30.12.2010 | 18:12
Græðgin er alþjóðleg.
Dæmið um risaframkvæmdir í Kína, sem ekki var innistæða fyrir, sýnir að græðgin er alþjóðlegt fyrirbæri, sem virðir hvorki landamæri né þjóðskipulag.
Þegar kommúniskt alræðisríki eins og Kína tekur upp trú á heimsmetshagvöxt og hleypir áhættufíknum fjárfestum og verktökum of lausbeisluðum í eftirsókn eftir sem mestum uppgangi er ekki á góðu von.
Raunar minna þessar fjárfestingar á svipuð fjárfestingarævintýri hér á landi og víðar þar sem græðgin var gerð að dyggð.
En hvað með lönd eins og Norður-Kóreu þar sem alræðið byggist á því að halda kjörum fólks neðan við allt velsæmi?
Jú, þar lýsir græðgi valdhafanna sér í yfirgengilegu persónulegu bruðli þeirra og eyðslu í rándýra kjarnorkuáætlun sem miðast við það að hóta nágrönnum þeirra og alþjóðasamfélaginu með kjarnorkustyrjöld til þess eins að hinir gjörspilltu Norður-Kóresku valdhafar geti viðhaldið völdum sínum og bílífi.
Stærsta Kringla heims er tóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var ógleymanlegt öllum viðstöddum, þegar Ólafur Ragnar opnaði tuskubúð á vegum Baugs í opinberri heimsókn til Kína 2005. Kínverjar ætluðu seint að trúa því að þjóðhöfðingi opnaði búðarhorn í Kringlu í Peking. Kringlurnar í Peking eru hinsvegar fullar.
Eiður Svanberg Guðnason, 30.12.2010 kl. 19:10
Ástæða þess að Ævintýri Íslendinga fór út um þúfur, er vegna þess að menn eru alltaf að hugsa um "innistæður". Hugmyndir um gamaldags hagfræði, þar sem verður að vera til gull fyrir innistæðu. Bandaríkjamenn eiga engar innistæður fyrir fjárfestingum sínum, og hafa ekki átt síðan í kreppunni miklu.
Ef þú hefur yfir að ráða 1.3 miljörðum manna, sem þú þarf að veita vinnu ... þá eru menn bara illa gefnir ef þeir fara að hugsa í einhverri gamaldags hagfræði um gulls ígyldi. Í nútíma þjóðfélagi, snýst hagfræðin ekki um þjóðarframleiðslu, og innistæða í bönkum eru einskis virði ... pappír með litaprenti. Það sem þú hefur, og er fast, er ekki gull ... heldur framkvæmdageta þessara 1.3 miljarða manna.
Allar þjóðir gerðu það sama eftir síðari heimstyrjöldina, byggðu upp með nákvæmlega 0 í sparisjóðnum. Þetta gerði lífið vert að lifa fyrir alla Evrópu ...
En einhvers staðar breittist þetta og menn hurfu aftur í gamla tíma Lúðvíks 14, með gullæðið í blóðinu ... draumurinn um að vera kóngur í ríki sínu, og ráða yfir hinum fátæku sem verða að þræla fyrir afgöngunum ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:11
Ég vildi nú frekar eiga væna gullstöng heldur en tryggingu í hugsanlegum ágóða af bréfi sem er með veðband í hluta af stönginni og búið að stela henni þar að auki.
Kannski er þetta gamaldags, að hugsa frekar um mælanleg verðmæti sem ballast heldur en margprentuð verðmæti, en í ljósi þess sem hefur afhjúpast síðustu árin (lesist 3) held ég að gömul reynsla sé eitthvað sem líta ætti til.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.