29.12.2010 | 19:06
Ljómi yfir Thoroddsen-ættarnafninu.
Gunnar Thoroddsen var slyngur píanóleikari og lagasmiður. Emil Thoroddsen var eitthvert besta tónskáld sem Íslendingar hafa átt og samdi til dæmis frábær lög við verk Jóns Thoroddsens.
Það er ljómi yfir þessu nafni og ákaflega viðeigandi að Björn Thoroddsen fái þá viðurkenningu sem styrkur úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens.
Hann er tónlistarsnillingur sem sver sig í ættina og á þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið.
Til hamingju, Björn! Vísa í blogg mitt á eyjan.is um Gunnar Thoroddsen.
Hlaut styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.