Deildu og drottnaðu !

Mörgum finnst áreiðanlega lykt af því að Alexander Lukashenko hafi fengið tæp 80% atkvæða í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi en þegar fyrir liggur að níu aðrir frambjóðendur hafi verið í boði er augljóst að gamla máltækið frá tímum Rómverja um að deila og drottna á við.

Margir kjósendur telja sig sjálfsagt standa frammi fyrir því að úr því að andstæðingar forsetans geta ekki komið sér saman um einn frambjóðanda gegn honum sé illskásti kosturinn að kjósa þennan aðsópsmikla og ráðríka forseta. 

Án þess að andstæðingar forsetans sameinist um einn mann gegn honum er borin von að nokkru fáist um þokað. 

Með því að tvístra andstæðingunum og deila þeim er drottnun forsetans gulltryggð. 

Þetta er mjög slæmt því að slímseta á borð við þá sem um er að ræða í Hvíta-Rússlandi gerir ekkert nema að auka á spillingu hjá spilltum forseta. 


mbl.is Lukashenko fékk 79,67%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband