15.12.2010 | 14:13
Ég trúi því ekki. Og þó?
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að rekstur Sólheima sé í uppnámi eftir að farsælan feril í áttatíu ár.
Ég trúi því ekki að það sé satt að sveitarfélögin austans fjalls vísi Sólheimum frá sér sitt á hvað og ekkert þeirra vilji taka að sér lögbundið hlutverk í því efni, heldur bendi á aðra.
Ég trúi því ekki að nú fari að vera viðeigandi að lesa fyrir fólkið þar söguna af litlu gulu hænunni, þar sem kötturinn sagði "ekki ég", hundurinn sagði "ekki ég" o. s. frv.
Ég trúi því ekki að framtíð íbúa Sólheima verði sett í uppnám eftir að tekist hefur að búa þessu fólki öryggi frá barnæsku allt fram á efri ár þeirra margra.
Ég trú því ekki fyrr en ég tek á því að Sólheimar skuli hafa komist í gegnum margfalt verri kreppu á fjórða tug síðustu aldar en nú ríkir og allt fari síðan nú á versta veg þar hjá margfalt ríkara þjóðfélagi en var fyrir þremur aldarfjórðungum.
Og þó. Á þessum síðustu árum verður maður kannski að sætta sig við það að þurfa að trúa hverju sem er.
Verður rekstri Sólheima hætt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er ömurlegt ef satt reynist.. ævarandi skömm fyrir Jónku og co
Óskar Þorkelsson, 15.12.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.