Allir þurfa að fara í "meðferð".

Þegar áfengissjúklingurinn eða fíkniefnaneytandinn neyðist til að fara í meðferf telja kunnáttumenn um þessi mál mikilvægt að allir hinir nánustu fari í svokallað "meðvirknismeðferð" til þess að lagfæra slæman hugsunarhátt sem byggðist á því að "kóa" með hinum sjúka.

Ég birti álíka lýsingu og Jón Gnarr gerir nú í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" þegar ég leitaði skýringa á því af hverju stefndi hér á allgert hrun, sem ég spáði reynar líka að væri óhjákvæmilegt.

Ég hef oft vitnað í orð Hannesar Smárasonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar í viðtölum í tímaritinu Krónikunni þar sem Hannes lýsir því skýrt hvernig búin var til viðskiptavild upp á hundruð milljarða með því að braska með félög og það skóp gróða sem var bara froða. 

Sigurjón lýsir því að kynslóð hans, sem nú hafi tekið við þessum málum, trúi því að allt sé hægt og sé að þessu leyti "algerlega hömlulaus."

Og lokapunktur Hannesar er: "Það hefði engum dottið í hug að gera það sem við erum að gera nema fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í." 

Þetta blasti við öllum, stjórnmálamönnunum, tugþúsundum fólks sem lét blekkjast og "kóaði" með, og ekki síst blasti þetta við fjölmiðlunum.

Nú þurfa allir að fara í meðferð sem afléttir aðaleinkenni fíkninnar, - í þessu tilfelli peningafíkninnar, - en það eru lygin og blekkingin sem er viðurkenndur grundvöllur alls siðrofs, - líka þess sem hér varð og er því miður enn í gangi á mörgum sviðum.

 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Vandamálið er að það kenna allir öllum hinum um í stað þess að líta í eigin barm. Fólk sér flísarnar en ekki bjálkann.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.12.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sú fíkn sem fjármál eru ,hafa alltaf fylgt mankyni og einnig okkur Íslendingum,ekkert nýtt við það,í gegnum mína tíð hefur maður séð það frá barnæsku/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.12.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband