réttasta horfi miðað við sólargang. Hugmyndin að seinkun klukkunnar miðast við stöðu mála í tvo og hálfan mánuð í svartasta skammdeginu, frá 20. nóvember til 5. febrúar þegar myrkur er fram að klukkan níu á morgnana.

Ástæða þess að myrkurtíminn er lengri á morgnana eftir sólstöður er sú að hádegið færist til á þessum tíma og birtir hraðar eftir hádegi, þótt fólk taki kannski ekki eftir því. 

En áður en ráðist er í að seinka klukkunni ættu menn að athuga af hverju tekið var upp á því að færa klukkuna á sínum tíma yfir á Greenwich meðaltíma. Fyrst var þetta gert að sumarlagi (sumartími) en síðan voru menn orðnir svo leiðir á "hringlinu með klukkuna" að sumartíminn var færður yfir á allt árið. 

Aðalástæða "sumartímans" var sú að á okkar norðlæga landi, þar sem sólin er lægra á lofti en í suðlægari löndum þótti það gott að fólk væri komið úr vinnu klukkustundu fyrr en ella til þess að njóta sólarinnar síðdegis. 

Samskipti okkar við Evrópu eru einnig miklu meiri en við Ameríku og þægindi fólgin í því að færa klukkuna nær Evrópu þótt það kosti óþægindi vegna samskipta vestur um haf. 

Hér þarf að vega hluti og meta. Er ekki dýrmætara að fólk geti notið sólar lengur og betur þann langa tíma þegar hún er hærra á lofti um sumartímann heldur en í þær tíu vikur af 52 vikum ársins, sem rökkur er á morgnana að vetrarlagi?

Ég er í hópi þeirra sem telur svo vera og minni á að Vilhjálmur Egilsson lagði á sínum tíma fram tillögu um að færa klukkuna enn meira í þá átt. Það er hins vegar óþarf að ganga svo langt, því að fólk getur einfaldlega fært vinnutímann framar í staðinn. 

Auk þess yrðu samskipti vestur um haf enn óþægilegri en nú og myrkurtíminn á morgnana um háveturinn enn lengri. 

Frumniðurstaða mín er því sú, nema eitthvað nýtt komi í ljós: Verum ekkert að "hringla með klukkuna". 


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Gunnar (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er alveg hjartanlega sammála, Ómar.

Hörður Þórðarson, 14.12.2010 kl. 13:25

3 Smámynd: Þór Sigurðsson

Sæll Ómar,

Hér er verið að tala um fasta breytingu, ekki sumartímahringl. Á sumrin er dagur það langur á þessu skeri að enginn yrði var við það hvort klukkan væri færð klukkutíma í aðra hvora áttina. Það skiptir hinsvegar miklu máli eins og margsannað er í rannsóknum að það hefur bein áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu að vakna langt á undan dagsbirtu. Þessi aðgerð myndi fækka skammdegismorgnum sem eru raunverulegt vandamál hjá mörgu fólki, og er raunveruleg lífsgæðabreyting.

Þannig að hvort sólin setjist klukkutíma fyrr í skammdeginu skiptir kannski minna máli.

Það að samskiptin séu meiri við Evrópu, þá langar mig að benda á að viðskipti við Asíu hefur færst stóum í aukana, að því viðbættu að viðskipti eru orðin meira og minna rafræn með tilkomu internetsins og nettengds bankakerfis. Það er því enginn fótur fyrir þessum rökum lengur þótt svo hafi verið fyrir áratug eða tveimur.

Bestu þakkir fyrir áheyrnina.

Þór Sigurðsson, 14.12.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég man það líka Ómar að sterk rök í að hætta að hringla með klukkuna var að vera í takt við nágrannaþjóðir sem ekki færðu klukkuna. Síðan þá hafa þær hins vegar bæst í hópinn.

Skúli Guðbjarnarson, 14.12.2010 kl. 13:31

5 identicon

Hægan - hægan. Þetta þarf ekki að vera svo galin hugmynd. En ef það á að fara að hringla með tímann á annað borð þá legg ág til að farið verði með tímann aftur fyrir sölu bankanna og þá mun heldur betur birta aftur.

En án gamans þá minni ég á að: Ef ekki er nauðsynlegt að breyta - er nauðsynlegt að breyta ekki!

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:32

6 identicon

Það er offramboð á þingmönnum með gagnslausar og kostnaðarsamar tillögur sem skila engu í þjóðarbúið. Hvernig væri að þetta oflaunaða lið fari að vinna vinnuna sína með ALVÖRU tillögum sem fela í sér lausnir á helstu vandamálum þjóðarinnar í stað þess að standa í svona endalausu bulli. Nú eða fækka þeim fyrst þetta er það sem þeir telja að standi þjóðinni helst fyrir þrifum.

Alfred Styrkársson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:33

7 identicon

Ég verð nú að segja að hér eru menn svo langt komnir á villigötur, að mér blöskrar.  Ómar, Ísland liggur tveimur breiddargráðum vestur um GM línuna.  Klukkan á Íslandi á að skilja sig frá klukkunni í Evrópu, sem svarar 4 klukkustundum.

Ef þú ert í Svíþjóð, þá skiptir miklu um þennan eina klukkutíma, því þá er síðdegis sólinn enn sem heitust.  Þar geturðu líka gengið um, nánast alls nakin á sumrin ... á þessar blesukró, Íslandi, er úlpuveður allt árið um kring.  Að færa klukkuna um sumartíma, er bara verið að skekkja hana enn meir en hún er.  Á veturna er hádegi, nánast hádegi (dagurinn er frá 9.30 til 15.30 að mig minnir)... á sumrin skiptir það andskotan engu máli, því það er bjart allan sólarringinn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:37

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

flýta um eina klukkustund yfir sumarmánuðina - þá njóta allir og þá sérstaklega kanski útivinnandi fólk sólarinnar lengur eftir að heim er komið

Jón Snæbjörnsson, 14.12.2010 kl. 13:45

9 Smámynd: Ómar B.

Algjörlega sammála þér nafni! 

Það eru auðvitað mörg ágæt rök fyrir að færa klukkuna til en mig langar að benda á einn punkt til viðbótar sem er ansi stór fyrir okkur sem þannig búum.  Hann er sá að t.d. við Seyðfirðingar og margir fleiri sem búa í fjörðunum umhverfis landið missum sólina ansi snemma vegna þröngra fjarða og hárra fjalla og með þessari tilfærslu verður tíminn enn styttri.   Við Seyðfirðingar komum með tillögu fyrir nokkrum árum í léttum dúr þ.e. að við ætluðum einhliða að færa klukkuna hina leiðina þannig að við gætum grillað í sólinni klukkan 6. En með þessari tilfærslu yrðu Seyðfirðingar að grilla í sólinni kl. 3 en reyndar erum við ýmsu vön hér þar sem sólin sést ekki í um þrjá mánuði á ári en við geymum hana bara í hjartanu á meðan

Ómar B., 14.12.2010 kl. 13:56

10 identicon

Algerlega sammála Ómari, ég held að mikill meirihluti fólks kjósi að hafa þetta áfram eins og það er, þegar búið er að meta kosti og galla.

Ari (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:59

11 Smámynd: Sigurjón

Sammála síðuhöfundi.

Sigurjón, 14.12.2010 kl. 14:15

12 Smámynd: Halli Nelson

Tek í flestu undir með þér Ómar. En að mínu mati væri í lagi að seinka klukkunni á veturna en halda sumartímanum óbreyttum frá því sem nú er. Við fengjum "meiri birtu" á morgnanna yfir vetrartímann en værum áfram að koma heim á sumrin nógu snemma til að njóta sólargangsins. Og erum þá væntanlega að halda sama tímamismun við Evrópu allt árið um kring.

Halli Nelson, 14.12.2010 kl. 14:17

13 identicon

Sammála þér Ómar. Látum núverandi fyrirkomulag standa. Skil ekki þetta væl um að þurfa að vakna í birtu. Við búum einfaldlega of norðarlega á jarðarkringlunni til að það sé mögulegti yfir vetrarmánuðina... hvort sem klukkan er færð eða ekki. Ég vil frekar ná meiri birtu seinnipartinn, það nýtist mér betur.

Látum núverandi fyrirkomulag standa!

Heiða (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:23

14 identicon

Settu þetta í stjórnarskrána!

Nei, ég held að þetta sé fínt. Færa klukkuna aftur um eina klst á veturna, jafnvel meira, og hafa svo sumartíma á sama tíma og í dag. Fínt að miða þetta við breytinguna úr vetrar/sumartíma í Bandaríkjunum þannig að það sé alltaf 4 klst munur á Íslandi og austurströnd USA. Þá fáum við "best of both worlds" og njótum meiri birtu að vetri sem sumri. Ég sé ekki hvað Evrópa kemur þessu máli við. Stór hluti vinnudagsins verður ennþá á vinnudegi Evrópumanna.

Jonni (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:34

15 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Hárrétt hjá Halla Nelson

Skúli Guðbjarnarson, 14.12.2010 kl. 14:42

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér fjallar helsti klukkumeistari landsins um þetta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2010 kl. 14:45

17 identicon

Að meðaltali er hádegi klukkan 13:28 í Reykjavík svo við erum jú 1 1/2 tímabelti á undan áætlun. Hinsvegar er það rangt að við nýtum þá litlu byrtu sem við fáum á veturnar verr.

Dæmi: Um miðjan janúar er dagsbyrta milli u.þ.b. 10:30 og 16:30. Ef við færum klukkuna aftur um 1 klst yrði dagsbyrta milli 9:30 og 13:30. Ég sé svo sem ekkert sértakan gróða yfir því að sólin komi fyrr upp og svo komið myrkur klukkan 14:00.

http://www.almanak.hi.is/sol24.html

Það að færa klukkun aftur um 1 tíma yrði hinsvegar verst á vorinn og haustinn.

Dæmi: Þann 30/3 er sólarupprás klukkan 06:51 og sólarlag er klukkan 20:13. Ef við færum klukkuna aftur um 1 tíma yrði sólarupprás klukkan 05:51 og sólarlag klukkan 19:13. Humm ég er ekki sannfærður um að þetta væri jákvætt.

Um há sumar finnst mér þetta nánast ekki skipta nokkru máli.

Hér má einnig sjá tillögur sem lagðar voru fram á alþingi þar sem menn vildu færa klukkuna enn meira fram en ekki aftur.

http://www.almanak.hi.is/alyktun.html

Gunnar (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:15

18 identicon

Bull er þetta í ykkur öllum.

Gefum tímann frjálsan á Íslandi og sýnum að við þorum.

Getum kannski tekið upp einhvern ES tíma til að nota í samskiptum við aðrar þjóðir en hér innanlands á ekki að vera neinn löggiltur tími. Veit að þetta virðist bull í fyrstu en við nánari skoðun koma kostirnir í ljós.

Hugleiðið málið.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:54

19 identicon

Sæll  Ómar

Í heilan áratug eða lengur sat hann Villi Egils hjá Vinnuveitendasambandinu (heitir víst eitthvað annað núna) á þingi fyrir íhaldið, og stóð upp hreykinn á fætur haust hvert og flutti sitt  yndisfrumvarp: "Hringlum með klukkuna, alveg bráðnauðsynlegt fyrir atvinnulífið" Settist svo niður aftur og þar með hafði hann unnið fyrir kaupi sínu á Alþingi Íslandinga það árið.  Aldrei missti RUV úr eitt einasta tækifæri til þess að spyrja þingmanninn andagtugt út í kosti tillögunnar. Hvílíkur hugsuður! Hvílíkt leiðarljós.

Frá hruni hefur hann svo komið fram í sama fjölmiðli nánast daglega, þar sem hann þykist þess umkominn að leggja mat á tillögur stjórnvalda til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang aftur.  En auðvitað er það allt andsnúið þankagangi hugsuðarins.

 Nú get ég! segir hann eins og karlinn forðum

Kv,

Björn Jónsson

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 16:01

20 Smámynd: Kommentarinn

Við erum fokkt sama hvernig á það er litið.

Kommentarinn, 14.12.2010 kl. 16:09

21 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

látum náttúruna ráða, sól á hádegi kl. 12 á miðju landinu.

minna stress á líkamsklukkunni róar umferðina, bætir námsárangur og færir okkur afslappaðra samfélag.

Baldvin Kristjánsson, 14.12.2010 kl. 16:11

22 Smámynd: Leifur Finnbogason

Baldvin hittir naglann á höfuðið...rökin með tillögunni eru heilsufarslegs eðlis en rökin gegn henni eru aðallega "ég vil minn frítíma"legs eðlis. Auðvelt að sjá hvor hliðin á meiri rétt á sér útfrá því.

Leifur Finnbogason, 14.12.2010 kl. 16:19

23 identicon

Sæll Ómar.

Ég bý í Noregi, og hef verið hér í næstum 20 ár. Þetta að vera að flytja klukkuna eins og þeir gera hér í Noregi er alger bölvun og vitleysa. Íslendingar þekkja þetta ekki og hafa lang flestir aldrei pplifað hvað þetta hefur í för með sér. Ég hef 3 börn, og það er ekki bara að biða þau um að vakna 1 tíma fyrr á vorin, eða að sofa 1 tíma lengur á haustin. Það tekur ca 1 viku fyrir krakkana að venja sig við að flytja klukkuna, vor og haust. Svo er það með lengdina á deginum. Dagsljósið hefur sömu lengd þó að klukkan verði flutt. Ef farið er í að flytja klukkuna 1 tíma aftur, já þá kemur dagsljósið fyrr, en þá verður það dymmt 1 tíma fyrr seinnipart dagsins. Þá er það betra í mínum augum að hafa ljósið lengur á kvöldin. Það munar mykið um þennan 1 tíma, og ég hefði frekar kosið að hafa sumartíma allt árið hér í Noregi. Þið verðið að berjast á móti þessare fáránlegu hugmynd, er viss um að þeir sem hafa komið með þessa hugmynd hafa líklega ekki prófað að þurfa að berjast við að fá krakkana til að sofa lengur á morgnana á haustin. Svo eru það líka markir atvinnurekendur hér sem eru mjög óánægðir við þessa tímaflutninga vor og haust.

Jón Óli Árnason.

Jón Óli Árnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 16:55

24 identicon

Sumrin eru svo hrottalega björt að ég bíð alltaf spenntur eftir skammdeginu. Veit fátt betra en þetta notalega myrkur og ekki hefur það slæm áhrif á mig.

Sjonni G (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:10

25 identicon

Tökum upp vetrartíma aftur og þó fyrr hefði verið.

Sólar hádegi hjá okkur er ca kl. 13:30 sem hefur það í för með sér að við erum að vakna einum og hálfum tíma fyrr er eðlilegt er sem er mjög bagalegt, sérstaklega í skammdeginu. Eftir því sem ég kemst næst eru allar Evrópuþjóðirnar og næstum öll ríki Bandaríkjanna með sumar- og vetrartíma. Við þurfum að fara suður undir miðbaug til að finna þjóðir sem eru með sama fyrirkomulag og við en þar er munur á sólarhæð að vetri og sumri mun minni en hér. Ef sálfræðingar og geðlæknar mæla með því að við seinkum klukkunni um eina klst. á veturna þá finnst mér það næg rök og gæti orðið sparnaður í geðheilbrigðismálum.

Hróbjartur Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:21

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki búinn að lesa allar athugasemdirnar, en ég sá ekki að neinn minnist á það að víða býr fólk í fjörðum og dölum þar sem fjöll skyggja á kvöldsólina, jafnvel fyrir kvöldmat.

Ég held að fólk hljóti að vilja "lengja" daginn fram á kvöld og þess vegna mæli ég með því að klukkunni verði flýtt um einn tíma á sumrin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2010 kl. 18:05

27 identicon

Hjartanlega sammála Jón Óla Árnasyni. Ég er sjálfur búin að búa í Noregi í sjö of hálft ár og ég get bara bókstaflega ekki vanist þessum klukkubreytingum tvisvar á ári.

Hermann (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:46

28 identicon

Tökum upp réttan tíma samkvæmt stöðu sólarinnar, að hádegi (kl 12) sé þegar sólin er hæðst á lofti.  Í dag er klukkan okkar um hálf tvö þegar sólin er í hádegisstað.

Hafi menn svo áhuga á vetrar og sumartíma þá er nóg að færa til mætingar og opnunartíma vinnustaða í stað þess að rugla með klukkuna.  Þetta hringl erlendis með klukkuna er líkt og að nota sentimetra á sumrin en tommur á veturnar.  Svo þarf alltaf að muna eftir að breyta tvisvar á ári öllum klukkum, sem eru út um allt og í allskonar tækjum.

Skrifstofa Alþingis hefur t.d. haft um nokkurn tíma opnunartíman 9-17 á veturnar en 8-16 á sumrin.  Einfalt og þarf ekki að færa alltaf til klukkuna.

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 20:24

29 identicon

Ég tek undir með Jóhannesi og fleirum, sem vilja að við tökum upp réttan tíma samkvæmt sólstöðu. Þá verður hádegi á réttum tíma í stað þess að vera um klukkan hálf tvö.

Seinkum því klukkunni um eina klukkustund og höfum hana þannig allt árið.

Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 21:39

30 identicon

Afhverju í ósköpunum á Ísland að vera í öðru tímasvæði en það er í raun og veru ?

Kvöldsólin gerir það að verkum að flestir Íslendingar fara seint að sofa (um og eftir miðnætti) og vakna svo klukkan 7 þegar klukkan á í raun og veru að vera 6.

Auðvitað venst maður þessu en afhverju að neyða okkur til að venjast þessu þegar við vitum að þetta er vitlaust og getum breytt þessu ?

Alveg jafn fáránlegt og að við myndum öll venja okkur á að ganga í misháum skóm.

Rétt skal vera rétt og löngu kominn tími á að laga þetta, rétt eins og margt annað sem er að hér á landi.

Orri Eyþórsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:46

31 Smámynd: Kommentarinn

Þessi umræða er bara á villigötum. Við erum með verstu framleiðni per vinnustund af vesturlöndum af því að við vinnum lengsta vinnudaginn. Framleiðnin myndi líklega ekkert minnka við að stytta vinnudaginn um klukkustund. Við eigum að fókusa á að stytta vinnudaginn um klukkustund frekar en að færa hann til.

Annars væri málamiðlun þessara öndverðu skoðana um í hvaða átt á að færa klukkuna að seinka henni um 1 klst að vetri svo maður vakni við meiri birtu en flýta henni um 1 klst að sumri svo fjarðarbúar sjái til sólar eftir vinnu og allir geta grillað saman eftir að hafa grætt allann daginn. Þá myndi reyndar muna 2 tímum á sumri og vetri en face it hnattstaða okkar er fokkt og engin góð lausn í stöðunni sem felur það ekki í sér að færa landið.

Kommentarinn, 14.12.2010 kl. 23:01

32 identicon

Hringl með klukkuna verður alltaf tvíeggjað sverð.  Færa má gild rök fyrir því að skólar ættu ekki allir að byrja á sama tíma á morgnana og víða gæti sá valkostur verið fyrir hendi að hagræða vinnutímanum til mótvægis við gang sólar.   En - ekki hringla með klukkuna!!!

Þorkell Guðnason (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 00:43

33 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

þetta hefur ekkert með sumarið að gera. Á tímabilinu frá jafndægrum á vori fram að jafndægrum á hausti skiptir þessi breyting engu. Það er fyrst eftir miðjan september sem þetta fer að skipta máli.

En skiptir það máli eftir miðjan september hvort sólarlag er kl. 19:40 eða 18:40?

Eru sólböð, veiðar og tjaldferðalög hvort sem er ekki að mestu hætt þá?

Það skipti hins vegar miklu fyrir marga að vakna í björtu og fara til vinnu þrem vikum lengur á haustin og þrem vikum lengur á vorin. 

Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að vakna einum og hálfum mánuði lengur í bjötu á hverju ári.

Sjá nánar hér hvaða áhrif þetta hefur á þá sem vakna alltaf kl. 7:00 og þá sem vakna kl. 8:00 og hvaða daga þeir eru að græða.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 01:18

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vilhjálmur Egilsson spurði Róbert Marshall um samanburðarrannsóknir varðandi (geð)heilsu fólks og svefntíma miðað við hnattstöðu. Fátt var um svör hjá flutningsmanninum.

Talað er um að unglingar séu viðkvæmari fyrir þessu, sérstaklega á veturna. Er þá ekki ráð að láta skólahald hefjast klukkutíma seinna? Þessir krakkar eru hvort eð er flestir að slæpast fljótlega eftir hádegi, a.m.k. suma daga.

Svo er þetta bara ekki rétt hjá Friðrik Hansen, að þetta hafi "ekkert með sumarið að gera". Hefur þú aldrei dvalið daglangt í firði eða dal, Friðrik? Auk þess hlýtur sálartetrið í okkur víkingunum að léttast, þegar við getum notið birtunnar og ylsins í frítíma okkar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 01:46

35 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er miklu betra og hollara fyrir sálina að hafa birtu eftir vinnu.

Það hefur verið vitnað til þess að nemendur séu syfjaðir í fyrsta tíma á morgnana. Hvers vegna ætli það sé? Það er einfaldlega vegna þess að þeir fara seint að sofa. Mun það breytast? Nei, auðvitað ekki. Nemendur munu einfaldlega fara klukkutíma seinna að sofa verði klukkunni seinkað og verða því jafn syfjuð.

Á morgnana gæti það skipt suma morgunsyfjaða einhverju máli í stuttan tíma vor og haust ef klukkunni verður breytt, en það tímabil stendur mjög stutt yfir því nærri jafndægrum á vori og hausti breytist lengd þess tíma sem dagsbirtu nýtur mjög hratt. Þetta eru því sárafáar vikur á ári sem þetta gæti skipt suma einhverju máli.

Ágúst H Bjarnason, 15.12.2010 kl. 06:49

36 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur þekkir þetta mál manna best. Í áratugi hefur hann  m.a. séð um Almanak Háskólans.

Sjá pistla hans um málið:

http://www.simnet.is/halo/klukkmbl.html

http://www.almanak.hi.is/sumartim.html

Ágúst H Bjarnason, 15.12.2010 kl. 06:55

37 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það að vakna í myrkri frá því um miðjan október fram í miðjan mars er tortúr. Íslendingar eru þjáðir menn og konur af mörgum ástæðum en þessi er ein sú ömurlegasta. við bætist að hér er skýjafar mjög þétt mestan hluta ársins sem gerir morgunskímuna enn veikari. Þegar komið fram yfir miðjan mars er birtan orðin það löng í "báða enda" að það hættir að skipta máli hvort ér er sumar eða vetrartími yfirleitt.

ég styð heilshugar að færa sólina aftur í hádegisstað.

Gísli Ingvarsson, 15.12.2010 kl. 08:23

38 identicon

Mér finnst mun mikilvægara að sjá til þess að frídagar sem lenda á helgi verði færðir á næstu virku daga eftir helgarnar. Á næsta ári er sumard. fyrsti á Skírdag og 1. maí á sunnudegi og jólin verða næstum því verri en í ár. Ég held að flestar aðrar þjóðir fái sína frídaga og þeir eru þá bara færðir.

SA (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 08:42

39 identicon

Sumarið er dýrmætt. Þetta kemur til með að klípa af þeim tíma, sem við ,sem búum í þröngum fjörðum, höfum í sólinni. Frekar ætti að flýta um 2 tíma. Þá höfum við lengri tíma í frítímanum í björtu og sól  yfir sumarið. Svo held ég nú að þetta með blessuð börnin að vakana í myrkri sé nú bara þvæla. Þau ættu þá ekkert að sofa í byrtunni á sumrin. Við erum fædd inn í þessar aðstæður og lífsklukka okkar er stillt með þetta í huga. Ég tel nú frekar að börn fari bara allt of seint að sofa nú til dags, og nái því ekki þeim svefni sem þau þurfa, heldur en að morgunmyrkrið sé að plaga þau.

Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 09:37

40 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ein ástæðan fyrir því að tekinn var upp fastur sumartími 1968 var óstundvísi margra landa okkar. Fram að þeim tíma var klukkunni ýmist flýtt eða seinkað og olli mörgum vandræðum.

Ljóst er að seint verða Íslendingar sammála í jafnviðamiklu máli og þessu. Sjálfur tel eg enga þörf fyrir hringl með klukkuna vegna tillitsemi við þá sem eiga erfitt með að vakna snemma á morgnana. Spyrja mætti: Hvað eru þeir að gera fram eftir öllu á kvöldin?

Ef klukkunni verði seinkað er jafnlíklegt að hverfi í sama horfið að nokkrum tíma liðnum. Þá kann kannski að heyrast rödd/raddir um að þörf hefði verið að seinka klukkunni enn meir.

Sem samkomulagsleið væri auðvitað farsælast að hafa sveiganlegri tíma bæði fyrir vinnandi sem og þá sem eru í skóla. Velja mætti hvort viðkomandi vildi byrja í vinnu eða skóla 9 eða jafnvel síðar í stað 8 eins og víðast er. Með þessu myndi jafnast álag á strætisvagna á morgnana og aftur síðdegis þegar sumir eru að drattast heim til sín eftir vinnu um kvöldmatarleytið eða jafnvel enn síðar ef menn vilja það.

Í mínum huga er um arfavitlausa hugmynd nokkurra þingmanna að ræða, rétt eins og Alþingi Íslendinga hafi ekki um flest annað þarflegra að taka ákvörðun um.

Þeir ættu að draga þessa tillögu til baka en hvetja hins vegar viðkomandi aðila sem málið varðar að taka upp sveigjanlegan vinnutíma og skólatíma.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2010 kl. 11:35

41 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

En hvað þýðir þetta fyrir okkar ef við seinkum klukkunni. Skoðum málið fyrir þá sem vakna alltaf kl. 7:00.  

Í ár lítur þetta þannig út í Reykjavík skv. reiknivél Veðurstofu Íslands, sjá hér.:

  • 19. sep. var sólarupprás kl. 7:02 og sólsetur kl. 19:40
  • 28. mar. var sólarupprás kl. 7:00 og sólsetur kl. 20.07

Ef við seinkum klukkunni um klukkutíma eins og nú er lagt til þá lítur dæmið þannig út:

  • 19. sep. verður sólarupprás kl. 6:02 og sólsetur kl. 18:40
  • 28. mar. verður sólarupprás kl. 6:00 og sólsetur kl. 19.07

Það má því segja að frá jafndægrum á vori (21. mars) fram til jafndægra á hausti (21 sept.) hefur þessi breyting á klukkunni engin áhrif á "grill líf" okkar Íslendinga, þ.e. ef menn grilla á hefðbundnum matmálstíma. Mér sýnist við "nýta sólina" jafn vel yfir sumartímann eins og við gerum nú þó við breytum klukkunni. Skiptir það máli þegar komið er fram yfir miðjan september hvort sólin sest kl. 18:40 eða 19:40? Er útilegum og veiði þá hvort sem er ekki að mestu lokið?

Og hvað fáum við í staðinn ef við seinkum klukkunni?

Svona lítur dæmið út fyrir þá sem vakna kl. 7:00.

  • 10. okt. verður sólarupprás kl. 7.02 og sólsetur kl. 17:25
  • 10. mar. verður sólarupprás kl. 7:04 og sólsetur kl. 18:13

Frá 19. sept. til 10. okt. eru 21 dagur. Frá 28. mars til 10 mars eru 18 dagar.  Þeir sem vakna kl. 7:00 munu því fá þrjár vikur til viðbótar þeim vikum sem þeir vakna í björtu. Þeir fá svo tæpar 3 vikur að vori. Alls eru þetta tæpar sex vikur á ár.

Þeir sem vakna kl. 8.00 þeir vakna í dag í björtu fram til 10. október. Ef við seinkum klukkunni þá lengist sá tími fram til 30 október. Það eru líka þrjár vikur og aðrar þrjár vikur að vori.

Hvernig sem á það er litið þá erum við með þessari breytingu að lengja um einn og hálfan mánuð á ári þann tíma sem við vöknum í björtu. Á móti missum við birtuna heldur fyrr, en við erum sam ekki að missa birtuna á kvöldin fyrr en komið er fram á harða haust.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 11:43

42 identicon

Ég er sammála þér Ómar. Þetta tal um breytingar á klukkunni eru að valda mér miklu hugarangri. Ég er því svo glöð að þú ert að mótmæla fyrir mína hönd og gefa mér þannig rödd :)

Geirrún Tómasdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 12:21

43 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnar @34

Við verðum að gera greinarmun á sólskini og birtu.

Auðvita hagar þannig víða til að fjöll skyggja á sólu. Þannig er það allstaðar þar sem byggð er í námunda við fjöll.

Ekki getum við farið að láta staðbundna forsælu í einstaka fjörðum stjórna því á hvaða tímabelti landið er.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 13:14

44 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En við erum að tala um 80% af landinu, þar sem aðstæður eru þannig að skuggarnir verða mjög langir.

Það væri gaman að fá samanburð á hitastigi víða um land, kl. 17.30, 18.30 og 19.30. (Kvöldmatartími kl. 19.30, ca.meðaltal).  Ég giska á að það sé að meðaltali hlýjast og bjartast kl. 17.30

Ég veit svo sem ekki með aðra en mér finnst alveg dásemlegt að geta borðað utandyra í birtu og yl, þessa einu sameiginlegu máltíð fjölskyldunnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 14:43

45 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

18.30 átti meðaltalið að vera

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband