Hefur ekki gerst í aldarfjórðung.

Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 hefur líklega verið ein af tíu helstu fréttum ársins 1986. Kannski ein af fjórum þótt það sé ólíklegra.

Ekki er víst að "einvígi aldarinnar" milli Spasskís og Fishers hafi verið í hópi tíu stærstu frétta ársins 1972. 

Hrun íslensku bankanna komst ekki í topp tíu á heimsvísu 2008. 

Hitt er nú staðreynd að gosið í Eyjafjallajökli var fjórða stærsta frétt ársins 2010 í fjölmiðlum heimsins og er vafasamt að nokkur íslensk frétt geti náð hærra.

Það sem er best við orðið Eyjafjallajökul er það að í erlendum fjölmiðlum forðast menn að klæmast á þessu orði og tala í staðinn um "íslenska eldgosið". 

Að því leyti til vekur þetta gos meiri athygli á Íslandi á heimsvísu en hægt er að ímynda sér að nokkur frétt hafi gert eða muni geta gert. 

Eldgosið var slæmt fyrirbæri í sjálfu sér en skapar þó ótal sóknarfæri fyrir land, sem loksins er komið á alheimskortið svo óyggjandi sé. 


mbl.is Eldgosið ein af stærstu fréttum síðasta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott mál við verðum að nýta okkur það!

Sigurður Haraldsson, 30.12.2010 kl. 15:51

2 identicon

Má vel vera að ég sé á rangri braut, en mér fannst Íslendingar geta verið "raunsæari", og verið hin "jarðbundna" lína, þegar Eldgosið átti sér stað.  Í stað þess að ýta undir og skara að sér, hvað varðar "ofsahræðsluna".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband