20.12.2010 | 08:51
Mikið verður gott þegar göngin verða komin.
Þegar litið er snöggt á landakort sést að gamli vegurinn yfir Vaðlaheiði var í beinni línu á leiðinni austur heldur en krókurinn sem liggur út í Víkurskarð og síðan fram eftir aftur.
Að þessu leyti var gamla leiðin rökréttari þótt hún væri að sjálfsögðu mun verri vegna þess hvað hún liggur miklu hærra yfir sjó.
Það leiðir hugann að því hvað fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng verða mikil samgöngubót. Vandamálið varðandi vegagjald fyrir aðgengi að göngunum er það, að erfitt er að hafa það nógu hátt til þess að borga göngin, því að það verður að borga sig fyrir þá sem nota göngin að fara um þau frekar en að aka um Víkurskarð.
Heyrst hafa hugmyndir um að loka veginum um Víkurskarð til að þvinga ökumenn framtíðarinnar til þess að aka um Vaðlaheiðargöng.
Það er á skjön við þá hugsun, sem var sett fram á sínum tíma varðandi Hvalfjarðargöng, að menn eigi að geta valið hvort þeir aki lengri leiðina eða þá skemmri.
En ástæðan fyrir því að þetta er erfitt varðandi Vaðlaheiðargöng er sú að umferðin um þau verður miklu minni en um Hvalfjarðargöngin.
Margir hafa velt því fyrir sér að forgangsröðunin hafi verið vafasöm fyrst Vaðlaheiðargöngin séu ekki enn komi. Um slíkt er til lítils að tala héðan af, heldur taka fyrir það sem framundan er, og þá hljóta Vaðlaheiðargöngin að teljast tímabær og þótt fyrr hefði verið.
Búið að opna Víkurskarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.