30.12.2010 | 01:09
Ökumenn eru mannlegir.
Við eigum öll að vita um muninn á réttu og röngu. Samt gerum við svo margt rangt, segjum eitt en gerum annað. Niðurstaða könnunarinnar bandarísku sem leiddi í ljós "hræsni" varðandi akstur undir áhrifum áfengis gat aldrei orðið önnur en hún varð.
Við erum ófullkomin og syndug og oft í mótsögn við okkur sjálf. Við getum oft verið "sjálfur Ragnar Reykás" inn við beinið.
Ökumenn almennt hræsnarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hræsni, kæruleysi, ábyrgðarleysi. Ýmis orð má hafa um þetta. Það er margt í okkar samfélagi sem er ekki sjálfsagður réttur. Eitt er réttur til að aka bíl. Veigmikil rök eru fyrir því að unglingar fái ekki bílpróf fyrr en 18 ára. Veigamikil rök er einnig hægt að færa fyrir því að það sé nauðsynlegt að meta hvort unglingar hafi þroska og ábyrgðartilfinningu til að aka bíl. Bílar eru afar öflug tæki og geta valdið miklum skaða. Ökumenn eru mannlegir og gera mistök. menn keyra örþreyttir og sofna við stýrið svo dæmi sé tekið. Kannski verður endanleg lausn sú að menn hætti að keyra bíla og tölva/vélmenni muni taka. Sumir eru svo bjartsýnir að halda að sá tími sé ekki langt undan.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.