Komast sumir í 25-30 lítra!

551510.jpgBandaríski risapallbíllinn er eitt af táknum gróðabólunnar miklu líkt og Range Rover sem fékk strax viðurnefnið Game Over við Hrunið. 

Allt of hátt gengi krónunnar, ótakmörkaðir lánamöguleikar og tíðarandi græðgi og bruðls urðu til þess að þessum bílum var mokað inn í landið.

Sumir þeirra voru taldir nauðsynlegir til að draga stórar hestakerrur, hjólhýsi og báta en langflestir þessara bíla voru miklu stærri en þörf var á.

Til landsins voru fluttar þúsundir pallbíla sem voru hátt í fjögur tonn að þyngd með 3-500 hestafla vélum og lengdin hátt á sjöunda metra.

Ef slíkum bíl er ekið innanbæjar að vetri til getur eyðslan hæglega orðið 25-30 lítrar á hundraðið og sama er uppi á teningnum þegar ekið er hratt á þjóðvegum eða með þungan drátt. 

Verð á gangi af hjólbörðum undir svona bíla hleypur á hundruðum þúsunda króna. 

Myndin á mbl.is af pallbílnum, sem lagt er á ská yfir gangbraut og upp á gangstétt á móti rauðu merki sem bannar umferð í akstursstefnu tröllsins er mjög dæmigerð 2007 mynd.

 Það er skondið að sjá menn, einn í hverjum bíl, reyna að troðast á þessum stóru bílum í þrengslum og inn í stæði á leið þeirra til að versla í Bónusi eða Hagkaupum! 


mbl.is Pallbílamenningin í nauðvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Það er mjög fyndið að horfa á þessa pallbíla í umferðinni. Einn maður húkir undir stýri og varla sjánalegur í víðáttunni.....smáhaus upp fyrir mælaborðið. Yfirleitt aldrei lagt í stæði með eðlilegum hætti-skakkir -uppi á gangstígum- Tómt vesen. Mikil hreinsun þegar þeir heyra sögunni til.

Sævar Helgason, 29.12.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eiga eftir að líða allmörg ár þangað til þeir hverfa því að þessir bílar eru óseljanlegir og eigendurnir sitja uppi með þá. Þegar aksturinn á þeim dregst saman mun það auka á langlífi þeirra svo að þeir geta auðveldlega 15-20 ára gamlir án þess að láta mikið á sjá.

Ómar Ragnarsson, 29.12.2010 kl. 19:58

3 identicon

Ég geri mig grein fyrir því að hafa svona ökutæki akandi um miðbæ Reykjavíkur valdi óþægindum en fólk þarf aðeins að hugsa út fyrir 101!.

Fyrir flesta sem eiga þetta þá eru þetta hálf nauðsin að eiga pallbíl. Ég var svo heppin að kynnast elskulegum hjónum sem eiga sveitabæ á suðurströnd Íslands, og þar kom bóndinn á bænum með góða ábendingu að ef þessi nýju vöru og tollagjöld ganga í gegn þá verður næstum jafn dýrt að kaupa Hilux eins og Landcruiser sem er náttúrulega algjör vitleysa.

Sjálfur er ég ekki með pallbíl en mig hefur alltaf langað í svoleiðis. Hann mundi henta mér alveg rosalega mikið, því ég er iðnaðarmaður, er í snjósleða-sporti og á hund. Auk þess þá bjóða þessir amerísku ofurpallbílar upp á lúxus sem maður vill hafa fyrir fjölskylduna. En ég sé ekki að það sé fjárhagslega stætt á því vegna þess að ríkisstjórnin vill skattleggja landsbyggðina og það er eitthvað fólk í miðbæ Rvk sem naga stýrið þegar eitthver einn bjáni kann ekki að aka svona ökutæki.

Kristmundur Magnússon (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 20:32

4 identicon

Mér verður hugsað út í mann systur minnar, sem er Bandaríkjamaður.  Hann fékk sér SUV (Suburban Vehicle) eins og þeir kalla slíka.  Þá er átt við hálfgerða strætisvagna, og líka þessa pallbíla.  Vegna þess að þeir veittu öryggi fyrir fjölskylduna, og þægindi.  Nú í dag, getur þetta litið vel út að mæla á móti þessum bílum.  En í dag eru bæði Volvo og BMW með slíka bíla.  Þá má kalla "ofur-kombi", sem eru kombi bílar en á stærð við jeppa.

Óneitanlega er ég sammála mági mínum ... þessir bílar eru meira en ágæti.  Ég vildi að ég hefði efni á að eiga og keyra svona bíl.  Ég myndi vera mun öruggari um dóttur mína, inni í slíkum bíl, heldur en að vita af henni í einhverri kínverskri eða kóreanskri kóka kóla dós.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 20:48

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hingað til hafa pallbílar verið í lægri tollflokki en fjórhjóladrifsbílar í jeppaflokki vegna þess að hinir fyrrnefndu eru skilgreindir sem vinnutæki. Ég á bágt með að trúa því að Hilux geti í verði, jafnvel þótt þeir fari í sama tollflokk.

