29.12.2010 | 14:00
Sjaldnar bætt við en ekki.
Í lok árs 1938 fóru á kreik kviksögur um að Hermann Jónasson og Jónas frá Hriflu væru í leynilegum viðræðum við Sjálfstæðismenn um að koma inn í ríkisstjórn vegna stríðshættu í Evrópu og afleitrar stöðu þjóðarbúsins. 1939 var "þjóðstjórn" Framsóknar-Alþýðu-og Sjálfstæðisflokks mynduð.
1953 var mikið talað um að þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, fengju Alþýðuflokkinn með sér í stjórn. Af því varð ekki.
Í árslok 1958 og fram á árið 1959 gældi Ólafur Thors við þá hugmynd að endurvekja þrigga flokka "nýsköpunarstjórn" en niðurstaðan varð Viðreisnarsamstarf Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks sem entist í 12 ár.
Oftar en ekki hefur verið horfið frá því að hafa fleiri flokka í ríkisstjórn en sem nemur því að hafa meirihluta á þingi, þótt hann hafi verið tæpur eins og var 1959.
Í samræmi við það ættu að vera litlar líkur á því að Framsóknarflokkurinn komi með í ríkisstjórn núna nema að fleiri en þremenningarnir Lilja-Ásmundur-Atli hlaupi út undan sér.
Missa sig í spunanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur segir ekkert hæft í sögu um samstarf við Framsókn
Þorsteinn Briem, 29.12.2010 kl. 15:25
Steingrímur....er þetta ekki kallinn sem var upplýsingamálaráðherra Husseins?
Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 08:39
Enginn er eins vel upplýstur í skammdeginu og Steingrímur.
Þorsteinn Briem, 30.12.2010 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.