Þegar svo er komið að þessir vinnubílar eru orðnir af gerðinni Cadillac með sömu þægindi og rými fyrir 5-6 manns og dýrustu gerðir fólksbíla er eðlilegt að menn spyrji að því hvort mikill tollaafsláttur sé ekki orðinn úreltur.

Ég er í mínum bloggpistli fyrst og fremst að ræða um ofurpallbílana sem eru í þúsunda tali í eigu fólks hér á höfuðborgarsvæðinu og notaðir í innabæjarsnatt að langmestu leyti. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2010 kl. 20:51

6 Smámynd: Sævar Helgason

Já. menn finna allskonar rök fyrir að eiga svona ofurbíla. Sjálfur er ég mikið í "sportinu" þar sem dugandi bíll er mikið þarfaþing. Þetta eru fjallaferðir,kayakróðrar vítt með ströndum landsins og á fjallavötnum ásamt því að eiga góðan lítinn sjóbát til sjóstangaveiða-staðsettann á kerru.

Og hver skyldi nú minn dugandi bíll vera til þessara brúks ? Jú hann heitir Suzuki Jimny og er fjórhjóladrifinn jeppi - rúmt tonn að þyngd. Eyðir um 7,8 á 100km. Að koma honum í bílastæði er hrein unun. Og aldrei klikkar hann við sportið-þó oft sé þæfingur að komast að sjó eða keyra í snjóþæfingi til fjalla.... Ég þykist vita að Ómar fattar þetta..

Sævar Helgason, 29.12.2010 kl. 21:02

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Oft eru það litlir kallar sem finnst þeir verða allir miklu meiri menn á svona bíl.

Kristbjörn Árnason, 29.12.2010 kl. 21:06

8 identicon

Það er næsta greinilegt að flestir hér að ofan hafa ekki hugmynd um eyðslu á þessum bílum,  sjálfur hef eg ekið á 3,5 tonna disel pallbíl seinustu 4 ár, þessi bíll er á 38" dekkjum bíllinn á undan þessum var toyota hilux 2,4 disel einnig á 38" dekkjum      Eyðslan á fordinum nartar i 20 litrana herna innanbæjar og dettur i 16 litra utanbæjar      littli sæti hilux pikkinn  eyddi aldrei undir  18 lítrum herna innanbæjar    hilux er bara 2 tonn meðan fordinn er 3,5 tonn.    Hilux er 2,4 litra vél medan fordinn er me 7,3 litra vél

      allur munurinn er ca 2 litra eyðsla .......   hinsvegar bíður sá ameriski uppá nóg pláss, meira tog og kraft, öflugri bremsur og er þaraf leiðandi öruggari þegar draga þarf stórar kerrur eða vagna.

  Það er mjög algengt að heyra fólk fullhæfa hinar og þessar staðreyndir um þessa bíla þegar flestir hafa ekki einu sinni sest upp í slíkann og hvað þá keyrt.      Þetta er bara einn gerð af bílum úr flórunni sem eiga alveg jafnmikinn tilveru rétt og aðrar gerðir eða stærðir af bílum.       

Agnar (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 21:21

9 identicon

Skemmtileg umræða að venju - enda sett fram af mikilli fáfræði líkt og Agnar bendir á. Ég er sjálfur á stórum pallbíl á stórum hjólum - reyndar eingöngu notaður til fjallaferða að vetri með fjölskylduna (6 manns) og aldrei innanbæjar. Þessi bíll eyðir sjaldan yfir 20 l á hundraðið í langkeyrslu og þá á 49" stórum hjólum.

Ég þekki mjög vel til þessara bíla á öllum dekkjastærðum og óbreyttir eru þeir að eyða nálaægt 13 l og nýjasta týpan af Ford F350 er að eyða enþá minna.

Til samanburðar þá er algeng eyðasla á Toyotu LC200 um 17.

Þannig að það er alltaf gaman að lesa skrif eftir kverúlanta eins og þá sem hafa tjáð sig hér um málefni sem að þeir hafa ekkert vit á....

Svo er susuki jimni fínn bíll - en reyndu að fara með sex manns í viku ferð um Vatnajökul að vetri á slíku farartæki.

En svo á þessum bílum ekki eftir að fækka - þetta eru jú vörubílar og verða það áfram.

Benedikt

Benedikt (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 22:13

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

Verði þeim að góðu sem dásama þessi ferlíki.

Hörður Þórðarson, 29.12.2010 kl. 22:57

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Örlitlar staðreyndir:

Susuki Jimny eyðir 0,008 L/kg

Toyota RAV4 eyðir 0,011 L/Kg

Ford F250 eyðir 0,003 L/kg

Vissulega er fordinn þyngstur, um 3 tonn, eyðsla um 13 l/100 km.

Toyotan er nálægt því helmingi léttari og eyðslan um 15 L/100 km.

Jimnyinn er vissulega léttastur, rétt rúmt tonn og eyðir 7,8 L/100 km.

Ekki vildi ég draga bát langa leið á jimnynum og varla á toyotunni. Mörg skelfileg slys hafa orðið hér á landi vegna þess að of þungir aftanívagnar hafa verið hengdir við bíla, þyngri en þeir ráða við!!

Þeir sem ekki þurfa að draga þungar byrgðar og ekki eru þannig búsettir að vetrarófærð sé ekki mikil, geta vissulega látið sér duga Susuki Jimny. Þeir sem er alveg sama um loftslag og hafa næga peninga til að eyða í eldsneyti er bent á að fá sér einn RAV4. Svo eru þeir sem vinnu sinnar vegna verða að draga þungar byrgðar, eða búsetu sinnar vegna þurfa að kljást við ófærð og oft erfiða fjallvegi, þeim hentar að sjálf sögðu best að vera á stórum pallbíl!

Gunnar Heiðarsson, 30.12.2010 kl. 02:06

12 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hef aldrei skilið þessa jeppadellu ekki minnst hjá þeim sem aka 99% innanbæjar. Í þau u.þ.b. 15 ár sem ég átti bíl (alltaf eindrifs bíl) á Íslandi get ég talið þau skipti á fingrum annarrar handar sem ég fann fyrir því að ég þyrfti á jeppa að halda. Að aka stöðugt um á 2. tonna jeppa upphækkuðum með risatúttum, til þess að mæta þessum fáu tilfellum, fannst mér álíka gáfulegt og að ganga í klofstígvélum nr. 47 árið um kring uppá það að einhvern tíma komi hugsanlega upp sú staða að maður þurfi að vaða yfir á.  Áður fyrr var karlmennska á Íslandi gjarnan mæld í fjölda yfirvinnutíma en nú virðist hún vera mæld eftir stærð jeppadekkjanna og hæð ökutækis yfir sjávarmál. Og þegar ég kem til Íslands í dag þá verður mér starsýnt á og vorkenni konunum sem þurfa að klöngrast upp í þessa hækkuðu jeppa. Það er álíka fyrirtæki og fyrir gröfumenn að komast uppí gröfur sínar, nema að konurnar eru auk þess með innkaupapoka og börn sem líka þurfa að komast uppí herlegheitin. Get að vísu skilið þá sem ferðast mikið útum land, og þá sérstaklega að vetri, að þeim finnist öryggi í því að vera á fjórhjóladrifsbíl. Þeir láta að vísu betur að stjórn í hálku en hinir að öllu jöfnu en nútíma fólksbílar eins drifs með ABS, spólvörn og stöðugleikastýringu standa fjórhjóladrifsbílunum ekkert að baki hvað varðar öryggi í hálku. Þeir hafa líka þann kostinn að vera ekki eins háir og jepparnir þ.e.s. hafa lægri þyngdarpunkt sem er stór kostur ef eitthvað ber útaf. Mér er í minni þegar ég kom í fyrsta skipti á vegum fyrirtækisins til Íslands fyrir nokkrum árum ásamt forstjóra þess og markaðsstjóra að heimsækja viðskiptavini okkar. Buðum við íslenskum uppá kvöldverð á Reykjarvíkurapóteki, dýrðlegan saltfisk og allt gott með það. Hins vegar var leiðin þangað, fótgangandi frá Sögu ekki sérlega greið á köflum vegna fjölda ”monsterjeppa” sem lagt var uppá gangstéttar og alla vega og hindruðu jafn vel sólarsýn á köflum. Þetta þótti erlendum gestum stórundarlegt. Bæði parkeringskúltúrinn og þessir ógnar torfærutæki um allan miðbæ. Þeir voru ekki búnir að ná sér þegar við vorum sestir til borðs með gestum okkar og fóru að reyna að komast að því hvað þetta ætti að fyrirstilla en það varð heldur fátt um svör hjá íslenskum. Eftirfarandi samtal átti sér þá stað:Gestur: -Það er náttúrlega feikna mikill snjór hér í bænum á veturna og þess vegna þurfa menn þessa jeppa?Íslendingur: -Nee, það er nú eiginlega aldrei snjór til trafala hér í bænum. Gestur: -En menn þurfa náttúrlega að fara mikið útá land og þar eru náttúrlega ógnar vondir drulluvegir sem ekki eru færir fólksbílum?Íslendingur (hálfmóðgaður): -Nei nei, allir helstu vegir eru malbikaðir og færir öllum bílum.Gestur: En á veturna þá þurfa menn auðvitað að fara mikið útá land og þá eru vegirnir fullir af snjó?Íslendingur: -Nee, þeir sem eiga þessa jeppa þurfa nú yfirleitt ekki að fara neitt mikið útá land. Og allir helstu vegir eru ruddir daglega þegar snjóar. (Vandræðalega þögn þar til Íslendingur segir): -En þegar menn fara uppá jökul, þá er gott að hafa svona jeppa.Gestur: -Og hvaða erindi eiga menn þangað?!

Jón Bragi Sigurðsson, 30.12.2010 kl. 08:11

13 identicon

Sem landsbyggðarmaður á Suðurlandsundirlendinu skemmti ég mér dátt, þegar kunningi minn búsettur í Reykjavík sagði mér að hann væri búinn að kaupa jeppalíng og gæti þar af leiðandi heimsótt mig.

Ég sagði honum nú bara að ég byggi ekki uppi á Grænlandsjökli og þyrfti sjálfur ekki jeppa til að komast í bæinn. Leiðin er eins.

Algengt innanbæjarfarartæki hjá mér hefur verið reiðhjól, sem nú er orðið nokkuð slitið. Ég man alltaf eftir tilviki þar sem ég hitti kunningja sem var á svona 7 metra hakkavél við bensínstöðina. Honum fannst það fyndið að ég nennti að vera að skralla þetta um á reiðhjóli. Ég varð nú fúll og sagðist ekki þurfa fleiri tonn af stáli til að koma mér einsömlum 500 metra. En...þetta var 2007.

2009 hitti ég fýrinn aftur á sama stað. Hann var að dæla, og summan komin yfir 15.000. Ég glotti og sagði eitthvað sem svo að ekki þyrfti að tanka svona svert á hjólið :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 08:35

14 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta hefur verið fróðleggt innlegg hér. Einkum er ég ánægður með #11 og 12. Ekki er ég bíladellu eða jeppakarl. Minn litli Suzuki Jimny er sniðinn fyrir mína þörf sem spannar allt árið. Það er ekki bílsins vegna-heldur því sem ég get sinnt með hans hjálp -af öryggi. Það sama á við um marga sem þurfa stóra og öfluga bíla. En af heildar stórbílaflotanum er raun þörf eigendanna fyrir þessa ofurbíla klárlega innan við 10% af flotanum. Sem sagt stórlega of í lagt hjá fjöldanum.

Sævar Helgason, 30.12.2010 kl. 08:38

15 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Takk fyrir það Sævar. Gunnar Heiðarsson, mér þætti gaman að sjá heimildir fyrir þessum eyðslutölum sem þú gefur upp. Það sem ég hef séð um eyðslu á RAV er t.d. aðeins 9 l/100.

Jón Bragi Sigurðsson, 30.12.2010 kl. 09:39

16 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Varðandi "staðreyndir" þínar Gunnar þá segir í þessum upplýsingum hér (http://www.orkusetur.is/id/6727) að Toyota RAV eyði í blönduðum akstri frá 6,6 l/100 (beinskiptur diesel) til 9,3 l/100 (sjálfskiptur bensín). Mesta skráða eyðsla er 12,4 l/100 (sjálfskiptur bensín í innanbæjarakstri).

Eini Ford pallbíllinn sem er á þessari síðu er F150 (minnsti pallbíllinn?) sem er skráður með 15,7 l/100 í blönduðum akstri og með 16,8 í innanbæjarakstri.

Jón Bragi Sigurðsson, 30.12.2010 kl. 10:28

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allbrosleg þótti deila einnar fínnar frúar sem nefndi sig „pallbílaeiganda“ eða eitthvað í þá áttina við Gísla Gíslason fyrrum bæjarstjóra en síðar stjórnarformann Spalar. Það var alveg sama hversu stjórnarformaðurinn vandaði svör sín og sýndi frúnni einstæðan skilning sem þótti sér mismunað að fá ekki að greiða vegatöllinn gegnum Hvalfjarðargöng eins og hún æki um á venjulegum fólksbíl. Auðvitað þarf einhvers staðar að setja mörkin milli gjaldflokka og ekki var að sjá annað en að skipting Spalar væri mjög skynsamleg.

Það var alveg ótrúlegt hversu mikillri prentssvertu var eytt á kostnað áskrifenda Morgunblaðsins eftir hverja greinina á fætur annarri um nákvæmlega sama efnið. Áskrifendur blaðsins hefðu sjálfsagt viljað gjarnan sjá einhverja vitrænni umræðu birta á síðum blaðsins en þessa endalausu froðu sýndarmennskunnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.12.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband